Víkurfréttir - 04.01.2023, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 04.01.2023, Blaðsíða 13
Ljósahús Suðurnesjabæjar árið 2022 er Hólagata 13 í Sandgerði og jólahús Suðurnesjabæjar árið 2022 er Heiðarbraut 8 í Garði. Sér- stakar viðurkenningar fengu íbúar við Dynhól 1 í Sandgerði og Staf- nesveg 32 í Sandgerði. Viðurkenningar fyrir fallegar jóla- skreytingar í Suðurnesjabæ voru afhentar 22. desember þegar full- trúar ferða-, safna- og menningar- ráðs, Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir og Hlynur Þór Valsson, heimsóttu íbúa þeirra húsa sem hlutu viður- kenningar í ár. „Þeir sem hafa farið um götur Suðurnesjabæjar sjá strax að íbúar hafa verið duglegir við að skreyta hjá sér og lífga upp á skammdegið með fallegum ljósum. Val á ljósa- og jóla- húsum var í höndum ferða-, safna- og menningarráðs Suðurnesjabæjar líkt og undanfarin ár og fá eigendur og íbúar húsanna gjafabréf frá HS Veitum sem nýtist í niðurgreiðslu á rafmagni,“ segir í tilkynningu. Jóla- og ljósahús Suðurnesja- bæjar 2022 verðlaunuð Dynhóll 1 í Sandgerði Stafnesvegur 32 í Sandgerði Heiðarbraut 8 í Garði. Hólagata 13 í Sandgerði. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Hljómahöll – Veitingastjóri Alþjóðateymi Reykjanesbæjar - Málstjóri Garðasel - Aðstoðarmatráður Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu? Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn Viðburðir í janúar LISTASAFNIÐ Í JANÚAR Vinnustofa krakkaklúbbs Vinnustofa krakkaklúbbs Listasafns Reykjanesbæjar verður haldin einn sunnudag í janúar. Listasafnið heldur eina fasta vinnustofu alla mánuði til vors með nýjum safnakennara í hvert skipti. BÓKASAFNIÐ 2.-6. JANÚAR Jóla - kósý í Átthagastofu Síðustu dagar á Jóla-kósý í Átthagastofu bókasafnsins. Þar má finna jólahús, jólatré og pakka og flottar skreytingar með amerísku ívafi. Síðasti sýningardagur er 6. janúar. Kynnið ykkur alla dagskrána á Visit Reykjanesbær Skoðaðu viðburðadagatalið okkar á Visit Reykjanesbær til að sjá hvaða áhugaverðu viðburðir eru framundan. Á heimasíðunni má einnig finna fjölbreyttar upplýsingar um Reykjanesbæ og hvað er í boði fyrir bæjarbúa og gesti. www.visitreykjanesbaer.is Þrettándagleði 6. janúar Hátíðin hefst kl. 18:00 með blysför frá Myllubakkaskóla þar sem gengið verður í fylgd álfakóngs, drottningar og hirðar þeirra að hátíðarsvæði við Hafnargötu 12. Þar tekur Grýla gamla á móti hersingunni, álfar munu syngja þrettándasöngva og alls kyns kynjaverur verða á sveimi á svæðinu. Þrettánda- brennan verður á sínum stað við Ægisgötu og boðið upp á heitt kakó til að ylja sér. Í lok dagskrár verða jólin kvödd að hætti Björgunarsveitarinnar Suðurnes með glæsilegri flugeldasýningu. Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Leikfélag Keflavíkur, Skátafélagið Heiðabúar, Björgunarsveitin Suðurnes og lúðrasveit Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar taka þátt í dagskránni. Heimskonur hittast reglulega í Bókasafninu,  fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 12.00.  Heimskonur er hópur fyrir konur af erlendum uppruna sem vilja hittast og eiga saman notalega samverustund. Hópurinn er einnig opinn konum af íslenskum uppruna. BÓKASAFNIÐ 7. JANÚAR Laugardagshittingur Heimskvenna Eftir viðburðarríkan desember fögnum við nýju ári og kveðjum jólin með hefðbundnum hætti þann 6. janúar. Þrumandi þrettándagleði verður haldin með blysför frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði við Hafnargötu 12. Þar tekur við dagskrá undir stjórn Grýlu og þrettándabrenna þar sem hægt verður að ylja sér með heitt kakó. Púkar og allskyns kynjaverur verða á sveimi. Að þrettándagleði lokinni tekur rútínan við og fastir viðburðir verða á sínum stað að nýju. Þar ber helst að nefna vinnustofu Krakkaklúbbs Listasafns Reykjanesbæjar sem verður í lok janúar ásamt gjörningum. Einnig eru fastir liðir í Bókasafninu og má þar nefna foreldramorgna, heimskonuhitting, notalega sögustund og leshring. Njótum hversdagsleikans í janúar með gleði í hjarta. Foreldramorgnar eru í Bókasafni Reykjanesbæjar alla fimmtudags- morgna frá klukkan 11.00- 12.00. Notalegar stundir foreldra og ungbarna í hverri viku. Við hittumst í barnadeildinni á efri hæð safnsins. BÓKASAFNIÐ Í JANÚAR Foreldramorgnar Notalegt spjall Laugardaginn 28. janúar klukkan 11.30  verður Notaleg sögustund í Bókasafni Reykjanesbæjar. Halla Karen les upp úr bókinni um Rauðhettu og syngur nokkur lög með. Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin! BÓKASAFNIÐ 28. JANÚAR Notaleg sögustund með Höllu Karen Gjörningar þeirra Vena Naskrecka og Michael Richardt munu standa yfir allt sýningartímabil You Are Here / Jestes tutaj / Du er her / Þú ert hér. LISTASAFNIÐ Í JANÚAR Gjörningar í Listasafninu vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM // 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.