Mosfellingur - 08.12.2022, Blaðsíða 10
Halda tónleika í
Lágafellskirkju
„Hátíðarnótt“ - tónleikar verða
haldnir í Lágafellskirkju fimmtu-
daginn 15. desember. Fyrir
jólin 2015 kom út geisladiskurinn
„Hátíðarnótt“ og þar leika Andrés
Þór Gunnlaugsson gítarleikari,
Karl Olgeirsson píanóleikari og
Jón Rafnsson bassaleikari jólalög
og sálma sem fylgt hafa íslensku
jólahaldi í gegnum áratugina. Þeir
félagar hafa síðan þá alltaf haldið
nokkra tónleika á aðventunni og
í ár verður engin undantekning
þar á, því nú í desember leika þeir
í fimm kirkjum á Suðurlandi. Á
tónleikunum, sem eru um klukku-
stundarlangir, flytja þeir diskinn
í heild sinni. Útsetningarnar eru
í rólegri kantinum og stemningin
sem myndast er bæði þægileg og
afslappandi, sem áheyrendur tala
gjarnan um og eru ánægðir með,
- gott að koma og bara hlusta og
íhuga og njóta. Þeir munu leika í
Lágafellskirkju fimmtudaginn 15.
desember kl. 20.00 og er aðgangur
ókeypis.
- Bæjarblað í 20 ár10
Laus störf
í Mosfellsbæ
Öll laus störf hjá Mosfellsbæ
og stofnunum má sjá og sækja
um á ráðningarvef bæjarins:
www.mos.is/storf Opið í ÞverhOlti 5
13-18 mán-fös., 11-14 laugardaga
Ýmislegt til jólagjafa fyrir prjónakonuna í lífi þínu
Blik Bistro hefur nú opnað aftur eftir vel
heppnaðar breytingar.
Nýir rekstraraðilar, þeir Ágúst Reynisson,
Guðlaugur Frímannsson og Grétar Matthí-
asson, eða GGG veitingar, hafa tekið við
staðnum og eru í skýjunum yfir frábærum
móttökum eftir fyrstu dagana.
„Við opnuðum þann 1. desember eftir
smá breytingar á staðnum. Við einblíndum
á það að gera staðinn hlýlegri, hönnuðum
nýtt barsvæði og fengum lýsingarhönnuð til
að betrumbæta lýsinguna,“ segir Ágúst og
tekur fram hversu mikið þeir félagar finna
hvað Mosfellingum þykir vænt um Blik.
Fjölbreyttur matseðill
Þeir félagar hafa mikla reynslu úr veit-
ingageiranum og hafa unnið lengi saman,
þeir eru með skýra sýn á hvernig þeir vilja
haga rekstri staðarins.
„Við erum með fjölbreyttan matseðil
þar allir ættu að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi og á mjög samkeppnishæfu verði.
Núna í desember bjóðum við upp á þriggja
rétta jólaplatta með ýmsum réttum, platt-
arnir hafa hlotið alveg gríðarlegar góðar
viðtökur. Við reynum að halda í „Blik-
þemað“ sem Mosfellingar þekkja, léttur
veitingastaður, kaffihúsafílingur yfir daginn
og kokteilar á kvöldin,“ segir Guðlaugur.
Jólaglögg á aðventunni
Grétar sem er framkvæmda- og rekstr-
arstjóri segir að mikill metnaður ríki hjá
þeim og margar hugmyndir í gangi.
„Við ætlum til dæmis að bjóða upp á
jólaglögg á aðventunni, við viljum fá fólkið
sem er að ganga hér um Blikastaðanesið
inn í kaffi eða kakó og köku, við viljum að
fólk geti komið hingað að horfa á íþrótta-
viðburði, á happy hour eða bara til að fá sér
að borða.
Við munum líka hlusta á þörfina og
reyna að verða við þeim óskum sem við-
skiptavinirnir koma með. Þess má líka
geta að við erum með flottan vínseðil og
frábæran kokteilaseðil,“ segir Grétar sem
er Íslandsmeistari barþjóna.
Þeir félagar bjóða Mosfellinga og nær-
sveitunga sérstaklega velkomna til að njóta
staðarins í einstöku umhverfi og frábæru
útsýni.
Nýir rekstraraðilar á Blik Bistro • Jólamatseðill í desember • Einstakt umhverfi
Mosfellingum þykir vænt um
Blik – Fengið frábærar viðtökur
Gulli, Grétar oG Gústi hafa
tekið við blik í Golfskálanum