Mosfellingur - 22.12.2022, Blaðsíða 50

Mosfellingur - 22.12.2022, Blaðsíða 50
Heilsumolar gaua - Aðsendar greinar50 Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Takk fyrir HeilsuHreysTið Inntakið í þessum pistil er fengið að láni hjá vini mínum Halla Nels sem í miðjum snjómokstri fékk góða ábendingu frá eldri manni um að hann ætti að vera þakklátur fyrir að hafa heilsu til að moka svona mikið og af svona miklum krafti. Halli hætti að vorkenna sjálfum sér og bölva því að þurfa að standa í þessu veseni enn og aftur og snjómoksturinn varð allur léttari eftir spjallið við þann gamla. Það er akkúrat á svona stundum, þegar veðurguðirnir minna hressilega á sig, sem við sem erum heilsuhraust eigum að nota orku okkar í að gera gagn. Fyrir okkur sjálf og aðra. Við getum lagst í tuð og vor- kennt okkur fyrir að veðrið á eyjunni okkar hér lengst norður í Atlantshafi dirfist að trufla dagskrána okkar í lok árs. Við getum líka tekið Halla okkur til fyrirmyndar. Nýtt okkur það að við höfum heilsu til að gera gagn og verið þakklát fyrir það. Þessu tengt, við sem höfum heilsu til að æfa okkur og styrkja dags daglega eigum að gera það. Punktur. Ef ekki til þess að líða betur á líkama og sál, þá til þess að geta gert gagn þegar samfélagið þarf á okkur að halda. Þetta tvennt finnst mér vera megintilgangur þess að æfa reglulega, að líða betur og geta gert gagn. Geta hjálpað sjálfum sér og öðrum. Líkamsrækt á ekki að snúast um speglafegurð og fituprósentu, ekki það að það sé neitt að því að líta út eins og fegursti karlmaður Mosfellsbæjar frá upphafi, Baldvin Jón Hallgrímsson, en hann getur svo sem lítið að því gert, blessaður. Setjum okkur heilsuhreystismark- mið fyrir næsta ár. Sama hvar við erum í dag, það er alltaf hægt að spyrna sér upp á við. Verum eins klár í desem- berlægðirnar á næsta ári og við mögulega getum. Æfum! Nýr meirihluti Framsókn- arflokksins, Samfylkingar og Viðreisnar hefur sam- þykkt sína fyrstu fjárhags- áætlun, fyrir árið 2023. Fjárhagsáætlunin nýtur sannarlega góðs af faglegu og góðu starfi starfsfólks Mosfellsbæjar og bæjar- stjórnar undanfarinna ára og það eru möguleikar á að halda áfram að auka og bæta þjónustu og viðhalda þannig velsæld og ánægju íbúa Mosfellsbæjar. Það er óvissa varðandi horfur í efnahagsmálum og því mikilvægt að sýna ábyrgð í fjármálastjórn- un, forgangsraða rétt og að gera raunhæfar áætlanir bæði á tekju- og útgjaldahlið. Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er góð, þrátt fyrir tímabundna erfiðleika í efnahagsmál- um og ljóst að nýr meirihluti tekur við góðu búi. Margt af því sem tilgreint er í fjárhags- áætlun fyrir árið 2023 er áframhaldandi vinna á góðum verkum fyrri meirihluta fyrir utan stórfelldar skattahækkanir sem eru alfarið í boði nýs meirihluta. Í Mosfellsbæ hefur verið rekin ábyrg og fagleg fjármálastjórn undanfarin mörg ár og styðjum við ávallt ábyrga fjármála- stjórnun. Megin áherslumunur okkar og meirihlutans varðandi þessa fjárhagsáætl- un eru vanáætlaðar tekjur af byggingarétti og lóðaúthlutun sem koma fram í áætlun- inni. Þessi vanáætlun gerir það að verkum að skattar og álögur verða stórhækkaðar á íbúa á tímum verðbólgu, mikilla hækkana á allri þjónustu sveitar- félagsins og hárra vaxta. Þar er alvarlegasta dæmið hækkun fasteignagjalda sem munu hækka um 15-18 % á næsta ári og á sama tíma hrósar meiri- hlutinn sér af því að lækka fasteignaskattinn örlítið sem dugir engan veginn til vegna stórhækkaðs fasteignamats á íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Auk þessara hækkana á allri þjónustu Mosfellsbæjar eru uppi áform um frest- anir á mjög mikilvægum uppbyggingarverkefnum, svo sem bygg- ingu leikskóla í Helgafellshverfi og nauð- synlegrar uppbyggingar á íþróttasvæðinu að Varmá. Þessar frestanir munu hækka framkvæmdakostnað til muna sem er aug- ljóslega mjög slæmt fyrir skattgreiðendur í Mosfellsbæ. Bæjarfulltrúar D-lista lögðu fram m.a. eftirfarandi tillögur til breytingar á fjár- hagsáætlun ársins 2023 sem voru felldar: • Lagt er til að útsvar verði óbreytt og ekki hækkað upp í löglegt hámark 14,52% • Lagt er til að fasteigngjöld verði lækkuð eins og undanfarin ár svo þau hækki ekki umfram vísitölu, annars hækka gjöldin um 15-18 % eftir hverfum. • Lagt er til að farið verði í framkvæmdir við þjónustubygginguna að Varmá strax í byrjun næsta árs í samræmi við fyrirliggj- andi áætlanir. • Lagt er til að hafnar verið strax fram- kvæmdir við leikskólann í Helgafellslandi í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir • Lag er til að FabLab smiðja verði sett á stofn í Mosfellsbæ árið 2023 í samræmi við tillögur sem fulltrúar í D-lista í bæjarráði lögðu fram. • Tillögu D-lista um hækkun frístundaá- vísana til samræmis við hækkun vístölu var vísað til bæjarráðs. Svo virðist sem algjör kyrrstaða sé í ákvarðanatöku og framkvæmdum hjá nýj- um meirihluta. Boðleiðir virðast langar og erfitt að taka ákvarðanir og að láta hlutina ganga. Það verður vonandi breyting á þessu á næstu misserum, það er að flokk- anir nái að stilla saman strengi, sýna pólit- ískt þor og láta verkin tala í ört stækkandi sveitarfélagi. Við bæjarfulltrúar D-lista í Mosfellsbæ munum styðja góðar tillögur meirihlutans sem fyrr og hvetja þau áfram til góðra verka, en við munum einnig halda áfram að koma okkar tillögum og stefnumálum á framfæri og leggja þannig okkar af mörkum svo að áfram verði best að búa í Mosfellbæ. Við sendum bæjarbúum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt kom- andi ár. Bæjarfulltrúar D-lista. Ásgeir Sveinsson Jana Katrín Knútsdóttir Rúnar Bragi Guðlaugsson Helga Jóhannesdóttir Fjárhagsáætlun nýs meirihluta Lengri útgáfa af greininni birtist á Mosfellingur.is Að þekkja erfðarétt sinn og ganga frá málum með gerð erfðaskrár getur bæði verið skynsamlegt og komið í veg fyrir ýmis vandamál við andlát eða skilnað. Erfðaskrá er formbundinn skrif- legur löggerningur um hinsta vilja einstaklingsins. Vissir þú að... ...hver sá sem er orðinn fullra 18 ára og telst andlega heill getur ráðstafað eignum sínum með erfðaskrá. ...langlífari maki á lögbundinn rétt til setu í óskiptu búi með sameiginlegum börnum sínum og hins skammlífara, nema annað hafi verið ákveðið í erfðaskrá. Ekki þarf samþykki sameiginlegra barna þar um og skiptir þá engu hvort þau eru fjárráða eða ófjárráða. Þess skal þó getið að sækja þarf um leyfi til setu í óskiptu búi hjá sýslumanni í því umdæmi sem viðkomandi býr. ...langlífari maki á ekki rétt til að sitja í óskiptu búi með börnum hins skammlífara, nema þau eða forráðamenn þeirra, ef þau eru yngri en 18 ára, samþykki það. Innan þriggja mánaða frá 18 ára aldri getur barnið síðan óskað eftir að búinu verði skipt. Ef fjárráða stjúpniðjar, þ.e. 18 ára og eldri, hafa samþykkt setu hins langlífara í óskiptu búi, geta þeir krafist skipta á búinu með eins árs fyrirvara. Þetta er hægt að koma í veg fyrir með erfðaskrá. ...aðeins fólk í hjúskap getur gert erfðaskrá sem heimilar eftirlifandi maka að sitja í óskiptu búi. Sam- búðarfólk getur það ekki. ...sambúðaraðilar eiga engan erfðarétt eftir hvort annað og skiptir þá lengd sambúðar eða sameiginleg börn engu þar um. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er hægt að tryggja sambúðaraðila arf með erfðaskrá. ... þú getur gert arf barna þinn að séreign gangi þau í hjúskap eða eru í hjúskap. ...skv. erfðalögum er öllum heimilt að ráðstafa að vild einum þriðja eigna sinna með erfðaskrá. Gildir þetta jafnt fyrir þá sem eru í hjúskap og/eða eiga börn. Maki sem situr í óskiptu búi getur aðeins ráðið eignarhluta sínum með erfðaskrá. ...þeim sem ekki eiga skylduerfingja, þ.e. börn eða maka, er heimilt að ráðstafa öllum arfi sínum með erfðaskrá. ... fari skipti á dánarbúi fram eftir lát beggja hjóna, fellur niður lögmæltur erfðaréttur hins langlífara eftir hið skamm- lífara. ...við andlát einstaklings verður til sjálf- stæð lögpersóna, dánarbú, sem tekur tíma- bundið við öllum réttindum og skyldum hins látna. Huga þarf því vel að framtals- skilum og skuldastöðu hins látna. ...óski erfingjar eftir einkaskiptum á dánarbúi hins látna bera þeir persónulega ábyrgð á öllum skuldum, einn fyrir alla og allir fyrir einn, hvort sem þeim er um þær kunnugt eða ekki. Margrét Guðjónsdóttir lögmaður aðstoð- ar við einkaskipti dánarbúa, hvort sem er að sækja um leyfi til einkaskipta og koma fram af hálfu erfingja í nafni dánarbúsins, sjá um opinbera skýrslugerð, sölu eigna, úthlutun til erfingja eða hvað annað sem dánarbúi viðkemur þar til skiptum er lokið. Verið velkomin. Margrét Guðjónsdóttir lögmaður MG Lögmenn margret@mglogmenn.is - www.mglogmenn.is Þekkir þú erfðarétt þinn? Að­send­Ar greinAr Grein­um skal skila in­n­ með tölvupósti á n­etfan­gið mosfellin­gur@mosfellin­gur.is og skulu þær ekki vera len­gri en­ 500 orð. Greinum skal fylgja fullt nafn ásamt mynd af höfundi. MOSFELLINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.