Víkurfréttir - 15.02.2023, Blaðsíða 4
Kristín Jónsdóttir, fagstjóri nátt-
úruvár á Veðurstofu Íslands, segir
að það kæmi ekki á óvart ef eldgos
yrði á Reykjanesskaganum á þessu
ári eða því næsta. Það sé líklegt að
endurtekin gos, eins og við Kröflu,
verði við Fagradalsfjall næstu árin.
Jarðskjálftahrina varð við Reykja-
nestá síðasta föstudagskvöld. Þor-
vald Þórðarson, eldfjallafræðing,
grunar að þar sé kvikuhreyfing
sem valdi jarðskjálftunum skammt
undan landi. Undir lok síðustu
Reykjaneselda, á árunum 1210 til
1240, gaus átta sinnum á Reykja-
nestánni.
„Mér finnst alveg eins líklegt að við
værum að horfa upp á endurtekin
gos eins og gerðist í Kröflu næstu
árin þarna við Fagradalsfjall. Við
skulum segja að það kæmi mér
ekkert á óvart að það yrði í ár eða
næsta ár,“ sagði Kristín Jónsdóttir,
fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu
Íslands, í samtali við Landann á RÚV
um síðustu helgi.
Kristín segir mikilvægast að skilja
þessa aðdraganda að eldgosum, því
við viljum vara við þeim. „Ég held
að við séum orðin frekar flink í því
að sjá þessa aðdraganda, bæði með
jarðskjálftamælingum og aflögunar-
mælingum sem er í rauninni bara
hvernig jarðskorpan er að bregðast
við því þegar kvika kemur upp í
þessa stökku skorpu og brýtur allt
og ýtir öllu til hliðar eða upp. Við
erum farin að þekkja þessi merki
ansi vel. Með líkanagerð getum við
séð hvernig kvikan er að troða sér
upp og hún þarf alltaf að gera þetta.
Það þarf alltaf að fá nýja kviku inn
í kerfið til þess að það verði eldgos.
Það er ekkert sem gerist allt í einu
um miðja nótt, heldur munum við
alltaf sjá þessa aðdraganda,“ segir
Kristín við RÚV.
Hún segir vísindamenn hafa lært
heilmargt á undangengnum eldsum-
brotum. „Við höfum lært til dæmis
það að eldgosin koma upp á stöðum
sem við bjuggumst ekki endilega við
því að fá eldgos. Eldgosið í Fagradals-
fjalli, þar sem ekki hafði gosið í sex-
þúsund ár, kom vísindamönnum á
óvart.“
Kristín segir að það sem virðist
vera að gerast að við erum að detta
inn í virknitímabil. Hún segir að
verðum að vera viðbúin því að fleiri
kerfi en þau sem við höfum séð
núna, Fagradalsfjall og Svartsengi,
séu að taka við sér. Kristín nefnið
þar Krísuvíkureldstöðin, Brenni-
steinsfjöll og Reykjanes. „Flest
eldgos á Reykjanesskaganum vitum
við að eru lítil gos og ég vona að það
verði líka þannig í framtíðinni, að
það verði viðráðanlegt. Auðvitað er
líka beygur ef það kemur upp hraun
á óheppilegum stað, þá er það ekkert
grín,“ sagði Kristín í viðtalinu.
Grunur uppi um kvikuhreyfingu
við Reykjanestá
Mestar líkur eru á því að eldsum-
brotatímabil sé hafið á Reykjanesi
og breyttur raunveruleiki blasi við.
Jarðskjálftahrina varð við Reykja-
nestá síðasta föstudagskvöld. Þar
hefur jörð verið að skjálfa nokkuð
reglulega undanfarna mánuði og
nokkrar hrinur eins og sú sem varð
á föstudagskvöld.
Þorvaldur Þórðarson, eldfjalla-
fræðingur, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í vikubyrjun að ef öskugos
kæmi upp á Reykjanestánni, þar sem
jarðskjálftahrina hófst á föstudag, sé
viðbúið að það hefði áhrif á starf-
semi Keflavíkurflugvallar.
Undir lok síðustu Reykjaneselda
hafi fylgt 30 ára tímabil þar sem
alls gaus átta sinnum á Reykja-
nestánni. „Mann grunar að það sé
kvikuhreyfing sem veldur þessari
hreyfingu eins og var fyrir helgi.
Þarna gaus reglulega á árunum 1210
til 1240,“ segir Þorvaldur.
Kæmi ekki á óvart að
það gjósi á þessu ári
Öryrkjar fá nú ókeypis aðgang
að Duus safnahúsum og Rokk-
safni Íslands en rekstaraðilar
þessara menningarstofnana
lögðu þetta fyrir Menningar- og
atvinnuráð Reykjanesbæjar sem
studdi tillöguna. Það var svo
staðfest á bæjarstjórnarfundi í
síðustu viku.
Öryrkjar frá
ókeypis í söfnin
Gjaldkeri í útibúi
í Reykjanesbæ
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með ríka þjónustulund
í starf gjaldkera og önnur þjónustuverkefni
í útibú Landsbankans í Reykjanesbæ.
Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar.
Nánari upplýsingar má finna á atvinna.landsbankinn.is
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við
fráfall elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu
GUÐRÍÐAR HELGADÓTTUR
Sérstakar þakkir færum við einstöku starfsfólki Selsins og D-deildar
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir hlýju og góða umönnun.
Sigurður G. Sigurðsson
Hildur Sigurðardóttir Steinþór Jónsson
Helgi Kjartan Sigurðsson Birna Björk Þorbergsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
FIMMTUDAG KL. 19:30
HRINGBRAUT OG VF.IS
Frá eldsumbrotum í Fagradalsfjalli vorið 2021. VF-mynd: Hilmar Bragi
4 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM