Víkurfréttir - 04.01.2023, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 04.01.2023, Blaðsíða 12
Íþróttafólk Grindavíkur 2022 Íþróttakona Grindavíkur var körfuknattleikskonan Hulda Björk Ólafsdóttir og í fyrsta skipti var íþróttakarl Grindavíkur valinn en undanfarin ár hefur íþróttamaður Grindavíkur verið valinn. Ekki þurfti að koma mikið á óvart að pílukastarinn Matthías Örn Frið- riksson varð fyrir valinu þriðja árið í röð. Að vanda var grindvískt íþróttafólk heiðrað í kringum ára- mótin og fór athöfnin fram í Gjánni. Aðrir sem voru heiðraðir voru A-lið pílufélags Grindavíkur og körfuknattleiksþjálfarinn Nökkvi Már Jónsson var valinn þjálfari ársins. A-liðið varð Íslandsmeistari félagsliða en það sem Nökkvi Már gerði helst var að uppfæra námsskrá körfuknattleiksdeildar UMFG og er um mjög metnaðarfulla vinnu þar að ræða en auk þess sinnir Nökkvi afreksþjálfun. Allar deildir UMFG sem og íþróttafélög með samstarfssamning við Grindavíkurbæ, áttu kost á því að tilnefna íþróttafólk, lið og þjálfara úr sínum röðum. Kjörið fór þannig fram að valnefnd sem samanstendur af tíu einstaklingum, þ.e. aðalstjórn UMFG og frístunda- og menn- ingarnefnd Grindavíkurbæjar, fær kjörseðla í hendur. Hver fulltrúi í valnefnd greiddi þremur konum og þremur körlum atkvæði sitt með þeim hætti að sá sem settur var í efsta sæti fékk 10 stig, sá sem settur var í annað sæti 7 stig og sá í þriðja sæti 5 stig. Tíu greiddu atkvæði og mest var því hægt að fá 100 stig. Mesta athyglin var eftir sem áður á íþróttakonu og -karli Grindavíkur. Hulda Björk hlaut útnefninguna í fyrsta skipti og hafði þetta að segja: „Ég er mjög stolt. Við sem vorum tilnefndar komum allar til greina en af hverju ég varð fyrir valinu skal ég ekki segja. Ég bætti minn leik frá árinu áður og liðinu gekk nokkuð vel en við vorum nýliðar í fyrra og héldum sæti okkar nokkuð örugg- lega. Okkur hefur gengið ágætlega á þessu tímabili, eigum möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Hvað fram- tíðina varðar þá hef ég ekki ákveðið hvað ég geri. Ég útskrifaðist úr FS síðasta vor og er búin að vera vinna en hvort ég reyni að komast í skóla í Bandaríkjunum eða hér á Íslandi kemur bara í ljós, ég reyni að taka bara einn dag í einu og bæta mig. Við vorum að fá liðsstyrk en Jenný Geirdal sem var í skóla í Bandaríkj- unum, er komin til baka og styrkir okkur. Við munum gera það sem við getum að komast í úrslitakeppnina.“ Pílukastarinn Matthías Örn tók titilinn þriðja árið í röð en stundum hefur verið sú regla að þar með eignist viðkomandi bikarinn: „Hver veit, það var nýr bikar afhentur núna þar sem nafninu var breytt úr íþróttamaður í íþróttakarl, því er spurning hvort ég fái að eiga þann gamla en að öllu gríni slepptu, það var mun skemmtilegra að taka við bikarnum núna fyrir framan fólk en COVID setti strik í reikninginn fyrri tvö skiptin. Það sem stendur upp úr á árinu er að hafa keppt við heimsmeistarann Peter Wright en að sjálfsögðu var líka sterkt að verja Íslandsmeistaratitilinn. Þessi leikur við Peter Wright mun lengi verða mér í minni en púlsinn á mér fór upp í 145 slög m.v. 85 slög þegar ég varð Íslandsmeistari! Ef ég fæ tækifæri aftur þá mun ég held ég standa mig betur því þetta er allt saman reynsla og núna veit ég að hverju ég geng. Frammistaðan var vonbrigði, ég neita því ekki og ég datt í smá niður- sveiflu en tók síðan ákvörðun um að hitta þjálfara í Bretlandi og breyta aðeins til í stílnum. Hann sagði mér að það myndi taka mig mánuð að ná tökum á nýjum stíl og það hefur gengið eftir. Klassískt dæmi um að taka eitt skref aftur á bak til að ná tveimur stórum fram á við. Næsta verkefni er Q-School í Þýskalandi 9.–12. janúar þar sem markmiðið er að reyna að vinna sér rétt á atvinnu- mótaröð þeirra bestu og vonandi næ ég að spila mitt besta pílukast þar.“ Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Agnar Sigurbjörns- son – minning Agnar Sigurbjörnsson lést 17. desember. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 10. janúar klukkan 13. Agnar ól allan sinn aldur í Keflavík, var lengi sjómaður og síðan starfsmaður áhaldahúss Keflavíkur og Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar. Leiðir okkar Agnars lágu saman í Suðurnesjafélagi Vinstri hreyfingar- innar græns framboðs. Þar var Agnar traustur félagsmaður frá stofnun fé- lagsins til dauðadags. Svæðisfélag VG á Suðurnesjum var stofnað 2001, tveimur árum eftir að hreyfingin varð til. Fyrsti for- maðurinn var Björg Sigurðardóttir ljósmóðir og fyrsti gjaldkerinn Sævar Bjarnason verkamaður, samstarfs- maður Agnars. Undirritaður var fyrsti ritarinn og síðan formaður 2002–2008 en þá tók Agnar við formennskunni og gegndi því starfi með sóma til 2015. Þá hafði hann fengið alvarlegt hjartaáfall og náði ekki fullri heilsu eftir það. Núverandi formaður er Hólmfríður Árnadóttir. Við Vinstri græn sem kynntumst Agnari söknum hans og erum honum þakklát fyrir samstarfið. Við vottum samúð eiginkonu hans, Jórunni Dóru Hlíðberg, og afkomendum þeirra. Þorvaldur Örn Árnason Skil á aðSEndu EFni Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN SIGURÐUR HALLGRÍMSSON Sjafnarvöllum 9, Keflavík, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 26. desember. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Gréta Kristín Ingólfsdóttir Kr. Arnar Sigurðsson Racquel Sigurðsson Hallgrímur I. Sigurðsson Hildur Stefánsdóttir Þór Sigurðsson Hildigunnur Jónsdóttir Inga Rós Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, JÓN GUÐBRANDSSON vélamaður og sjómaður, Grænásbraut 3, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 27. desember. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 6. janúar kl. 13:00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Ewa Alina Szewczyk Þórunn Maggý Jónsdóttir Einar Þröstur Reynisson Óli Anton Jónsson Elísabet S. Valsdóttir Aníta Rut Jónsdóttir Andri Már Elvarsson Daniela Szewczyk Sigurður Sören Guðbrandsson Elín Margrét Pálsdóttir Vigdís Guðbrandsdóttir Valgeir Barðason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG ÁSGEIRSDÓTTIR Ásvöllum 8b, Grindavík, lést á Landspítalanum við Fossvog miðvikudaginn 21. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Steinar Sæmundsson Helga Ólína Aradóttir Þorvaldur Sæmundsson Steinunn Dagný Ingvarsdóttir Stefán Jóhann Sæmundsson Linda Dögg Agnarsdóttir Rúnar Sæmundsson Ásta Kristín Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Tók skref aftur á bak til að taka tvö stór fram á við,“ segir Matthías Örn Friðriksson, íþróttakarl Grindavíkur. „Við sem vorum tilnefndar komum allar til greina,“ segir Hulda Björk Ólafsdóttir, íþróttakona Grindavíkur. Eva Margrét Falsdóttir er íþróttakona Reykjanesbæjar 2022: Alltaf stefnt á Ólympíuleikana „Ég set mér alltaf einhver markmið, þá hefur maður eitthvað til að setfna að. Íslandsmótið er eitt af þeim, maður vill alltaf gera best þar. Svo er ég með mjög góðan þjálfara, Steindór Gunnarsson sem drífur mig áfram,“ segir Eva Mar- grét Falsdóttir, Íþróttakona Reykja- nesbæjar 2022. Hún segir helstu markmiðin fyrir 2023 að komast inn á stærstu mótin. „Evrópumeistaramótið, heimsmeistaramótið og allt það, því þetta var síðasta árið mitt í unglingaflokki. Að komast á þessi mót og vinna fleiri Íslandsmeist- aratitla,“ sundkonan unga. Þegar þú lítur yfir síðasta ár, ertu ánægð með árangurinn? „Já, ég vann marga Íslandsmeist- aratitla. Það geta ekki allir gert það svo ég er nokkuð sátt.“ Ertu farin að hugsa eitthvað lengra, ertu að velta risamótum eins og Ólympíuleikunum fyrir þér? „Já, það hefur eiginlega alltaf verið markmið að komast inn á Ólymp- íuleikana.“ Eva og annað sundfólk leggur sérstaklega mikið á sig til að ná árangri í sinni íþrótt og er gjarnan mætt á æfingar eldsnemma á morgnana. „Við æfum níu sinnum í viku, í lauginni við Sunnubraut, svo lyftum við þrisvar til fjórum sinnum í viku. Við æfum þrisvar í viku á morgnana og erum þá í svona einn og hálfan til tvo tíma, svo eru sex aðrar sundæfingar þannig að þetta tekur mikinn tíma – það þarf mikinn metnað og manni þarf að þykja gaman að þessu til að geta vaknað á æfingu klukkan fimm á morgnana. Svo er ég í framhaldsskóla, sem er líka erfitt en mér gengur alveg vel.“ Hvernig gengur að koma þessu öllu saman, æfingum og námi? Þarftu ekki að fá að vera ungl- ingur líka? „Jú, það er náttúrlega ekkert rosa- lega mikill tími til þess en fyrstu tvö árin eru alltaf aðeins erfiðari. Nú byrjar þetta að vera aðeins auðveldara í skólanum, vonandi.“ Er stóri draumurinn að verða alvöru keppnismanneskja í út- löndum? „Já, algerlega. Ég er samt ekki alveg búin að plana hvert ég ætla að fara, mig langar kannski til Danmerkur til að ná aðeins betri árangri – en svo er alveg fínt að vera heima og ná sem bestum árangri hérna,“ segir Eva Margrét sem að lokum þakkaði þjálfaranum sínum, for- eldrum, ömmum og afa ... eiginlega öllum í kringum sig, fyrir að styðja dyggilega við sig. Sundkonan Eva Margrét Falsdóttir og Hörður Axel Vilhjálmsson, körfuknattleiksmaður, eru íþróttafólk Reykjanesbæjar 2022. Hjalti Vilhjálmsson tók við verðlaununum fyrir hönd bróður síns sem var staddur erlendis. VF-myndir: JPK Páll Ketilsson pket@vf.is 12 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.