Víkurfréttir - 04.01.2023, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 04.01.2023, Blaðsíða 14
Forsetabikarinn fór á loft í Keflavík Keflavík vann Fram í lokaumferð Bestu deildar karla í knattspyrnu sem leikin var í lok október en þessi tvö lið skipuðu efstu sæti neðri hlutans. Leikurinn fór fram á HS Orku- vellinum og voru heimamenn nánast búnir að tryggja sér efsta sætið í neðri hlutanum enda með talsvert betra markahlutfall en Fram sem gat jafnað Keflavík að stigum með sigri. Það voru hins vegar Keflvíkingar sem voru talsvert beittari í leiknum og uppskáru sanngjarnan 4:0 sigur, frábær endir á góðu tímabili. Sunnudagurinn 1. maí 2022: Íslandsmeistaratitillinn til Njarðvíkur Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar í körfuknattleik kvenna eftir magnaðan sigur á Haukum í Hafnarfirði í hreinum úrslitaleik. Lokatölur urðu 65:51. Njarðvíkingar náðu strax forystu í leiknum með frábærri byrjun og héldu henni allan leikinn. Þær léku sterkan varnarleik og sóknarleikurinn gekk mjög vel á meðan ekkert gekk hjá Haukum. Mest var forysta UMFN 26 stig en Haukar tóku loks við sér í fjórða leikhluta en munurinn var of mikill og Njarðvíkurstúlkur unnu frábæran sigur. Þær urðu Íslandsmeistarar síðast 2008. Fimmtudagurinn 31. mars 2022: Njarðvík deildarmeistari í Subway-deild karla Njarðvíkingar urðu deildarmeistarar Subway-deildar karla eftir fimm stiga sigur á Keflavík (98:93) í troðfullri Ljóna- gryfju. Eins og við var að búast var þetta hörkuleikur enda ekkert gefið eftir þegar þessi tvö lið mætast. Sveindís Jane tvöfaldur meistari í Þýskalandi Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir varð Þýskalandsmeistari og þýskur bikarmeistari með liði sínu, Wolfsburg, á árinu. Það má segja að Sveindís Jane hafi farið hamförum á tímabilinu en innkoma hennar í þýsku úrvalsdeildina var mjög sterk, ekki að- eins náði Wolfsburg að vinna tvo ofangreinda titla heldur komust Sveindís og félagar í und- anúrslit Meistaradeildarinnar þar sem þær voru slegnar út af stórliðinu Barcelona. Forseti Íslands sendi Sveindísi Jane kveðju þegar hún varð Þýskalandsmeistari í knattspyrnu. Af Facebook-síðu forseta Íslands Leikmenn Wolfsburg fagna þýska bikarmeistaratitlinum. Mynd af Instagram-síðu Sveindísar Magnús Þór Magnússon, fyrirliði karlaliðs Keflavíkur, lyftir hér Forsetabikarnum sem Keflavík vann fyrst liða eftir sigur í neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu. Lögreglan mun á næstu vikum fara í eftirlit með vörslu skotvopna í umdæminu. Eigendum skotvopna er bent á að tryggja að meðferð og varsla skotvopna sé með þeim hætti sem kveðið er á um í reglugerð nr.787/1998 um skotvopn, skotfæri o.fl. Lögreglan hvetur þá sem hafa í vörslu sinni skotvopn og eða skotfæri sem þeir vilja afsala sér, til að koma með þá hluti á lögreglustöðina við Hringbraut 130. Að lokum vill lögreglan minna eigendur skotvopna á að huga að gild- istíma skotvopnaleyfa sinna og endurnýja þau áður en gildistíma lýkur. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Tilkynning frá lögreglunni á Suður- nesjum vegna fyrirhugaðs eftirlits með vörslu skotvopna í umdæminu LAUST STARF HJÁ SVEITARFÉLAGINU VOGUM: STARFSMAÐUR ÓSKAST Á UMHVERFIS- OG SKIPULAGSSVIÐ Laust er til umsóknar starf aðstoðarmanns á umhverfis- og skipulagssviði Sveitarfélagsins Voga. Starfsmaðurinn starfar með sviðstjóra við alla almenna meðferð byggingar-, umhverfis- og skipulagsmála svo sem samskipti við umsækjendur, hönnuði, stofnanir, íbúa og fleira. Um er að ræða 100% starf. Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2023.   Nánari upplýsingar um starfið er að finna vefsíðu Sveitarfélagsins Voga undir tenglinum Laus störf (www.vogar.is/is/laus-storf). íþróttaannáll 2022 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, var meira en lítið stoltur af frammistöðu stelpnanna sem voru nýliðar í deildinni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.