Mosfellingur - 22.12.2022, Blaðsíða 33

Mosfellingur - 22.12.2022, Blaðsíða 33
Oftast mætti ég þó góðvild lækna og það var frábær læknir sem annaðist mín mál á endanum. Ég átti góða tíma inn á milli og gat stundað mína vinnu, fjölskyldulíf og áhugamál en svona veikindi lita auðvitað allt og þetta hefur bitnað á börnunum. Við höfum þó átt góðar stundir og gerum enn.“ Leiður á þessu veikindabrasi „Haustið 2018 fann ég fyrir því að ég var farinn að grennast, mæðast og göngutúr- arnir urðu erfiðari, ég tengdi þetta allt við þáverandi verkjaveikindi. Ég fékk verk í brjóstbak sem ég hafði ekki fundið fyrir áður sem var erfiður að eiga við því engin verkjalyf slógu á. Það kom svo á daginn að þetta tengdist æxli í miðmætinu sem þrýsti á taugar. Einn daginn vaknaði ég mjög móður, átti erfitt með öndun og gat varla gengið um heimilið okkar. Ég samþykkti með semingi að fara á læknavaktina því ég var orðin mjög leiður á þessu veikindabrasi og taldi þetta öndunarvesen vera tilfallandi. Vakthafandi læknir sendi mig á bráðamóttökuna og má segja að ég hafi ekki farið út af spítalanum nema í örfáa daga fyrr en í mars 2019.“ Vissi strax hvað klukkan sló „Þessi dagur er mér enn í fersku minni en ég fór í gegnum margar rannsóknir á bráðamóttökunni. Mjög góður læknir var á vakt og hann bað mig um að fylgja sér inn á skrifstofu og þá vissi ég strax hvað klukkan sló. Í ljós kom að það höfðu þrjú æxli fund- ist, eitt í miðmætinu, eitt við miltað og það þriðja í fleiðrunni í brjóstholinu og orsakaði það æxli vökva í vinstra brjóstholi. Fimm dögum síðar var ákveðið að tappa vökvan- um úr brjóstholinu því ég gat ekki lengur talað vegna öndunarþrengsla. Sex lítrum af vökva var tappað af sem hafði safnast upp og hjartað hafði m.a. færst til vegna þessa. Við tóku rannsóknir til að finna út hvaða krabbamein ég væri með og eftir mergsýna- töku kom í ljós að um bráðahvítblæði var að ræða. Við tóku 4 háskammta lyfjameðferðir, 12 klst. meðferð í 3 daga og 4 klst. meðferð í tvo daga og hver lota í fjögur skipti. Þriðja skiptið hér heima en síðasta skiptið á Kar- ólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi ásamt tveimur heilgeislum. Í þessari lyfjameð- ferð var verið að drepa meinið í blóðinu og stofnfrumurnar mínar sem og æxlin þrjú en bráðahvítblæðið var líka utan mergs sem er sjaldgæft. Ónæmiskerfið verður lamað við svona meðferð og sýkingarhætta mikil. Ég var í einangrun meira og minna allan þennan tíma, maski og handspritt var mér mjög kunnuglegt þegar Covid skall á. Ég fékk alltaf sýkingar milli meðferða sem gerði það að verkum að ég þurfti að liggja inni á spítala meira og minna.“ Blóðgjöf er góð gjöf Fyrsta lyfjameðferðin var Tobba erfið- ust, slímhúðin varð viðkvæm og hann fékk ofnæmi fyrir sýklalyfjunum, hann minnist þess tíma sem mjög erfiðs tíma. „Ég man þegar lyfin fóru að streyma um æðarnar í fyrsta sinn, þetta var svo ótrúlegur raunveruleiki og það er erfitt að koma slíkum tilfinningum í orð. Ég mátti ekki borða neitt nema að það væri hundr- að prósent soðið, ekkert hrámeti og ekki ávexti nema taka utan af þeim sjálfur, slík er áhættan af sýkingum. Ég þurfti mikið blóð og blóðflögur þegar leið á meðferðina þar sem mergurinn varð latari og latari við að framleiða blóð eða hemoglóbin. Ég skora á alla að huga að blóðgjöf, engin veit hver þarf næst á blóði að halda, blóðgjöf er góð gjöf.“ Hugsaði til stofnfrumugjafans „Á deildinni á Karólínska sjúkrahúsinu eru tuttugu eins manns herbergi, frábær aðstaða og ekkert áreiti og heimsóknir bannaðar nema nánustu aðstandendur. Hér heima er mest um tveggja manna herbergi utan einangrunarherbergjanna og mikill erill. Viðmót starfsfólks er samt eins í báðum löndum, allir mjög elskulegir og hjálpsamir. Ég fór í geislameðferð þarna úti og gat haft hátalara með mér til að hlusta á tónlist. Fyrir algjöra tilviljun byrjaði þessi meðferð á laginu Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Þessi orð eru mjög táknræn og hverju orði sannari þegar ég hugsaði til stofnfrumugjafans sem er frá Bandaríkj- unum.“ Enn í endurhæfingu „Eftir stofnfrumuskipti eða mergskipti eins og stundum er sagt þurfa nýju stofn- frumurnar að taka líkamann í sátt. Það getur reynst erfitt og kallast það ástand hýsilsótt. Ef frumurnar samþykkja ekki líkamann þá geta þær ráðist á hann og ef slíkt ástand verður getur það leitt til þess að hýsillinn / líkaminn ráði ekki við ástandið og það leiðir til andláts. Ég er í dag með væga króníska hýsilsótt, er enn að ná mér eftir þessa miklu lyfjameðferð og öll lyfin, það reynir mikið á samspil lyfja og líkama. Mín endurhæfing er enn í gangi um fjórum árum eftir stofnfrumugjöfina.“ Þakklát fyrir stuðninginn Vorið 2021 þurftu Tobbi og Emilía að fara aftur til Svíþjóðar. Nú til Lundar þar sem Tobbi þurfti að fara í sérstakt tæki sem geislar í honum blóðið vegna hýsilsóttar- innar, þar voru þau í þrjá mánuði. „Ég hef átt erfitt með styrk í fótum eftir þetta allt saman og hef gengið með hækjur. Alfa systir leit við hjá okkur og sá mig með hækjurnar, eitthvað fannst henni hún þurfa að koma að því að auka styrk minn því hún fór í það að hefja söfnun meðal ættingja og vina fyrir rafmagnshjóli án minnar vitneskju. Söfnunin gekk svo vel að okkur hjónum voru færð tvö hjól sem við notum mikið í dag, fyrir þetta erum við óendan- lega þakklát. Margir hafa stutt við okkur fjölskylduna hvort sem það er í orði eða verki. UMFUS hópurinn studdi við okkur eftir söfnun á kótilettukvöldi og færum við öllum sem að því komu kærar þakkir fyrir. Ég hef alltaf horft bjartsýnn fram á veg- inn, lifi í núinu því það hentar best í því ástandi sem ég er í núna. Mig langar að lokum að fá að óska öllum Mosfellingum gleðilegrar jólahátíðar og með þeim orðum kvöddumst við Tobbi. Hef alltaf horft bjartsýnn fram á veginn Mosfellingurinn Þorbjörn Valur Jóhannsson - 33 Mjög góður læknir var á vakt, hann bað mig um að fylgja sér inn á skrifstofu og þá vissi ég strax hvað klukkan sló. HIN HLIÐIN Besti jólamaturinn? Heimareykt heitt hangikjöt. Uppáhaldsjólalag? Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Hvað myndi ævisagan þín heita? Gengið á Þorbjörn. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Hestamaður, smiður og lögga og þetta rættist allt. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Ótal margt, t.d að giftast konunni minni, það var frábær dagur. Uppáhaldsverslun? Hljóðfærahúsið, erfitt að fara þangað inn og koma ekki með neitt út. Hvar lætur þú klippa þig? Innanbæjar. Best fyrir líkama og sál? Hugleiðsla, slökun, hamingja og ganga úti í náttúrunni. lögreglumaður í rúm 30 ár í lundi 20212 ára guttiá hestbaki í markholtinu á silfurbrúðkaupsdaginn í svíþjóð á karólínska sjúkrahúsinu 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.