Víkurfréttir - 15.02.2023, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 15.02.2023, Blaðsíða 11
Erna Marsibil Sveinbjarnardóttir - minning Í Garðinum hvílir lítið t i m b u rh ú s s e m b e r nafnið Sjólyst. Húsið stendur á sjávarbakka við Gerðavörina, byggt 1890. Húsið hefur því séð tímana tvenna. Una Guð- mundsdóttir, stundum nefnd Völva Suðurnesja, bjó þar í liðlega hálfa öld. Fjölmargir hafa velvilja til Sjólystar, bæði vegna Unu og svo er húsið sjálft verðugur fulltrúi húsagerðar fyrri tíma. Svo var komið að húsið stóð höllum fæti, þurfti endursmíði. Hópur fólks tók saman höndum og myndaði Hollvinafélag um Unu og Sjólyst. Bæjarfélagið studdi vel við verkefnið, sem tók góðan áratug. Nú stendur húsið Sjólyst endurgert og þar er minning um Unu varðveitt og húsið sjálft sýningargripur. Erna Marsibil var formaður Hollvina 2013–2021 sem var endurgerðar- tími hússins. Þar naut verkefnið einstakrar handleiðslu. Erna þaulvön stjórnun sem skólastjóri og kunni á kerfi regluverks og fjármögnunar. Hún var þolinmóð, ráðagóð og fylgin sér frá upphafi verks til loka. Eftir að framkvæmdum lauk og Hollvinir tóku við rekstri hússins hefur verið efld þar menningarstarfsemi, sem Erna leiddi á veg. Endurgerð hússins og endurvakning menn- ingarstarfs í Sjólyst er því jafnframt minnisvarði um velvilja og dugnað Ernu Marsibil Sveinbjarnardóttur. Hollvinir áforma að hafa svolítinn minningarstað í húsinu um Ernu sem þakklæti fyrir að menningar- húsið Sjólyst er nú ferðafært til minnis um svo margt sem þar var. Megi Erna Marsibil í friði fara, minning um starf hennar lifir í menningarlífi Sjólystar. Stjórn Hollvina Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst. Vikuna 6.–10. febrúar fengu nem­ endur í 7., 8. og 10. bekk í Reykja­ nesbæ fræðslu um m.a. kynímynd, kynvitund, kynheilbrigði, sam­ skipti kynja, mörk og kynferðislegt ofbeldi. Nýtt teymi (forvarnarteymi) tók til starfa á síðasta ári í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar. Teymin starfa samkvæmt þings­ ályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025. Markmið teym­ anna er að tryggja að öll börn á grunnskólaaldri fái fræðslu. Teymin hafa verið að kortleggja og skipuleggja þá fræðslu í vetur í samræmi við alþjóðleg markmið UNESCO um kynfræðslu og kennslu á kynheilbrigði. Afrakst­ urinn birtast í bekkjarnámskrám skólanna á næsta skólaári. Undanfarin þrjú ár hefur Reykja­ víkurborg í samstarfi við nem­ endur og sérfræðinga útbúið flott efni fyrir unglinga sem er í takt við þetta. Árlegt átak er í sjöttu viku hvers almanaksárs. Fleiri skólar og sveitarfélög hafa slegist í hópinn og tekið þetta efni sérstaklega fyrir í Viku6. Allir skólarnir í Reykjanesbæ tóku þátt í Viku6 í ár. Tímarnir voru að einhverju leyti samræmdir milli skóla. Nemendur flestir spenntir og ánægðir með kennsluna og kenn­ urum sem tóku þátt finnst almennt vel hafa tekist til. Skólarnir fengu veglegan styrk frá Reykjanesapóteki sem lagði til smokka fyrir alla nemendur á unglingastigi. Einnig fengum við banana frá Nettó og auka smokka frá Blush til að prófa í tíma að setja smokk á. Við þökkum þessum fyrirtækjum kærlega fyrir að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur. Að lokum viljum við hvetja for­ ráðamenn til þess að nýta tæki­ færið og taka umræðuna heima fyrir og spyrja út í fræðsluna og ræða kynferðismál almennt. Forvarnarteymi grunn- skólanna í Reykjanesbæ ika6 í Reykjanesbæ Þinn árangur Arion Sumarstörf Sumarstarf á Keflavíkurflugvelli Við leitum að metnaðarfullu og jákvæðu fólki til að starfa með okkur í útibúinu Keflavíkurflugvelli í sumar. Við viljum fá til liðs við okkur öfluga einstaklinga sem hafa áhuga á að starfa í krefjandi og skemmtilegu umhverfi. Hæfni og eiginleikar: Framúrskarandi þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar Reynsla af þjónustustörfum er æskileg Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, önnur tungumálakunnátta er kostur Góð tölvukunnátta Góðir námshæfileikar Sjálfstæð vinnubrögð Æskilegt er að sumarstarfsfólk geti unnið frá maí/júní og út ágúst. › › › › › › Nánari upplýsingar má finna á arion.is/starf Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2023 vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM // 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.