Víkurfréttir - 04.01.2023, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 04.01.2023, Blaðsíða 15
Heimsmeistari í backhold Njarðvíkingurinn Heiðrún Fjóla Pálsdóttir keppti um heimsmeistaratitilinn í opnum flokki kvenna í backhold. Heiðrún gerði sér lítið fyrir og vann flokkinn og er því heims- meistari kvenna 2022. Heiðrún byrjaði að æfa júdó sem barn með pabba sínum í Grindavík og hefur æft með glímudeild Njarðvíkur síðustu ár. Á myndinni, sem er af af Facebook-síðu Heiðrúnar, má sjá hana kyssa heimsmeistarabikarinn. Heimsmeistarinn Elsa Pálsdóttir á verðlaunapalli. Mynd af Facebook-síðu Massa Varði heimsmeistaratitilinn Kraftlyftingakonan Elsa Pálsdóttir varði heimsmeistaratitil sinn á heimsmeistaramóti öldunga sem fram fór í St. Johns í Kanada. Elsa varð heimsmeistari í -76 kg. flokki M3 með seríuna 132,5-65-160 = 357,5. Fékk gull í hnébeygju, réttstöðu og samanlögðu og silfur í bekkpressu. Elsa var með persónulega bæt- ingu og bætingu á Íslandsmeti í bekkpressu í flokkum M3 og M2. Þá gerði hún sér lítið fyrir og varði titilinn á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum sem fram fór í Vilníus í Lettlandi, þar sem hún var stigahæst í M3 þvert á þyngdarflokka og vann til gullverðlauna í öllum þremur grein- unum Team DansKompaní vann til fjölda verð- launa á heimsmeistaramótinu í dansi. At- riðið Yfir Vestfirðina vann heimsmeist- aratitil í flokknum Children Small Group Song & Dance. Dansarar í atriðinu voru þær Aðalbjörg Ósk, Andrea Ísold, Bryndís Björk, Emma Rún, Freyja Marý, Heiðrún Lind, Katla Dröfn, Rebekka Dagbjört, Sonja Rós og Val- gerður Pálína. Helga Ásta Ólafsdóttir, eigandi Dans- Kompaní, segir árangur skólans í keppninni hafa farið fram úr fram úr vonum. „Í úrslita- keppninni unnum við þennan heimsmeistara- titil, sem er algjörlega sturlaður árangur, en það má líka nefna að níu af atriðum skólans voru í topp tíu. Við lentum með eitt atriði í tíunda sæti, eitt í áttunda, eitt í fimmta, þrjú í fjórða sæti og svo var eitt atriði sem fékk bronsverð- laun, eitt silfur og svo gullverðlauna atriðið. Allir þrjátíu og átta dansararnir voru í einu eða fleiri atriðum af þessum níu atriðum. Þannig að allir keppendur skólans voru í topp tíu,“ segir Helga Ásta. Team DansKompaní á heimsmeistaramótinu Stórkostlegur árangur Atriðið Pólar Express vann einnig til silfurverðlauna í flokknum Mini Small Group Song & Dance. Þær Ástrós Tekla, Elísabet, Halla Björk, Heiðdís, Helena Rós, Hugrún, Hildigunnur, Pálína Hrönn, Valgerður Ósk og Viktoría Sól voru dansarar í því atriði. Valur Axel og Jórunn með bronsverðlaunin sín. Myndir af Facebook-síðu DansKompaní Hefur sett 101 Íslandsmet Katla Ketilsdóttir setti fjórtán Íslandsmet á Evrópumótinu í ólympískum lyftingum í Tírana í Albaníu. Katla keppti í -64 kg flokki kvenna og lenti hún í ellefta sæti. Þyngsta lyfta Kötlu í snörun var 88 kg en hún lyfti þyngst 106 kg í jafnhendingu og fékk hún allar sínar lyftur gildar. Þess má geta að Katla hefur sett 101 Íslandsmet síðan hún byrjaði í íþróttinni. Katla Ketilsdóttir hefur sett 101 Íslandsmet í ólympískum lyftingum. Mynd af Instagram-síðu Kötlu Matthías Örn og Peter „Snakebite“ Wright takast í hendur eftir leikinn. Mynd af Facebook-síðu Matthíasar Vonaði bara að ég myndi ekki gera mig að fífli – sagði Matthías Örn Friðriksson, þrefaldur Íslandsmeistari í pílukasti, eftir að hafa mætt ríkjandi heimsmeistara, Peter „Snakebite“ Wright, á Nordic Darts Masters. Matthías mætti ofjarli sínum í viðureigninni gegn heimsmeistaranum en auk þess að hitta sjálfur illa þá sýndi Peter Wright enga miskunn og gekk á lagið. Hann var með hæsta meðaltal keppenda þetta kvöld og vann leikinn 6:0. SKÓLAFÉLAGSRÁÐGJAFI VIÐ GRUNNSKÓLA SUÐURNESJABÆJAR OG VOGA Fjölskyldusvið Suðurnesjabæjar óskar eftir að ráða skólafélagsráðgjafa í fullt starf við grunnskóla Suðurnesjabæjar og sveitarfélagsins Voga. Grunnskólar sveitarfélaganna eru þrír, Gerðaskóli, Sandgerðisskóli og Stóru-Vogaskóli. Um er að ræða nýja stöðu vegna innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Viðkomandi þarf að hafa menntun og starfsréttindi félagsráðgjafa ásamt þekkingu á úrræðum bæði ríkis og sveitarfélaga. Viðkomandi verður starfsmaður Suðurnesjabæjar sem er næst stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum með um 3.900 íbúa og 280 starfsmenn. Helstu verkefni og ábyrgð ■ Nemendaráðgjöf m.a. vegna félaglegs, námslegs og/eða tilfinningalegs vanda ■ Foreldraráðgjöf vegna nemenda. ■ Ráðgjöf og handleiðsla við starfsmenn skóla vegna nemenda. ■ Samþætt þjónstua í þágu farsældar barna, tengiliður skóla. ■ Sjálfstyrkinganámskeið fyrir minni og stærri hópa. ■ Forvarnarvinna í samráði við skólastjóra og þátttaka í mótun forvarnaráætlana. ■ Samvinna við aðila innan skóla og utan sem tengdir eru málefnum einstakra nemenda og/eða nemendahópa. ■ Þátttaka í mótun og þróun úrræða fyrir nemendur. ■ Þáttaka í viðbragðsteymi skólanna sem virkjað er þegar alvarleg mál koma upp. ■ Fundarseta í nemendaverndarráðum skólanna. Menntunar- og hæfniskröfur ■ Háskólapróf í félagsráðgjöf og starfsréttindi félagsráðgjafa á Íslandi. ■ Þekking og reynsla af viðtalstækni er æskileg og reynsla af því að ræða við börn er skilyrði. ■ Þekking og vinnsla með greiningartæki er kostur (s.s. Estermat) ■ Geta til að nýta viðurkennda vísindalega þekkingu við úrlausn mála. ■ Áhugi á að vinna að velferð barna og ungmenna. ■ Krafa er um lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleika. ■ Hæfni til að tjá sig í ræðu og koma frá sér vönduðum skriflegum texta. ■ Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum. ■ Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor, að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu. Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð og gild ökuréttindi Nánari upplýsingar um starfið veita Bryndís Guðmundsdóttir, deildarstjóri fræðsluþjónustu, bryndis@sudurnesjabaer.is og Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang gudrun@sudurnesjabaer.is eða í síma 425-3000. VILT ÞÚ MÓTA FRAMTÍÐINA MEÐ OKKUR? Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2023. Launakjör eru sam- kvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Fé- lagsráðgjafafélags Íslands. Áhugasamir ein- staklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starf skólafélagsráðgjafa. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á Alfreð. vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM // 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.