Víkurfréttir - 15.02.2023, Blaðsíða 9
„Við sáum fljótt að til að gera eitt-
hvað almennilegt í þessu, að þá
yrðum við að tækla Pólverjana sér-
staklega,“ segir Ásgeir R. Helgason,
dósent í sálfræði við Háskólann í
Reykjavík og sérfræðingur hjá
Krabbameinsfélaginu en athyglis-
vert verkefni hófst í fyrra þegar sjö
þingmenn Suðurkjördæmis, lögðu
fram þingsályktunartillögu um að
fela heilbrigðisráðherra að gera
samning við Krabbameinsfélag
Íslands, um rannsókn á nýgengi
krabbameina á Suðurnesjum sam-
anborið við aðra landshluta.
Niðurstaða rannsóknarinnar var á
þann veg að vissar tegundir krabba-
meina væru algengari á Suðurnesj-
unum en annars staðar. Þau krabba-
mein voru öll lífsstílstengd og þar
vega reykingar mest. Við nánari
skoðun kom í ljós að reykingar eru
algengari hjá þeim útlendingum sem
hafa flust til Íslands en hjá Íslend-
ingum og því ákvað Krabbameinsfé-
lagið að bjóða Reykjanesbæ upp á
sína þjónustu en fjölmargir útlend-
ingar frá austantjaldslöndunum hafa
sest að á Suðurnesjum undanfarin
ár og áratugi. Pólverjar eru flestir
úr þessum hópi útlendinga og búa
auðvitað víðsvegar um landið og því
munu líklega fleiri sveitarfélög nýta
sér þessa þessa þjónustu Krabba-
meinsfélagsins.
Reykingamálaráðunautur
Ásgeir skýrði út leikskipulagið sem
var sett upp. „Við sáum fljótt að til
að gera eitthvað almennilegt í þessu,
að þá yrðum við að tækla Pólverjana
sérstaklega. Við vorum svo heppin
að hafa pólskan félagsráðgjafa hjá
okkur í Krabbameinsfélaginu og við
tvö fórum í að setja upp prógramm
og auglýsa eftir aðilum sem vildu
gerast „reykingamálaráðunautur“ hjá
okkur, þ.e. að hjálpa öðrum að geta
hætt að reykja. Við höfum stundað
þetta með Íslendinga árum saman og
gengið vel en töldum að til að geta
náð til Pólverjanna, þyrftum við að
finna pólskumælandi ráðunauta.“
Aneta Scislowicz frá Póllandi
svaraði kallinu en hún er með
diplóma gráðu í fíknimeðferðum
og líklega var ekki hægt að finna
betri aðila því hún talar mjög góða
íslensku og ensku. „Ég er tónlistar-
meðferðar-sérfræðingur [art/music
therapist] með MA meistaragráðu
en því miður þekkist það ekki hér
á Íslandi og því hef ég ekki getað
nýtt mér þá menntun fyrr en núna.
Ég er lærð ljósmóðir, vann líka sem
svæfingarhjúkrunarkona á kven-
sjúkdómasjúkrahúsi og á heilsuhæli
í Póllandi, sérhæfði mig í slökun.
Þetta síðastnefnda nýtist mér mjög
vel í þessu nýja starfi fyrir Krabba-
meinsfélagið.“
Einn dagur í einu
Joanna Repa er ein þeirra sem hefur
notið ráðgjafar Anetu og ber henni
vel söguna. „Ég var búinn að reyna
hætta einu sinni og bindindið varði
í tvær vikur. Nú er ég búin að vera
hætt í fjórar vikur og tvo daga og
mér gengur miklu betur. Aneta hefur
hjálpað mér mjög mikið en ég tek
þetta einn dag í einu. Ég minnkaði
hægt og bítandi reykingarnar á
hverjum degi og viðurkenni alveg
að þegar styttist í að ég mætti ekki
reykja neina sígarettu að þá kveið
mér fyrir en það hefur gengið, ég
hef verið reyklaus núna í rúmar
fjórar vikur. Ég er auðvitað að nýta
mér nigótíntyggjó og plástra til að
byrja með en ég hef fulla trú á að ég
muni ná að hætta núna. Ég met lífið
of mikið til að vera eitra svona fyrir
mér og hvet alla sem eru að spá í að
hætta, að nýta sér þessa þjónustu
Krabbameinsfélagsins,“ sagði Joanna
að lokum.
Þess ber að geta að meðferðin
er ókeypis og hægt er að panta
hjá Anetu á þessu tölvupóstfangi;
aneta@krabb.is.
Sumar tegundir krabbameina
algengari á Suðurnesjum
Tónlistarmeðferðar-sérfræðingur frá Póllandi hjálpar
löndum sínum og öðrum að hætta að reykja.
Pólverjar „tæklaðir“ sérstaklega
Bláa lónið styrkir Vísinda sjóð Krabba meins fé lagsins
Í ár studdi Bláa lónið Krabba-
meinsfélagið með þátttöku í átaks-
verkefnunum Mottumars og Bleiku
slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti
af sölu sturtugels Bláa Lónsins
í mars og varasalvans í október,
til Vísindasjóðs Krabbameinsfé-
lagsins.
Að þessu sinni söfnuðust
4.300.000 króna og hefur Helga
Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá
Bláa Lóninu, afhent Krabbameinsfé-
laginu þá upphæð. Bláa Lónið hefur
veitt stuðning við verkefni Krabba-
meinsfélagsins allt frá árinu 2015.
„Átaksverkefni Krabbameinsfé-
lagsins eru mikilvæg samfélags-
verkefni sem við hjá Bláa Lóninu
erum stolt af að taka þátt í. Það er
okkur sönn ánægja að geta veitt fjár-
stuðning sem þennan, enda mikil-
vægt að styðja við og efla íslenskar
rannsóknir á krabbameinum. Vís-
indasjóður Krabbameinsfélagsins
vel til þess fallinn að halda utanum
um þær,“ segir Helga Árnadóttir
framkvæmdastjóri sölu- markaðs og
vöruþróunarsviðs Bláa lónsins.
„Stuðningur Bláa lónsins hefur
verið okkur mjög mikilvægur. Stuðn-
ingurinn gerir okkur kleift að styðja
við enn fleiri rannsóknir til að ná
sem mestum árangri í baráttunni
við krabbamein á Íslandi.“ segir Árni
Reynir Alfredsson, forstöðumaður
fjáröflunar- og markaðsmála hjá
Krabbameinsfélaginu.
Um Vísindasjóð
Krabbameinsfélagsins:
Tilgangur sjóðsins er að efla ís-
lenskar rannsóknir á krabbameinum,
meðal annars með því að styrkja
með fjárframlögum rannsóknir á
orsökum krabbameina, forvörnum,
meðferðum og lífsgæðum sjúklinga.
Vísindasjóður Krabbameinsfé-
lagsins hefur frá 2017 til 2022, veitt
71 styrk, alls 384 milljónir króna, til
41 rannsókna og hefur Bláa lónið
verið einn af helstu stuðningsað-
ilum sjóðsins allt frá stofnun hans
árið 2015.
Ásgeir R. Helgason frá Krabbameinsfélaginu með þeim
Anetu Scislowicz og Joanna Repa. VF-mynd/Sigurbjörn
Helgu Árnadóttir, framkvædastjóra hjá Bláa lóninu, og Árni Reynir Alfredsson,
forstöðumaður fjáröflunar- og markaðsmála hjá Krabbameinsfélaginu.
borgarsvæðinu verið búið að hækka
mikið og fólk þar sá sér tækifæri á að
geta selt litlu íbúðina í blokkinni og
keypt sér flott einbýlishús í bæ ekki
svo langt frá höfuðborginni. Ég er
sannfærður um að þetta muni bara
aukast á næstunni og því verði fast-
eignamarkaðurinn hér á Suðurnesj-
unum áfram blómlegur,“ segir Palli.
Blikur á lofti með
hækkandi stýrivöxtum
Síðasta sumar var gerð töluverð
breyting á fasteignamarkaðnum
þegar Seðlabankinn setti takmark-
anir á lánveitingu þar sem fyrstu
kaupendur fóru úr 90% fjármögnun
niður í 85% og aðrir aðilar fóru úr
85% niður í 80%. Palli er ekki sáttur
við allar þessar breytingar. „Ásamt
þessu var hert til muna hvað hlut-
fall ráðstöfunartekna fyrir lántöku
skuli vera og þetta hefur haft mikil
áhrif, sérstaklega fyrir dýrari eignir.
Fyrstu kaupendur fóru af mark-
aðnum í stórum stíl þar sem uppá
vantaði 5%, að mínu mati var þetta
ekki góð aðgerð fyrir íbúðakaup-
endur og hefði ég viljað sjá láns-
hlutfallið óbreytt þó svo að viðmið
við greiðslugetu væri breytt. Einnig
hefði ég frekar vilja sjá á móti að
aðilar gætu bara verið með fast-
eignalán á einni eign, það hefði líka
hjálpað til þannig að það væru ekki
aðilar i fjárfestingum að keppast við
fyrstu kaupendur. Einnig var sárt að
sjá með þessum breytingum að það
var töluvert af aðilum sem voru að
ná upp fjármagni eftir að hafa lent
illa í bankahruninu og þau voru að
kaupa eignir en þessar aðgerðir slóu
þau niður. Stanslausar stýrivaxta-
hækkanir hafa síðan gert fólk hrætt
og aukið gríðalega á greiðslubyrðina
hjá þeim sem völdu eða vildu velja
óverðtryggð lán með breytilegum
vöxtum. Almenna reglan er að Ís-
lendingar gleyma á tveim vikum en
það hefur ekki verið. Markaðurinn
hefur hins vegar verið nokkuð
góður frá því seint í haust og fínar
sölur farið fram, sérstaklega á Suður-
nesjum og fólk er að leita frá höfuð-
borgarsvæðinu. Atvinnulífið á Suð-
urnesjum er orðið nokkuð sterkt og
með þessari fjölgun á ferðamönnum
er bara bjartsýni á svæðinu. Ég
minntist á óverðtryggðu lánin en
eðlilega hækka þau þegar stýrivextir
hækka en að mínu mati eru þau
margfalt vitulegri en verðtryggðu
lánin. Verðtryggð lán eru að mínu
mati glapræði og hrein eignaupp-
taka. Eigið fé brennur upp og ef við
setjum dæmið upp þannig að aðili
sem tók 90% lán fyrir ári síðan og
húsnæðisverðið hefur lítið hækkað,
eignin getur orðið 10% yfirveðsett í
þeirri verðbólgu sem er í dag að ári
liðnu. Þetta er agalegt fyrir ungar
fjölskyldur sem þurfa að stækka
við sig þegar fjölskyldumeðlimum
fjölgar. Því hvet ég alla mína kaup-
endur til að spá mjög vel í þessi mál
áður en skrifað er undir.“
Breytingar á
fasteignasöluferlinu?
Palli myndi vilja sjá allt ferlið við
að kaupa fasteigna, vera rólegra og
yfirvegaðra. „Mér hefur oft þótt vera
allt of mikill asi á öllu í kringum fast-
eignaviðskipti, eign er varla komin á
sölu áður en búið er að ganga frá sölu
á henni. Kaupandinn skoðaði varla
eignina og getur lítið sem ekkert gert
ef upp koma gallar. Ég myndi vilja
sjá lögin okkar breytast varðandi
þessi mál, t.d. að óháður fagaðli taki
eignina út. Ég er ekki byggingarverk-
fræðingur og þó svo að ég sé búinn
að læra ansi mikið á þessum árum
þá er ég ekki fagaðili þegar kemur
að þessum málum. Ein hugmyndin
er að það þurfi einfaldlega að halda
úti viðhaldsbók um fasteignina eins
og við þekkjum þegar kemur að
bílnum okkar sem er með smurbók.
Ég hvet alla mína viðskiptavini til að
skoða viðkomandi eign mjög vel því
ábyrgðin er nánast öll hans/hennar.
Ég hef áður komið inn á að ferlið
er að breytast en í dag þurfa seljandi
og kaupandi varla að hittast, ég sýni
eignina og þegar um semst þá geta
báðir aðilar kvittað undir rafrænt.
Það eru breyttir tímar í þessu og ég
tek þeim breytingum með jákvæðni
en mun kappkosta áfram að gefa
kúnnanum kost á að kíkja til okkar
í spjall.
Hvað varðar framtíðina þá hef ég
áfram mjög mikla trú á þessu svæði.
Fólk mun halda áfram að flykkjast
hingað frá höfuðborgarsvæðinu en
það er mikil uppbygging á Reykja-
nesinu í uppsiglingu, fiskeldið mun
stækka á næstunni og Ísland mun
bara halda áfram að vaxa og dafna
sem ferðamannastaður. Þegar fólk
vill flytja á ákveðinn stað þá leiðir
það til eftirspurnar eftir húsnæði og
þegar eftirspurn er fyrir hendi þá
hækkar verðið, það er einfalt lögmál
sem mun aldrei breytast,“ sagði Palli
að lokum.
„Ég var viss um að Reykjanesbær væri
spennandi kostur og sá hér fullt af
tækifærum. Við ákváðum strax að fara
öðruvísi leið en hafði tíðkast en við
sýnum sjálf allar eignir“
8 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM // 9