Víkurfréttir - 15.02.2023, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 15.02.2023, Blaðsíða 2
„Starfsfólk í Kölku sem sinnir sím- svörun er að bugast undan dóna- skap og djöflagangi vegna þessa ástands. Það er þó líka heilmikið um jákvæð samskipti, t.d. við íbúa sem koma með yfirfallið sitt í Helguvík eða á móttökustöðvar í Grindavík og Vogum. Stór hluti íbúanna á svæðinu sér ekkert at- hugavert við að sorphirða gangi úr skorðum við aðstæður eins og nú eru. Við sem sinnum sam- skipunum við verktakann getum ekki séð hvað við hefðum getað gengið lengra í því að þrýsta á um úrbætur,“ segir Steinþór Þórðarson, framkvæmdastjóri Kölku í svari til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ. Á fundi þeirra 17. janúar lögðu bæj- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram spurningar um verklag við sorphirðu en hún hefur farið úr skorðum í óveðri sem hefur geysað reglulega síðustu vikurnar. „Þetta ástand er á landinu öllu og enginn sorphirðuaðili hefur verið með umframgetu í sínu kerfi til þess að koma og hjálpa okkur. Fjallað hefur verið um þetta í stjórn Kölku og vafalaust verður það gert aftur á næsta fundi. Ef stjórnin telur að annað starfsfólk hefði komist lengra með að knýja fram meiri afköst í losun þá gerir hún væntanlega ráð- stafanir í samræmi við það. Það hefur valdið mér miklum heila- brotum að heyra starfsfólk segja að það hafi verið á ferðinni í sínum frí- tíma að taka myndir af aðstæðum „til þess að geta varið sig“ fyrir árásum íbúa. Þegar ástandið er orðið svona og Virkur í athugasemdum orðinn ofvirkur á samfélagsmiðlum þá þarf sannleikurinn oft að víkja fyrir „betri sögu“. Þannig höfum við sent fólk út að skipta um tunnur sem átti að vera auðvelt að ganga að en svo komið í ljós að þær voru undir snjóskafli. Á fundum mínum með bæði stjórn og verktakanum hef ég verið að viðra hugmyndir um hvernig hægt sé að takast á við svona ástand. Ein hug- mynd er t.d. að velja nokkra fjölfarna staði í bæjunum og koma þangað gámum og auglýsa þá. Þannig gæti fólk komið þeim úrgangi sem það er í vandræðum með án þess að þurfa að keyra alla leið í Kölku. Það koma aftur jól, ófærð og flensur. Þeir sem þurfa að takast á við það munu ekki verða með nein úrræði. Það stefnir ekki í offramboð á sorphirðubílum og starfsfólki til að manna þá. Íbúar á svæðinu munu aldrei kjósa þá leið að borga fyrir þjónustuna það verð sem myndi kosta að hafa inn- viði og mönnun miðaða við verstu aðstæður sem upp hafa komið í áratugi. Í mínum huga er því ekki annað í boði en að huga að mildandi aðgerðum fyrir íbúa, eins og að færa gáma undir yfirfallið nær þeim þegar svona aðstæður koma upp,“ segir Steinþór ennfremur í svari sínu. Þar kemur einnig fram að tafir hafi mest verið komnar í tvær vikur og þá gæti verið mánuður frá síðustu losun. Hann bendir á að auk óveðurs séu fleiri ástæður fyrir lakari sorp- hirðu, bilanir í bíl verktaka og þá hafi langdregnar flensur haft áhrif á mönnun hjá verktaka. Komið hafi upp dæmi þar sem aðeins einn los- unarbíll hafi verið í gangi en iðulega séu þeir tveir eða þrír. „Á móti má þá spyrja hvort það séu ekki eðlilegar væntingar til verktakans að hann bæti í losun, lengi losunardagana, vinni um helgar og jafnvel bæti við bílum og teymum,“ segir í svari hans en þar er einnig bent á að hluti skýringanna sé að sorphirðumenn hafi ekki alltaf komist að tunnunum vegna snjós og klaka. FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Orlofshús VSFK Páskar 2023 Opnað hefur fyrir páskaumsóknir inn á orlofssíðum VSFK vsfk.is (grænn takki merktur Orlofsvefur) eða orlof.is/vsfk Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana: 3 hús í Svignaskarði 1 hús í Húsafelli (hundahald leyft) 2 hús í Ölfusborgum 4 hús við Syðri Brú (Grímsnesi) (hundahald leyft í húsi nr.10) 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 5. apríl til og með miðvikudagsins 12. apríl 2023. Félagsmenn fara inn á www.orlof.is/vsfk og skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum, fylla skal út páskaumsókn þar með allt að fjórum valmöguleikum. Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is og smella á Orlofsvefur (grænn takki) Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 miðviku- dagsins 1. mars 2023. Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi. Umsóknir fyrir sumarið 2023 opna 8. mars og verða opnar til 30.mars. Orlofsstjórn VSFK Menningar- og atvinnuráð Reykja- nesbæjar óskar starfsfólki Hljóma- hallar til hamingju með viðurkenn- inguna Gluggann. Hljómahöll hlaut verðlaunin og viðurkenninguna á Degi íslenskrar tónlistar sem haldinn var hátíðlegur í Hörpu þann 1. desember 2022 en þar voru veitt verðlaun fyrir einstakl- inga og hópa sem þykja hafa lagt lóð á vogarskálar í að efla íslenskt tónlistarlíf undanfarin misseri. Verðlaunin hlaut Hljómahöll fyrir að halda úti heimili íslenskrar tónlistar í Reykjanesbæ með hug- myndaríku safni og fjölbreyttri tón- listardagskrá undanfarin ár. Menningar- og atvinnuráð leggur áherslu á að áfram verði lögð rækt við tónlistararf Reykjanesbæjar í takt við menningarstefnu Reykja- nesbæjar sem hefur að leiðarljósi að menningin fái tækifæri til að vaxa og blómstra sem lifandi afl í sam- félaginu með fjölbreyttum og fram- sæknum menningarstofnunum, sem efla bæjarbrag, auka víðsýni, auðga mannlíf og efnahagslega framþróun Reykjanesbæjar, segir í afgreiðslu ráðsins. Áfram verði lögð rækt við tónlistararfinn Viðgerðir á Myllubakkaskóla og Holtaskóla í Reykjanesbæ vegna myglu- skemmda gætu kostað sjö milljarða á þremur árum. Þetta kemur fram í viðtali við Friðjón Einarsson, formann Bæjarráðs Reykjanesbæjar í Morgunblaðinu. Sérstök nefnd fylgir myglumálum eftir. Föstum verkferlum er fylgt við hvert mál sem kemur upp. Friðjón segir að helstu ástæður rakaskemmda séu skortur á viðhaldi og ekki nógu mikið eftirlit með byggingum. Ákveðið hefur verið að ráðast í um- fangsmiklar endurbætur í Holta- skóla. Til þess að flýta fyrir fram- kvæmdum og til að tryggja nem- endum og starfsfólki heilsusamlegt vinnuumhverfi munu 8.–10. bekkir skólans hafa tímabundið aðsetur í Hljómahöll og Tónlistarskólanum út þetta skólaár. Holtaskóli mun nýta salina Merk- ines og Berg ásamt kennslustofum í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Áfram verður óbreytt starfsemi í Stapa og hægt að bóka hann undir hvers konar viðburði. Þá verður Rokksafn Íslands áfram opið en opnunartími safnsins er frá kl. 11:00 til 18:00. Starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar helst einnig óskert. Á myndinni með fréttinni má sjá starfsfólk tónlistarskólans undirbúa salinn Berg fyrir kennslu. VF-mynd: JPK Unglingastig Holtaskóla flyst tímabundið í Hljómahöll Kostar sjö milljarða Starfsfólk í Kölku sem sinnir símsvörun er að bugast undan dónaskap og djöflagangi. Veikindi meðal sorphirðumanna og erfiðar vetraraðstæður helstu ástæður tafa á sorphirðu. Settir verði upp gámar á fjölförnum stöðum þegar sorphirða fer úr skorðum Ein hugmynd er t.d. að velja nokkra fjölfarna staði í bæjunum og koma þangað gámum og auglýsa þá. Þannig gæti fólk komið þeim úrgangi sem það er í vandræðum með án þess að þurfa að keyra alla leið í Kölku. Páll Ketilsson pket@vf.is FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS 2 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.