Mosfellingur - 22.12.2022, Blaðsíða 36

Mosfellingur - 22.12.2022, Blaðsíða 36
 - Íþróttir36 j a k o s p o r t ( N a m o e h f ) - k r ó k h á l s 5 f - 1 1 0 á r b æ r Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi Ungmennafélagið Afturelding óskar Mosfellingum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og förum með eftirvæntingu inn í nýtt íþróttaár. Úrvalsdeildirnar í blaki eru komnar í jóla- frí en næstu leikir verða spilaðir 11. og 13. janúar 2023. Strákarnir sitja þægilega í 2. sæti deild- arinnar eftir 8 leiki af 14. Stelpurnar okkar sitja í 4. sæti eftir 7 umferðir. Strákarnir standa vel að vígi eins og staðan er núna og stelpunar eiga þó nokk- uð inni eftir meiðsli og veikindi sem hafa hrjáð liðið í haust. Um miðjan janúar fer fram umferð í neðri deildum Íslandsmóts BLI að Varmá en þar á Afturelding eitt lið í 2. deild kvenna, tvö lið í 3. deild karla, tvö lið í 4. deild kvenna og eitt lið í 5. deild kvenna. Þar snýst baráttan um að halda sér í efri helmingnum eftir fyrstu 2 helgarmótin til að fá að spila um efstu sætin í deildinni. Blakdeild Aftureldingar óskar öllum bæj- arbúum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með von um að sjá sem flesta á leikjum deildarinnar 2023. Handbolti.is óskar lesendum sínum og auglýs­ endum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og þakkað er fyrir lestur, stuðning og hvatningu á árinu sem er að líða. Karlalið aftureldingar sem situr í 2. sæti Blakliðin komin í jólafrí • Aftureldingarstelpurnar í 4. sæti Strákarnir standa vel að vígi Fyrirlestur með Loga Geirs BUR ætlar tvisvar á vorönn að bjóða upp á áhugaverða fyrir- lestra fyrir sína iðkendur og foreldra þeirra. Þeir munu fjalla um ýmis málefni tengd iþróttum. Þann 10. janúar kl. 19:30 í Krikaskóla verður sá fyrri og mun Logi Geirson sjá um hann. Skemmtileg tímasetning þar sem HM í handbolta hefst 11. janúar þar sem Ísland ætlar sér stóra hluti. Fyrirlesturinn fjallar um markmiðsetningu hugarfar, mataræði, jákvæð samskipti og sjálfstraust svo eitthvað sé nefnt. Þetta er frábær og skemmtilegur fyrirlestur sem enginn má missa af. Það verður frítt á fyrirlesturinn fyrir iðkendur Aftureldingar en mjög hóflegt gjald fyrir foreldra. HM í handbolta hefst 11. janúar. Í tilefni þess ætlar BUR (barna- og unglingaráð Aftureldingar) að bjóða öllum sem vilja prufa að æfa handbolta frítt í janúar. Nú er um að gera að láta sjá sig á æfingum, þar sem stjörnurnar fæðast. Frítt að prufa handbolta í janúar Mikið um að vera hjá BUR á nýju ári Badmintondeild Aftureldingar hélt fjölmennt unglingamót í nóvember og er gaman að segja frá því að okkar maður úr Aftureldingu Sigurjón Gunnar Guð- mundsson sigraði sinn flokk. Sigurjón sigraði á fjölmennu móti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.