Mosfellingur - 08.12.2022, Blaðsíða 16
Unnið að bættu
aðgengi allra
Nú stendur yfir vinna við að
kortleggja hvar í gatna- og stíga-
kerfi bæjarins sé einkum þörf á
úrbótum á aðgengi. Í þeirri vinnu
felst meðal annars að kanna hvar
vanti leiðarlínur og áherslufleti við
gangbrautir, hvar vanti lækkanir
á kantsteinum og hvar aðgengi á
strætóbiðstöðvum er ábótavant.
Samhliða verður hafist handa við
gerð aðgengisúttektar fyrir allar
opinberar byggingar Mosfellsbæjar.
Unnið er að ýmsum úrbótum á
aðgengi sem flokkast sem öryggis-
aðgerðir. Má þar nefna uppsetningu
rafdrifinna dyraopnara í byggingum
bæjarins og hindranir við bílastæði
við Þverholt 2 málaðir í gulum lit
með það að markmiði að auka
öryggi og efla sjálfstæði sjónskertra
íbúa. Vinna við endurhönnun klefa
fyrir hreyfihamlaða í Lágafellslaug
stendur yfir í kjölfar ábendinga
notenda. Íbúar eru hvattir til að
koma ábendingum á framfæri um
bætt aðgengi á opinberum stöðum
í sveitarfélaginu í gegnum ábend-
ingakerfið á www.mos.is
- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ16
Laugardaginn 26. nóvember voru ljósin
tendruð á jólatré Mosfellinga við hátíðlega
athöfn.
Börn úr forskóladeild Listaskóla Mos-
fellsbæjar undir stjórn Þórunnar Díu Stein-
dórsdóttur sungu og spiluðu fyrir gestina.
Tréð er úr Hamrahlíðarskógi okkar Mosfell-
inga og það voru þau Anney Saga La Marca
Woodrow og Pálmar Jósep Gylfason á leik-
skólanum Reykjakoti sem fengu heiðurinn
af því að tendra ljósin á jólatrénu með að-
stoð Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra.
Venju samkvæmt kíktu jólasveinar í
heimsókn og gáfu mandarínur auk þess
sem Mosfellingurinn Jógvan Hansen flutti
nokkur lög. Þetta var í fyrsta skiptið síðan
2019 sem ljósin voru formlega tendruð
og ánægjulegt að sjá hversu margir sóttu
viðburðinn.
Fyrir tendrunina spilaði Skólahljóm-
sveit Mosfellsbæjar undir stjórn Daða Þórs
Einarssonar lék jólalög á torginu í Kjarna
þar sem 4. flokkur kvenna í fótbolta seldi
vöfflur, kakó og kaffi í fjáröflunarskyni.
Efla þarf forvarnar-
starf lögreglu
Á stjórnarfundi Samtaka sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu var
svohljóðandi bókun samþykkt:
„Efla þarf forvarnarstarf lögreglu
og sýnilega löggæslu. Samtök
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu fagna þeim áformum sem
endurspeglast í fjáraukalögum um
styrkingu lögreglunnar á landsvísu.
Á höfuðborgarsvæðinu búa um
64% landsmanna. Hlutfall lögreglu
á höfuðborgarsvæðinu hefur hins-
vegar lækkað úr því að vera 47% af
starfandi lögregluþjónum á landinu
á árinu 2010 í 39% á árinu 2022.
Sveitarfélögin eiga í góðu samstarfi
við lögregluna, ekki síst þegar
kemur að forvarnarmálum vegna
barna og ungmenna. Með fjölgun
samfélagslögregluþjóna, sem vinna
markvisst með velferðarþjónustu og
félagsmiðstöðvum er hægt að grípa
strax inn í hópamyndanir og ofbeldi
á meðal ungmenna og stemma
þannig stigu við afbrotum.“
Í stjórn samtakanna sitja bæjar-
stjórar á höfuðborgarsvæðinu og
borgarstjóri. „Höfuðborgarsvæðið
hefur verið að dragast aftur úr þegar
kemur að mönnun í lögreglunni,“
segir Regína Ásvaldsdóttir bæjar-
stjóri í Mosfellsbæ og formaður
stjórnar Samtaka sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu. „Nú eru
starfandi lögregluþjónar í 1,2 stöðu-
gildum á hverja þúsund íbúa hér á
þessu svæði og er það langlægsta
hlutfall á landinu.“
Markar upphaf jólahalds í Mosfellsbæ • Tréð á torginu fengið úr mosfellskum skógi
Ljósin tendruð í miðbænum
M
yn
di
r/
Ra
gg
iÓ
la