Víkurfréttir - 15.02.2023, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 15.02.2023, Blaðsíða 8
„Þegar fólk vill flytja á ákveðinn stað þá leiðir það til eftirspurnar eftir húsnæði og þegar eftirspurn er fyrir hendi þá hækkar verðið, það er einfalt lögmál sem mun aldrei breytast,“ segir Páll Þor- björnsson, eigandi Allt fasteigna en hann er með bakgrunn í fiski og fiskeldi en fór í fasteignasölu. Palli eins og hann er venjulega kallaður, hefur búið í Grindavík síðan 2004 en hann er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann eignaðist tvö börn með konu þaðan en er í dag kvæntur Grindvíkingnum Jenný Rut Guðjónsdóttur og eiga þau þrjú börn saman. Áhugamálin hafa snúist um bíla og golf en í dag keyrir hann fjórhjólið sitt af fullum krafti ásamt hópi fólks frá Suður- nesjunum. Eins er hann að draga golfkylfurnar fram aftur en hann náði draumahögginu á Húsatóftavelli árið 2006, fór sem sagt holu í höggi. „Ég er fæddur árið 1979 í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp. Það var frábært að alast upp í Eyjum og ég er ekki frá því að samfélagið þar sé keimlíkt samfélaginu í Grindavík. Fjölskyldan fluttist síðan í Reykjavík þegar ég var fjórtán ára og þó svo að mér hafi liðið vel þar þá fann ég fljótt að þetta var ekki eins og smá- borgarinn togaði í mig svo ég flutti aftur til Eyja nokkrum árum seinna, bjó fyrst hjá mági mínum en systir mín var þá í námi í Reykjavík. Svo fór ég að leigja sjálfur og í minn- ingunni var íbúðin nett partýgreni. Ég var held ég týpískur Eyjapeyi, aðhylltist fljótlega sjómennsku og stundaði hana á milli þess sem ég byrjaði í skóla og hætti, því ég fann ekki almennilega hvað ég vildi verða. Ég hafði náð mér í vélstjóramenntun og var svo kominn á það að fara í Stýrimannaskólann en var að glíma við bakmeiðsli svo ég hætti við það. Skráði mig í staðinn í fiskeldisfræði í landbúnaðarháskólanum að Hólum í Hjaltadal og kláraði það nám. Ég var að spá í að taka Sjávarútvegsfræðina í framhaldinu og hóf námið en fékk þá spennandi atvinnutilboð.“ Fjör í fiskeldi Fiskeldið átti hug Palla næstu árin og var ástæða þess að hann fluttist til Grindavíkur. „Mér bauðst starf hjá Samherja sem hafði hafið fisk- eldi úti á Stað nokkrum árum fyrr. Ég þurfti því að flytja til Grinda- víkur og sé ekki eftir því, þar er gott að búa og eins og áður sagði, keimlíkt Vestmannaeyjum. Ég kunni strax vel við mig hjá Sam- herja, fékk þarna gott tækifæri og mikla reynslu, við vorum mest í laxi í byrjun en færðum okkur svo yfir í bleikjuna. Ég var í þessu í fjögur ár en vildi þá breyta til, fannst ég vera kominn á endastöð í svona fiskeldi og réð mig í kynbótaeldisstöð í þor- skeldi, var stöðvarstjóri hjá Icecod. Var önnur fjögur ár þar og sótti svo um hjá norska stórfyrirtækinu Stolt en þeir voru á þeim tíma byrjaðir í hönnun á stóru fiskeldi á Reykja- nesinu. Ráðningarferlið var langt og strangt, tók níu mánuði með fjórum atvinnuviðtölum og á endanum fékk ég starfið. Það var mjög skemmtilegt, ég tók þátt í hönnuninni á stöðinni, fór í starfsnám til Frakklands og Spánar en sú fisktegund sem við vorum mest að vinna með hjá Stolt var Sólflúra sem er flatfiskur. Tíminn hjá Stolt var mjög lærdómsríkur en þetta er stórt alþjóðlegt fyrirtæki og mjög mikill agi yfir öllu. Ég sá bara um mína deild en hér á Íslandi er framkvæmdastjórinn allt að því farinn að skúra, allir að vasast í öllu má segja. Ég held að íslenskt at- vinnulíf megi alveg taka sér svona vinnubrögð til fyrirmyndar. Önnur fjögur ár fóru í þennan kafla míns lífs en nýir tímar og ný tækifæri komu,“ segir Palli. Okkar maður fór úr fiskeldinu í fasteignasölu og kann vel við sig þar. „Ég réð mig fyrst sem verkstjóra hjá Vísi í Grindavík en fann fljótlega að fiskikaflanum í mínu lífi var lokið en ég hafði stofnað Allt fasteignir með pabba árið 2009. Hann rak söluna fyrstu árin og ég var á kant- inum en á þessum tímapunkti þegar ég vildi skipta um starfsvettvang og pabbi að verða kominn á eftir- launaaldurinn, lét ég slag standa og dreif mig strax í löggildinguna. Við höfðum opnað útibú í Grindavík árið 2014, fengum Dagbjart Willar- dsson til að stýra því og það gekk mjög vel. Ég ákvað að leyfa honum að sjá um það og vildi opna annað útibú í Keflavík. Það tók smá tíma að finna húsnæði og við Hafnar- götu 91 í Reykjanesbæ höfum við verið allar götur síðan 2017. Erum eiginlega búin að sprengja húsnæðið utan af okkur en hér líður okkur vel. Fasteignasalan á landsbyggðinni er þannig að fólk vill kíkja í kaffi og spjalla en hvort hún muni breytast í framtíðinni vegna meiri rafræn- ingar skal ósagt látið en það kæmi mér ekki á óvart. Ég var viss um að Reykjanesbær væri spennandi kostur og sá hér fullt af tækifærum. Við ákváðum strax að fara öðruvísi leið en hafði tíðkast en við sýnum sjálf allar eignir. Hér áður fyrr var hringt í eigandann og honum sagt að það væri fólk að koma að skoða. Auðvitað var þetta erfitt í byrjun þar sem ég þekkti engan og man eftir að hafa tekið rúnt í tvo tíma um Reykjanesbæ með Ólafi Arnars- syni vini mínum úr Garðinum sama dag og ég opnaði, til að kynnast stað- háttum. Ég þekkti ekkert til, hvorki í Keflavíkurhluta Reykjanesbæjar né Njarðvík en starf fasteignasalans snýst mjög mikið um tengsl, það tók tíma að mynda þetta tengslanet en það hefur komið hægt og örugg- lega. Ég kappkosta að sinna mínum kúnnum mjög vel og ef kúnninn er ánægður þá eru meiri líkur á að hann mæli með mér. Ég hef verið heppinn með starfsfólk og það eina sem ég bið þau um, að þau sinni kúnnanum mjög vel,“ segir Palli. Lokað í Hafnarfirði, opnað í Mosfellsbæ Þegar Palli keypti pabba sinn út árið 2018 ákvað hann að loka útibúinu í Hafnarfirði og opnaði svo nýtt útibú í Mosfellsbæ árið 2021. „Það eru margar fasteignasölur á höfuð- borgarsvæðinu og eftir að vel hafði gengið í Reykjanesbæ, ákvað ég að loka útibúinu í Hafnarfirði og opna í Mosfellsbæ, er var samt með litla skrifstofu í Ármúla. Ástæða þess að ég vildi opna í Mosfellsbæ er einföld, þetta er ennþá bæjarfélag þótt sumir líti á þetta sem úthverfi höfuðborgarsvæðisins. Þarna er þessi bæjarfélagastemning eins og í Reykjanesbæ, okkur hefur gengið mjög vel í Mósó. Vissulega langt á milli starfsstöðva en ég næ að sam- nýta ýmislegt, skjalagerðardeildin er þar en svo er fasteignasalan meira og meira að færast yfir í rafrænt, í dag kvittarðu undir rafrænt og þarft ekki að mæta á skrifstofuna og þá skiptir engu máli hvar starfsfólkið er að vinna. Á höfuðborgarsvæðinu er kúnninn nánast hættur að mæta á fasteignasöluna, ég vil halda áfram í þennan bæjarbrag, að geta tekið spjallið við kúnnann, nándin við kúnnann er mikilvæg að mínu mati.“ Veisla rétt fyrir heimsfaraldur Fasteignamarkaðurinn fór á flug árið 2019 og var um hálfgerða veislu að ræða hjá fasteignasölum, allt seldist og það fljótt. „Markaðurinn tók mikinn kipp árið 2019 en þá voru stýrivextir lágir og bankarnir fóru meira að bjóða upp á óverðtryggð lán. Það var mjög mikið að gera það ár en svo hægðist á öllu þegar COVID-ið skall á og sérstaklega fóru Suðurnesin illa út úr því þar sem atvinnuleysið var hvergi meira en þar. Keflavíkurflugvöllur er risa- stór vinnustaður og margir lentu í atvinnuleysi og eðlilega er fólk ekki í fjárfestingarhugleiðingum þá. Fast- eignamarkaðurinn hér fór í hálfgert frost, sérstaklega voru einbýlishúsin í kuldanum en segja má að þau séu hægt og bítandi að þiðna. Um leið og COVID fór að linast þá einhvern veginn fór allt af stað aftur. Flug- félögin byrjuðu að fljúga, túristinn fór að mæta, bjartsýni landans jókst og þar með tók fasteigna- markaðurinn á Suðurnesjunum við sér. Hækkunin á húsnæðisverði var samt öfug má segja en venjulega byrja litlu eignirnar að hækka, svo miðlungseignirnar og að lokum ein- býlishúsin en þau tóku fyrst kippinn á þessum tíma. Þau áttu hann inni síðan á COVID-tímanum. Hækk- unin kom svo í verðminni eignirnar og um tíma var þetta hálf lygilegt, ég gaf upp verð en viku seinna var það búið að hækka um milljón! Á þessum tíma hafði fasteignaverð á höfuð- Úr fiskeldi í fasteignabransann „Suðurnesin munu halda áfram að vaxa og dafna,“ segir Páll Þorbjörnsson, fasteignasali Palli á skrifstofu sinni í Grindavík. „Ég var held ég týpískur Eyjapeyi, aðhylltist fljótlega sjómennsku og stundaði hana á milli þess sem ég byrjaði í skóla og hætti, því ég fann ekki almennilega hvað ég vildi verða“ Palli fyrir framan fasteignasöluna í Reykjanesbæ. VF-myndir/Sigurbjörn Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is 8 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.