Mosfellingur - 22.12.2022, Blaðsíða 52

Mosfellingur - 22.12.2022, Blaðsíða 52
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Þetta er Matthildur Móa Böðvarsdóttir og foreldrar hennar heita Heiðdís Hlynsdóttir og Böðvar Páll Ásgeirsson. Hún fæddist þann 18. október 2022 á Landspítalanum kl. 07:55. Hún var 3.730 gr og 53 cm á lengd. aðventan Já, komið þið sæl, það hlaut nú að koma að því enn eitt árið, jólin eru að koma. Alveg magnað hvernig þetta læðist að manni á hverju ári og þó svo ég hafi verið búinn að lofa sjálfum mér því að á næsta ári ætli ég að vera tímanlega að öllu og ekki vera með brækurnar á hælunum í þeim efnum. En nei, þetta læðist lymskulega að kauða á hverju ári og á hverju ári er ég alltaf jafn hissa þegar maður þarf að fara að girða sig í brók. Sitt sýnist hverjum um jólahátíðina og stússið í kringum hana en ég sjálfur er mikill jólaálfur í mér og hef mjög gaman af þessu stússi öllu saman. Undirbún- ingurinn, hefðirnar, kaupa gjafirnar og meira að segja helvítis jólalögin kitla mig svona þegar líður á desembermán- uðinn. Ég myndi segja að aðventan sé einn skemmtilegasti hlutinn, því jólin sjálf eru svo fljót að líða og áður en maður veit af er maður farin að rífa niður allt draslið. Klisjan gamla góða stendur undir nafni og þetta er hátíð ljóss og hátíð barnanna, það er nú það sem gerir þetta líka svona gaman, að dekra við blessaða grislingana og og gera litlu frændsystkinin kolvitlaus af smáköku- og nammiáti og gefa þeim í jólagjöf einhvern ófögnuð sem helst gengur ekki fyrir batteríum svo foreldrarnir geta ekki tekið þau úr umferð þegar hávað- inn er að æra þau. Svo hefur maður nú lúmskt gaman af því að finna sinn innri „Griswold“ og troða jólaseríum alls staðar.... jafnvel þar sem seríur eiga ekki að sjást. En á þessum árstíma hugsar maður mikið um vini og fjölskyldu og vill reyna að eyða gæðastundum með þeim og ég verð nú að vera smá mjúkur og segja það hér á prenti að ég hlýt að vera rík- asti maður í heimi þegar kemur að því að eiga yndislega vini og fjölskyldu, því það er þannig að þegar maður siglir inn djúpa dali og lendir í lægðum í lífinu, þá fyrst sér maður það hvað maður er ríkur af ástvinum og fjölskyldu. Og á minni dekkstu stund kom það svo greinilega í ljós hvað ég er mikill lukkunnar pamfíll að eiga góða að. Ykkur sem hafið verið mínir klettar óska ég ykkur gleðilegra jóla og jú öllum hinum líka. Gleðileg jól högni snær - Heyrst hefur...52 Í eldhúsinu Guðbjörg og Magnús skora á Michele og Heiðu að deila næstu uppskrift í Mosfellingi Guðbjörg Snorradóttir og Ingvar Magn- ússon deila með okkur Mosfellingum ítalskri uppskrift að þessu sinni sem er í miklu uppáhaldi fjölskyldunnar. Hráefni í kjúklingaréttinn • 4-5 kjúklingarbringur eða einn bakki af lundum • 5 stk hvítlauksrif, söxuð smátt • ½ lítri rjómi • 1 stk piparostur (þessi hringlaga) • 1 krukka rautt pesto • 2 msk soyasósa • 5 til 10 dropar af tabasco sósu • Pastahreiður • Íslenskt smjör Hráefni í bruschetta • Baguette-brauð, óskorið • Hvítlaukur • Litlir tómatar • Fersk basilika • Salt og pipar • Rauð paprika • Rauðlaukur • Ólífuolía • Parmesanostur • Sítrónusafi Eldun á kjúkling 1. Skera hvítlauk í smáa bita 2. Brúna hvítlaukinn upp úr íslensku smjöri á pönnu (sirka tvær matskeiðar af smjöri). 3. Setja kjúklinginn á pönnuna með hvítlauknum og brúna hann. 4. Setja kjúklinginn í eldfast mót. 5. Sósan er elduð á sama tíma og verið er að steikja kjúllann. 6. Rjóminn, pestó, rifinn piparostur, soyasósa og tabasco sósan sett í pott og þetta látið malla þangað til allur osturinn er bráðnaður. 7. Sósunni er hellt yfir kjúklinginn og hann settur inn í ofn á 175° í 30 mín eða þangað til hann er eldaður. 8. Pastað soðið þegar 10 mín eru í mat. Bruschetta 1. Tveir hvítlauksgeirar pressaðir eða skornir í mjög litla bita. 2. Tómatar skornir mjög fínt. 3. Rauð paprika skorin mjög fínt. 4. Basilika skorin niður. 5. Hálfur til heill rauðlaukur skorinn mjög fínt. 6. Þessu öllu blandað í skál og kryddað með salti og pipar ásamt slatta ólífuolíu sem er sett yfir. 7. Sítrónusafi settur yfir salsað eftir smekk. 8. Brauðið skorið í um 1 til 2 cm sneiðar. 9. Brauðið steikt á pönnu og penslað með ólífuolíu með miklum hvítlauk í. 10. Borið fram með parmesanosti.    Verðiykkuraðgóðu! Kjúklingur í rjómasósu hjá GuðbjörGu oG inGvari heyrst hefur... ...að blásið verði í heljarinnar áramóta­ ball í Hlégarði um áramótin þar sem Stuðlabandið heldur uppi stuðinu. ...að oddviti Vina Mosfellsbæjar og skólastjóri í Hvassaleitisskóla hafi sagt upp störfum sem skólastjóri. ...að kurr sé í starfsfólki á bæjar­ skrifstofunum vegna yfirvofandi skipulagsbreytinga eftir að ný forysta tók við. ...að árlegt áramótapartýbingó verði á Barion kvöldið fyrir gamlárs. ...að Stormsveitin verði með útgáfu­ og þrettándatónleika laugardaginn 7. janúar í Hlégarði. ...að Kristín María og Teddi hafi eignast stúlku í vikunni. ...að Sigga Beinteins, Hreimur, Erna Hrönn og Gunni Óla séu öll að fara koma fram á Þorrablóti Aftureld­ ingar 21. janúar. ...að lítill „fugl“ hafi gert sig heima­ kominn í Blómabúðinni. ...að Mosfellingar geti gætt sér á skötu á Þorláksmessu en bæði Blik og Hlégarður verða með veisluborð. ...að Þröstur Lýðs sé orðin 67 ára og löglegur. ...að jólasveinarnir fái hjálp frá knattspyrnudeildinni við að útdeila pökkum til barna á aðfangadag. ...að aflýsa hafi þurft jólaballinu með Pöpununum og Á móti sól í Hlégarði vegna ófærðar. ...að mikil umræða hafi skapast á samfélagsmiðlum um snjómokstur innan bæjarins, bæði lof og last. ...að Guðrún Sól og Röggi hafi eignast stúlku í síðustu viku. ...að Sonja Noack og Súsanna Sand Ólafsdóttir frá Hestamannafélaginu Herði hafi báðar verið tilnefndar sem reiðkennari ársins. ...að Stefán Sölvi sé 25 ára í dag. ...að íþrótta­ og tómstundanefnd óski eftir tilnefningu um sjálfboðaliða ársins nú í fyrsta sinn. ...að boðið sé upp á tvær vegalengdir í Gamlárshlaupi Aftureldingar, 5 og 10 km. Ekkert þátttökugjald. ...að Björgunarsveitin Kyndill sé búin að opna fyrir netverslun á flugeldum. ...að Subway sé að leita að nýju húsnæði í Mosfellsbæ eftir að hafa þurft að loka á N1. ...að Mosfellingurinn Sjafnar sé kominn í 18 manna úrslit í Idolinu ...að stákarnir í handboltanum séu komnir í 8­liða úrslit í bikarnum eftir sigur á HK í vítakastskeppni. ...að íþróttakona og íþróttamaður Aftureldingar verði kynnt milli hátíðanna. ...að íbúar geti sent inn tilnefningar til Mosfellings ársins á Mosfellingur.is ...að fjöldi íbúa í Leirvogstunguhverfi hafi fengið 20 daga frest til að halda sínum eignum innan lóðarmarka. mosfellingur@mosfellingur.is Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.