Mosfellingur - 22.12.2022, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 22.12.2022, Blaðsíða 32
 - Mosfellingurinn Þorbjörn Valur Jóhannsson32 Myndir: Ruth Örnólfsdóttir, Gunnar Leifur Jónasson og úr einkasafni. Það er óhætt að segja að líf Þorbjörns Vals Jóhannssonar, eða Tobba eins og hann er ávallt kallaður, hafi tek- ið stóra u-beygju en hann hefur sl. sextán ár glímt við erfið veikindi. Árið 2007 fór hann í opinn brjóstholsskurð sem hefur haft miklar afleið- ingar á líðan hans og haustið 2018 greindist hann með bráðahvítblæði. Þorbjörn Valur er fæddur í Reykjavík 4. janúar 1969. Foreldrar hans eru Svanhildur Þorkelsdóttir fv. gjaldkeri Mosfellshrepps og fv. forstöðumaður félagsstarfs aldraðra í Mosfellsbæ og Jóhann Sæmundur Björns- son húsasmiður og fv. framkvæmdastjóri Lágafellssóknar en þau eru bæði látin. Þorbjörn á tvö systkini, Þorkel Ásgeir f. 1963 flugmann og Ölfu Regínu f. 1966 kennara. Hvatningarópin blésu mér byr í brjóst „Fyrstu þrjú ár ævi minnar bjó fjölskyld- an í Fossvoginum en við fluttum okkur síðan um set á framtíðarheimili okkar í Markholti í Mosfellssveit. Æskuminningar mínar eru margar og góðar, ég gleymi aldrei þegar ég lærði að hjóla en þá var ég fjögurra ára. Alfa systir og vinir hennar voru að leika sér úti í götu og þau tóku að sér að kenna mér. Alfa hljóp með mér fyrstu ferðirnar en eftir nokkrar ferðir þá sleppti hún takinu. Hvatningar- ópin frá þeim blésu mér byr í brjósti og frá þessum tíma kunni ég að hjóla. Fyrsta hrossið mitt eignaðist ég tíu ára gamall og ég hef verið í hestamennsku síðan enda mikil hefð fyrir henni hjá mínu fólki. Við systkinin vorum ung farin að sjá um okkar daga við gjafir í hesthúsinu sem við áttum með afa og móðurbróður okkar.“ Mikill fengur fyrir íbúa Mosfellssveitar „Ég var í sterkum vinahóp og það var oft ansi mikið fjör hjá okkur krökkunum. Ég var eins og kallaðist þá, fjörugur drengur, prakkari og uppátækjasamur, fékk ótal göt á höfuðið eftir hrakfarir, kinnbeinsbrot og nefbrot, svona var þetta bara á þessum tíma,“ segir Tobbi og brosir. Við æskuvinirnir, ég, Guðjón D. Haralds- son og Hallur Hilmarsson, vorum saman alla daga. Við fórum ungir að æfa íþróttir og tókum þátt í vígslu íþróttahússins sem var mikill fengur fyrir alla íbúa Mosfellssveitar. Íþróttir á borð við handbolta, fótbolta og frjálsar íþróttir voru æfðar þar reglulega. Ég spilaði handbolta með Aftureldingu í gegnum alla flokka upp í meistaraflokk. Við félagarnir létum kennarana í Var- márskóla klárlega hafa fyrir hlutunum, vorum fjörugir piltar og síðar enn fjörugri unglingar. Ég var tíður gestur á kennara- stofum skólanna, samtöl foreldranna um betri hegðun gleymdust þegar ég gekk út um dyrnar næsta dag. Ég fékk síðan að kenna á eigin brögðum þegar sonurinn hóf sína skólagöngu sem svip- aði til pabba hans, ég verð að segja að ég hafði lúmskt gaman af þessu,“ segir Tobbi og hlær. Hljómsveitin Djók „Ég og Guðjón D. stofnuðum hljómsveit- ina Djók 1981. Ég spilaði á bassagítar og hann á trommur. Við höfðum báðir verið í skólahljómsveitinni og Birgir D. Sveinsson stjórnandi sveitarinnar leyfði okkur stund- um að nota aðstöðu hennar til að æfa okk- ur. Fyrsta lagið sem við spiluðum var Jón spæjó, við þóttum töff að geta spilað og oft var kominn áheyrendahópur á gluggana. Seinna bættust við sveitina Ólafur Hans, Finnbogi, Guðbjörg, Guðmundur og Jón Bjarni en það var mikið gæfuspor þegar sá síðastnefndi bættist í hópinn því síðar giftist ég systur hans, henni Emilíu minni. Hljómsveitin starfar enn í dag þótt löng hlé hafi verið tekin inn á milli. Guðjón, Guð- mundur og Jón Bjarni halda uppi merkjum bandsins í dag ásamt mér.“ Útskrifaðist sem húsasmiður Eftir gagnfræðaskólann fór Tobbi á samning í húsasmíði hjá móðurbróður sín- um sem rak Trésmiðjuna K14. Þar störfuðu einnig afi hans og faðir svo það lá beinast við að skella sér í smíðina. Á sumrin starf- aði Tobbi við malbikunarvinnu sem hann segir að hafi verið töff, mikil vinna og þar ríkti ekta strákahúmor. „Eftir sveinspróf 1989 fór ég að starfa við smíðar en eftir áramótin 1990 var orðið lítið að gera svo ég fór að líta í kringum mig eftir öðru starfi. Ég sótti um hjá lögreglunni í Reykjavík og starfaði þar í rúm 30 ár bæði í fíkniefna- og kynferðisbrotadeild, ég lét af störfum árið 2021. Þegar ég var lítill var ég oft spurður að því hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór og ég svaraði húsasmið- ur, hestamaður og lögga og þetta rættist allt saman,“ segir Tobbi og brosir. Alltaf gaman að taka lagið Tobbi kynntist Emilíu Björgu Jónsdóttur launafull- trúa árið 1992. Þau eiga tvö börn, Jóhann Gylfa f. 1999 og Auði Jóneyju f. 2004. „Við höfum alla tíð notið þess að ferðast saman við Emilía, fyrst tvö, síðar með foreldrum okkar og svo með börnunum þegar þau komu til sögunnar. Emilía var framan af með mér í hestamennsku og svo höf- um við alla tíð átt hunda og notið samvista með þeim í útiveru. Ég byrjaði í Karlakór Kjal- nesinga haustið 1996, var raddprófaður af Páli Helgasyni stjórnanda kórsins og var skipaður í 2. tenór. Þá kom sér vel að hafa verið í lúðrasveit og hafa lært að lesa nótur. Ég var í kórnum í tíu ár eða þar til ég söðlaði um og fór í Karlakór Reykjavíkur sem ég söng með í fimm ár. Það var frábært að syngja í báðum þessum kórum.“ Það fór að bera á miklum verkjum „Haustið 2006 byrjði ég að finna fyrir veikindum en faðir minn lést í ágúst sama ár. Ég áttaði mig ekki alveg á hvort veikindi mín stöfuðu af sorginni eða einhverju öðru. Á þessum tíma bjuggum við hjónin á Brautarholti á Kjalarnesi og einn daginn þegar ég var að keyra heim þá missti ég úr hjartaslag í tvígang og var við það að missa meðvitund en náði þó heim. Eftir þetta fór að bera á miklum verkjum frá brjóstholinu og upp í höfuðið. Haustið 2007 kom í ljós eftir miklar rannsóknir að hóstarkirtill í miðmæti hafði stækkað mikið og lá utan í taugakrans sem liggur í brjóstholinu. Ég þurfti því að fara í opinn brjóstholsskurð til að hægt væri að taka þennan kirtil en talið var möguleiki á að um staðbundið illkynja æxli væri að ræða. Síðar kom í ljós að þetta var góðkynja en hafði þessar miklu afleiðingar. Í stað þess að brjóstbeinið gréri á um þremur mánuð- um þá fór ég lengri leiðina og það gréri á þremur árum með tilheyrandi verkjaveseni og álagi á taugakerfið sem varð mögulega þess valdandi að verkir fóru að dreifast um líkamann og ég átti í miklum vandræðum með gall- og brisgöng. Engin haldbær skýring var af hverju þetta tók svona langan tíma hjá mér að gróa og heilbrigðiskerfið átti í raun í vandræðum með mig.“ Átti góða tíma inn á milli „Ég mætti stundum neikvæðri framkomu lækna á bráðamóttöku þar sem þeir vissu í raun ekki hvað átti að gera við mig en ég þurfti oft að leita þangað vegna mjög slæmra verkjakasta. Emilía, Þorbjörn, Jóhann Gylfi, Auður Jóney og hundurinn Sunna. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Hef alltaf horft bjartsýnn fram á veginn Þorbjörn Valur Jóhannsson fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hefur lengi átt við erfið veikindi að stríða Þegar ég var lítill var ég oft spurður að því hvað ég ætl- aði að verða þegar ég yrði stór, ég svaraði húsasmiður, hestamaður og lögga og þetta rættist allt. Í einlægu viðtali ræðir hann við Ruth Örnólfsdóttur um æskuárin, starfsferilinn og veikindin sem skert hafa lífsgæði hans til muna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.