Víkurfréttir - 15.02.2023, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 15.02.2023, Blaðsíða 12
Sagnastundir á Garðskaga eru við- burðir sem hafa fallið vel í kramið hjá fólki sem þær hefur sótt. Nú hefur viðburðurinn verið haldinn þrisvar sinnum á veitingastaðnum við byggðasafnið á Garðskaga og ávallt fyrir fullu húsi. Í fyrstu sagnastundinni komu varðskipsmenn af Óðni og kynntu endurbætur á þessu gamla varðskipi sem í dag er svokallað safnskip. Þeir komu aftur á aðra sagnastundina og sögðu þá frá björgunarafreki þegar flotkví sem var á reki í Atlantshafi var bjargað í aðgerð sem tók marga daga. Síðasta laugardag komu svo þrír gamlir skipstjórar og sögðu sögur af sjónum. Það voru þeir Ásgeir Magnús Hjálmarsson, Haf- steinn Guðnason og Magnús Guð- mundsson. Allir höfðu þeir frá skemmtilegum sögum og ævintýrum að segja. Næsta sagnastund verður laugar- daginn 11. mars kl. 15. Þá kemur Björn G. Björnsson leikmyndahöf- undur og segir frá risastóru kvik- myndaverkefni sem m.a. fór fram í Garðinum árið 1972 þegar sjón- varpsmyndin Brekkukotsannáll, um samnefnda sögu Nóbelsskáldsins Halldórs Laxnes, var tekinn upp í Garði. Verkefnið var umfangsmikið og komu margir Garðmenn að því á sínum tíma og fengu jafnvel auka- hlutverk í myndinni. Í apríl er síðan væntanleg frásögn frá stríðsárunum í Garði. Það eru æskufélagarnir Bárður Bragason frá Urðarfelli og Hörður Gíslason frá Sólbakka sem standa fyrir sagnastundunum í sam- starfi við veitingahúsið Röstina og Byggðasafnið á Garðskaga, sem er opnað sérstaklega fyrir gesti fyrir og eftir viðburðinn. Nemendur 5. bekkjar heimsóttu Björgunarsveitina Sigurvon í síðustu viku. Þar fengu þeir að að spyrja spurninga um störf sveitarinnar, máta hjálmana þeirra, prófa að sitja í björgunarsveitarbílnum og fara upp í björgunarbátinn. Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni. Kaupa ekki Rokkarann Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að Suður- nesjabær falli frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Rokkarinn GK 16. Erindi varðandi sölu fiski- skipsins, sem selst án allra veiði- heimilda, barst Suðurnesjabæ en samkvæmt lögum um stjórn fisk- veiða er sveitarfélagi þaðan sem skip er gert út boðinn forkaups- réttur fiskiskipa. Fulltrúar S-lista og Bæjarlistans lögðu sameiginlega fram bókun vegna Framtíðarsjóðs Sveitar- félagsins Garðs á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar. Í bókuninni segir: „S-listinn og Bæj- arlistinn leggja til að málefni Framtíð- arsjóðs Sveitarfélagsins Garðs verði sett á dagskrá í bæjarráði til frekari umræðu. S-listinn og Bæjarlistinn undrast að meirihlutinn hafi frestað umræðu um sjóðinn á síðasta bæjar- ráðsfundi í stað þess að vísa málinu áfram í ráðinu eins og fulltrúar S og O lista óskuðu eftir á fundinum. Full þörf er á að ræða tilgang sjóðsins og notagildi hans til framtíðar.“ B- og D- listi brugðust við bókun- inni með því að leggja fram eftir- farandi bókun: „Alltaf stóð til að halda umfjöllun á málinu áfram, enda var málinu frestað og alls ekki vísað frá. Við samþykkjum því að halda umræðu um málið áfram.“ Ungmennaráð Suðurnesjabæar vill lýsa yfir ánægju sinni með nýstofnaða handknattleiksdeild í Suðurnesjabæ. Afar ánægju- legt er að ný íþrótt sé í boði fyrir íbúa, segir í fundargögnum frá síðasta fundi nefndarinnar. Ungmennaráð leggur til að stutt verði við nýstofnaða hand- knattleiksdeild eftir bestu getu og þannig styðja við starfið þannig að það nái að vaxa og dafna fyrir framtíðina. Framtíðarsjóður Sveitarfélagsins Garðs áfram til umræðu FÖNDRA PERLUFESTAR FYRIR HÁLFA MILLJÓN DREKKA Í SIG SKEMMTILEGAR SÖGUR Á GARÐSKAGA Stutt verði við handknattleik í Suðurnesjabæ Heimsókn til Björgunarsveitarinnar Sigurvonar Eldri borgarar sem sækja félags- starf í Sandgerði hafa frá því í desember verið að dunda sér við að föndra perlufestar sem svo hafa verið seldar til stuðnings Krabba- meinsfélagi Suðurnesja. Í vikunni var afrakstur af sölunni, hálf milljó króna, afhent félaginu og tilkynnt um áframhaldandi samstarf. Það á sem sagt að perla meira og safna meiri fjármunum. Hannes Friðriksson, formaður Krabbameinsfélags Suðurnesja, sagði við þetta tækifæri að þessi fjár- öflun eldri borgara í Suðurnesjabæ væri bæði óvænt og ánægjuleg. Pen- ingarnir fari í styrktarsjóð félagsins. Hafi fólk áhuga á að kaupa perlu- festi og styrkja um leið Krabba- meinsfélag Suðurnesja, þá er opið hjá félagsstarfi aldraðra í Miðhúsum í Sandgerði alla virka daga frá kl. 10 til 16. Armbandið kostar 3500 krónur. Nánar er fjallað um armbanda- gerðina í Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Þátturinn er á Hring- braut á fimmtudagskvöld kl. 19:30. Sviðsmynd úr Brekkukotsannál sem reist var við Miðhúsasíkið. Mynd: Björn G. Björnsson Húsfyllir var á sagnastundinni sl. laugardag á Garðskaga. VF-myndir: Hilmar BragiMagnús Guðmundsson sagði m.a. frá draumförum sjómanna í erindi sínu. Frá sagnastun á Garðskaga þar sem sagðar voru sögur af sjónum. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Fjármála- og stjórnsýslusvið - Rekstrarfulltrúi Fjármála- og stjórnsýslusvið - Skjalavörður Garðasel - Leikskólakennari Stapaskóli - Þroskaþjálfi Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu? Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn Frá afhendingu á hálfri milljón til Krabbameinsfélags Suðurnesja. VF-myndir: Hilmar Bragi Ein af perlufestunum. SUÐURNESJABÆR Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is 12 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.