Mosfellingur - 22.12.2022, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 22.12.2022, Blaðsíða 30
Björgunarsveitir hafa það hlutverk að starfa við björgun, leit og gæslu í þágu almenn- ings. Verkefni björgunarsveita eru fjölbreytt. Þau snúast um að bjarga mannslífum m.a. á fjöllum og í snjóflóðum, en einnig björg- un á verðmætum líkt og í óveðursútköllum. Mikil samvinna er milli björgunarsveita og lögreglu, Almannavarna og Vegagerðar- innar. Á liðnu ári hefur Kyndill staðið vaktina og farið í á fimmta tug útkalla og þar af voru yfir 20 útköll við leit að týndum ein- staklingum bæði við höfuðborgarsvæðið og í fjalllendi. Einnig hefur Kyndill verið í gæslu vegna eldgoss á Reykjanesi og hefur séð um meira en tíu lokanir vega sem eru ófærir vegna veðurs. Sérhæfing björgunarsveita á landinu er nokkuð mismunandi eftir landshlutum og staðsetningu byggðarkjarna. Björgunarsveitin Kyndill í Mosfellsbæ sérhæfir sig í nokkrum hópum, þar á meðal eru leitarhópur, bíla-, sleða og fjórhjóla- hópar. Kyndill hefur einnig öfluga leitar- hunda sem hafa staðist próf í víðavangsleit og snjóflóðaleit. Unglingadeildinni okkar erum við afar stolt af og virðist hún dafna vel frá ári til árs. Eftir unglingadeild tekur við nýliða- þjálfun í eitt ár til 18 ára aldurs. Björgunarsveitir, flugeldar og rótarskot Björgunarsveitir Landsbjargar hafa selt flugelda í meira en 50 ár og er Kyndill einn af forsprökkum hennar. Flugeldasalan er okkar mikilvægasta fjáröflun á hverju ári. Með því að koma við á sölustöðum okkar og styrkja okkur með kaupum á flugeldum rennur allur ágóðinn beint til okkar. Því hvetjum við alla til að versla í heimabyggð og hjá Björgunarsveitinni Kyndli Mosfells- bæ. Minnum einnig á netsöluna okkar www. kyndill.flugeldar.is þar sem hægt að sjá allt okkar vöruúrval heima í stofu. Fyrir þá sem hafa áhuga á að styrkja starfið en vilja ekki fá flugelda er boðið upp á Rótarskot, sem er samstarf Landsbjargar og Skógræktarfélag Íslands. Fyrir hvert Rót- arskot sem er keypt er eitt tré gróðursett og er þetta því einnig tækifæri til að styðja við skógrækt í landinu. Stjórn Kyndils Kjarna - Þverholti 2 - Sími: 846-3424 Óskum öllum Mosfellingum og nærsveitungum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með kærri þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Afturelding hirðir jólatré í Mosfellsbæ 6.-8. janúar Meistaraflokkur handknattleiksdeildar Aftureldingar mun aðstoða íbúa við að losa sig við jólatré sín eftir jólahátíðina. Ekið verður um bæinn og jólatré hirt sem sett hafa verið út fyrir lóðarmörk frá föstudeginum 6. janúar til sunnu- dagsins 8. janúar. Íbúar geta einnig losað sig við jólatré á endurvinnslustöð Sorpu við Blíðubakka án þess að greiða fyrir. JólAtrén hirt Jólakveðja, Starfsmannafélag Mosfellsbæjar Við sendum félagsmönnum okkar og fjölskyldum þeirra hugheilar kveðjur um gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári. Þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða. - Gleðileg jól30 Helsta fjáröflun Kyndils fram undan • Flugeldasalan 2022 Starfsemi björgunarsveitar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.