Víkurfréttir - 15.02.2023, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 15.02.2023, Blaðsíða 6
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Ökuskóli allra landsmanna Finndu næsta námskeið inn á www.aktu.is Allir réttindaflokkar Verkleg kennsla í boði víða um land Bókleg kennsla á netinu MEIRAPRÓF Fjarkennsla Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS Ja hérna hér. Nú er komið svo til inn í miðjan febrúar og tíðin er vægast sagt búin að vera hræðileg. Stóru línubátarnir hafa flúið norður í land og hafa verið að landa á Skaga- strönd, t.d Sighvatur GK með 228 tonn í tveimur róðrum og Páll Jónsson GK með 136 tonn í einum. Gísli Súrsson GK er í Breiðar- firðinum og hefur náð að komast í fimm róðra með 64 tonn. Af bátunum sem eru að landa á Suðurnesjunum þá hefur aðeins gefið á sjóinn í tvo daga þegar að þessi pistill er skrifaður. Margrét GK var með 23 tonn í tveimur róðrum, Óli á Stað GK með 14 tonn í tveimur, Daðey GK með 10,8 tonn og Sævík GK 9,9 tonn, Hópsnes GK með 8,4 tonn og Katrín GK með 3,4 tonn, allir eftir einn róður. Tveir færabátar náðu að fara í róður og voru báðir að veiðum við Garðskagavita og þar af leiðandi að veiða þorsk. Þetta voru Líf NS með 1,8 tonn í tveimur róðrum og Hafdalur GK með 434 kíló í einni löndun. Varla er nú hægt að segja að eitt- hvað meira líf sé hjá dragnótabát- unum. Þeir hafa líka aðeins komist í tvo róðra, t.d Siggi Bjarna GK með 26,6 tonn, Benni Sæm GK með 26,4 tonn og Aðalbjörg RE með 8,2 tonn. Hjá netabátunum þá er líka sama sagan, rétt svo komist í tvo róðra. Maron GK með 1,4 tonn í einni löndun, Grímsnes GK 11,7 tonn í einni og Erling KE með 7,2 tonn í tveimur róðrum. Halldór Afi GK var með 599 kíló í einni löndun. Ef við lítum á togaranna, þá er Sóley Sigurjóns GK með 243 tonn í tveimur túrum, landað á Siglufirði. Sturla GK með 113 tonn í þremur túrum, landað í Grindavík og Þor- lákshöfn. Jóhanna Gísladóttir GK með 90 tonn í einni löndun á Ísa- firði. Pálína Þórunn GK með 30 tonn í Hafnarfirði. Áskell ÞH með 28 tonn og Vörður með ÞH 24 tonn, báðir eftir eina löndun og báðir lönduðu í Grindavík. Svo já, þetta er svo til allt saman það sem af er febrúar. Sjaldan eða aldrei hefur tíðin verið jafn hörmuleg og hefur verið núna í febrúar og landanir bátanna vægast sagt skelfi- lega fáar. Spurning hvort þetta haldi áfram, í það minnsta þá er veiðin góð þegar bátarnir komast á sjóinn. Og til marks um það þá hafa ansi margir 29 metra togarar verið að toga rétt utan við Sandgerði við fjögurra mílna línuna, t.d Þinganes SF frá Horna- firði sem hefur landað 152 tonnum í tveimur róðrum í Þorlákshöfn en sem veitt var utan við Sandgerði. Svo jú, það er fiskur þarna fyrir utan en veðurguðirnir ekki á þeim skónum að gefa nein færi á að fara út og veiða. aflafrÉttir á SuðurNeSJuM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is TÍÐIN VÆGAST SAGT HRÆÐILEG! Þorrablót voru haldin á heimilum Hrafnistu í Reykjanesbæ, Hlévangi og Nesvöllum, á dögunum. Það var hátíðleg stemmning, súrmeti í trogum, þjóðlegar skreytingar og ljúf tónlist. Heimilisfólk tók virkan þátt í gleðinni og naut þess sem uppá var boðið. Það er einnig stutt í næstu gleði, því senn kemur Góa með öllu sem henni fylgir. Þorri blótaður á Hlévangi og Nesvöllum 6 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.