Víkurfréttir - 04.01.2023, Blaðsíða 4
júlía Sól með besta árangurinn á haustönn
Fresta þurfti útskrift Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja um sólarhring
vegna ófærðar og veðurs í fyrsta
skipti í sögu skólans en skólaslit
haustannar og brautskráning fór
fram miðvikudaginn 21. desember.
Að þessu sinni útskrifuðust 59
nemendur; 39 stúdentar, 8 úr verk-
námi, 16 úr starfsnámi og 2 af fram-
haldsskólabraut. Þess má geta að
sumir luku prófi af fleiri en einni
braut. Konur voru 36 en karlar 23.
Alls komu 43 úr Reykjanesbæ, 9 úr
Suðurnesjabæ, 3 úr Grindavík og
3 úr Vogum og tveir úr Kópavogi.
Dagskráin fór fram á sal skólans
og var með hefðbundnu sniði en at-
höfninni var einnig streymt. Kristján
Ásmundsson skólameistari afhenti
prófskírteini og flutti ávarp og
Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskóla-
meistari flutti yfirlit yfir störf annar-
innar. Stefán Júlían Sigurðsson ný-
stúdent flutti ávarp fyrir hönd braut-
skráðra og Þorvaldur Sigurðsson
íslenskukennari flutti útskriftarnem-
endum kveðjuræðu starfsfólks. Að
venju var flutt tónlist við athöfnina
en þar lék Magnús Már Newman á
slagverk við undirleik Sigrúnar Gróu
Magnúsdóttur á píanó. Magnús er
nemandi í skólanum en þess má geta
að Sigrún Gróa er móðir hans og
kennari við Tónlistarskóla Reykja-
nesbæjar.
Við athöfnina voru veittar viður-
kenningar fyrir góðan námsárangur.
Júlía Sól Carmen Rafaelsdóttir fékk
viðurkenningar frá skólanum fyrir
góðan árangur í spænsku og sálfræði
og hún hlaut einnig gjöf frá Lands-
bankanum fyrir góðan árangur í
samfélagsgreinum. Swee Wah Liew
fékk viðurkenningu frá Landsbank-
anum fyrir góðan árangur á sjúkra-
liða brú.
Kristján Ásmundsson skóla-
meistari afhenti 100.000 kr. náms-
styrk úr skólasjóði en hann er
veittur þeim nemanda sem er með
hæstu meðaleinkunn við útskrift
og hlaut Júlía Sól Carmen Rafaels-
dóttir styrkinn. Júlía Sól hlaut einnig
30.000 kr. styrk frá Landsbankanum
fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi
en hún útskrifaðist af félagsvísinda-
braut.
Ragnheiður Gunnarsdóttir afhenti
við athöfnina styrki úr styrktarsjóði
Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóð-
urinn var stofnaður af Kaupfélagi
Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni,
fyrrverandi kaupfélagsstjóra og
fyrsta formanni skólanefndar Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja. Tilgangur
sjóðsins er að efla og auka veg
skólans með því að styrkja nem-
endur skólans til náms, að styðja
við starfsemi sem eflir og styrkir
félagsþroska nemenda og að veita
útskriftarnemendum viðurkenn-
ingar fyrir frábæran árangur í námi
og starfi. Þær Dzana Crnac, Helga
Sóley Waagfjörð, Júlía Björk Jó-
hannesdóttir og Aldís Ögn Arnar-
dóttir fengu allar 30.000 kr. styrk
fyrir góða frammistöðu í tjáningu og
ræðumennsku.
Útskriftanemendur á sjúkraliðabraut í viðeigandi „skrúða“. Myndir/Oddgeir Karlsson Þrír nemendur fengu styrk úr styrktarsjóði FS.
Stuðningur við góð málefni
Oddfellowstúkan Steinunn í Reykjanesbæ afhenti styrki á síðustu vikum
ársins. Verkefni sem stúkan ákvað að styrkja að þessu sinni voru Dagdvöld
Reykjanesbæjar og Björgunarsveitin Suðurnes.
„Líkt og hjá öðrum stúkum, bæði hér á Suðurnesjum og landsvísu eru
mörg verkefni sem hægt er að styðja og það gleður okkur Steinunnar-
systur þegar létt er undir í sem flestum góðum verkefnum þar sem fólk
vinnur sérlega óeigingjarnt starf við að hjálpa samborgurum okkar,“ segir
í tilkynningu frá Steinunni.
Meðfylgjandi eru myndir við afhendingu styrkjanna
Dúx FS stefnir á sálfræði-
nám í Danmörku
Lærir dönsku í appi. Saknaði félagslífs fyrstu tvö árin.
Júlía Sól Carmen Rafaelsdóttir,
dúx Fjölbrautaskóla Suðurnesja á
haustönn 2022 hefur mikinn áhuga
á sálfræði og stefnir í framtíðinni á
háskólanám á Norðurlöndum. Júlía
Sól útskrifaðist af Félagsvísinda-
braut og var meðaleinkun hennar
8,57.
Gangan að stúdentinum tekur þrjú
ár í dag en hér áður fyrr var miðað
við fjögur ár, þó gátu þeir skörpustu
klárað á þremur og hálfu ári. Júlía
var ein þessara óheppnu framhalds-
skólanema sem fóru nánast algerlega
á mis við félagslífið vegna COVID:
„Það var félagslíf haustið 2019 en frá
og með þeim tíma sem COVID skall
á var ekkert í gangi. Árin 2020 og
2021 eru því í minningunni leiðinleg
og maður þurfti bara að vera heima
í fjarnámi. Fjörið byrjaði samt á síð-
asta ári en 2022 var langskemmti-
legasta árið og félagslífið fjörugt, þó
ekki það mikið að ég gæti ekki sinnt
náminu líka.“
Júlía veit ekki fyrir víst hvað hún
vill leggja fyrir sig þegar kemur að
háskólanámi og ætlar að vinna og
safna pening fyrst en hún hóf ný-
verið störf í Optical studio. „Ég hef
alltaf haft mikinn áhuga á sálfræði
og kæmi mér ekki á óvart að ég muni
læra það þegar ég fer í háskóla. Ég
hef mjög mikinn áhuga á að læra
á Norðurlöndunum og þá helst í
Danmörku. Ég hef líka spáð í nám
í Bandaríkjunum, það er þægilegra
upp á tungumálið að gera en eins
og mér líður núna stefnir hugurinn
til Danmerkur. Ég er meira að segja
að æfa mig í dönsku þessa dagana,
í appi sem heitir Duo lingo. Planið í
sumar er svo bara að sinna vinunum,
hafa gaman og vinna,“ segir dúxinn
Júlía Sól að lokum.
Júlía Sól Carmen Rafaelsdóttir var með hæstu meðaleinkunina á haustönn.
Júlía Sól
tekur við
hamingjuóskum
frá Kristjáni
Ásmundssyni,
skólameistara.
4 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM