Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Blaðsíða 2
Útgefandi: Eyjasýn ehf. - kt. 480278-0549 Ægissgötu 2 - 900 Vestmannaeyjum. Ritstjórn og ábyrgð: Ómar Garðarsson og Eygló Egilsdóttir - omar@eyjafrettir.is - eyglo@eyjafrettir.is. Umbrot: Leturstofa Vestmannaeyjum ehf. Ljósmyndir: Blaðamenn Eyjafrétta. Prentun: Stafræna Prentsmiðjan ehf. Sími: 481 1300 Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Auglýsingar: auglysingar@eyjafrettir.is Veffang: www.eyjafrettir.is EYJAFRÉTTIR er áskriftarblað. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Aukin sátt um íslenskan sjávarútveg Íslenskur sjávarútvegur hefur um áratuga skeið verið burðarás í atvinnu- lífinu um land allt. Þessi mikilvæga atvinnugrein hefur skapað þjóðinni mikil útflutningsverðmæti og fleytt okkur fram á sviði nýsköpunar og tækniþróunar. Þá er greinin algjör undirstaða atvinnu víða á lands- byggðinni. Þetta vitum við en umræðan um greinina er engu að síður oft ansi neikvæð. Sú umræða er óheppileg þar sem við getum verið stolt af svo mörgu varðandi okkar sjávarútveg, hann er arðbær, nýting stofna er byggð á vísindum og svona mætti lengi telja. Það liggur hinsvegar þungt á þjóðarsálinni þessi tilfinning um óréttlæti þegar fréttir berast af arðgreiðslum stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna. Auðlindin er sameign okkar, ætti þá ekki meira að renna til samfélagsins? Metnaðarfull stefnumótun Ég hef talað um mikilvægi þess að auka samfélagslega sátt um sjáv- arútveg og það var hvatinn að því að ég setti af stað metnaðarfulla stefnumótun í sjávarútvegsmálum. Umræða um sjávarútveg er oft byggð á miklum tilfinningum, eðlilega, en stjórnvöld þurfa að byggja ákvarð- anir sínar á gögnum staðreyndum og ég bind vonir um að með því að fá sérfræðinga til liðs við okkur í stefnumótuninni, nálgumst við umræðu- efnið á breiðari grunni. Öll sjónarmið að borðinu Stefnumótunarvinnan verður gagnsæ og öllum er boðið að taka þátt. Ég finn það sem ráðherra málaflokksins, hversu gott það er að fá tækifæri til að hitta um allt land fólk sem hefur skoðanir og þekkingu á sjávarút- vegi. Við þurfum öll sjónarmið að borðinu. Starfshóparnir sem eru nú að störfum munu í október og nóvember halda opna fundi úti um land þar sem öllum gefst tækifæri til að ræða þessi mál við hópana augliti til auglitis. Og fyrir þau ykkar sem ekki sjá sér fært um að mæta þar verður í næstu viku opnuð vefsíða þar sem hægt er að senda hópunum athugasemdir og tillögur. Um leið er safnað á einn stað því mikla efni sem þegar liggur fyrir um sjávarútvegskerfið. Áskoranir Fyrstu tillögur hópanna munu liggja fyrir á þessu ári og ég hlakka til að vinna úr þeim. Við blasa ótal áskoranir og sjávarútvegurinn þarf að ná árangri í loftslagsmálum á eins fljótt og auðið er. Við þurfum að ræða hversu stórum hluta aflans eigi að ráðstafa á félagslegan hátt og við þurfum að fara yfir gjaldtökuna af sjávarútvegi. Samfélagsleg sátt um auðlindina hlýtur alltaf að vera síkvik en stuðla þarf að henni með öllum ráðum. Við þurfum að spyrja okkur hvort að gjaldtakan sé sanngjörn, hvort una megi því að greiddur sé út stórkostlegur arður af auðlind okkar og rekstri stórra sjávarútvegsfyrirtækja á sama tíma og lykilstofnunum á borð við Hafró er of þröngur stakkur skorinn. Þessa umræðu þurfum við að vera óhrædd að taka. Tækifæri Rauði þráðurinn í allri okkar vinnu í matvælaráðuneytinu er að flétta græna hugsun um árangur í loftslagsmálum inn í alla ákvarðanatöku. Við stefnum auðlindinni í hættu ef við umgöngumst auðlindir hafsins ekki af ábyrgð. Nýtingin verður að vera sjálfbær og til þess þurfum að leggja enn meira upp úr hafrannsóknum. Gerum við þetta, er framtíð íslensks sjávarútvegs björt, okkur öllum til heilla. Við Vestmannaeyingar erum einstaklega stolt af uppruna okkar. Við erum sjávarútvegssamfé- lag sem hefur vaxið og dafnað undafarna áratugi og er í dag önnur stærsta kvótahöfn landsins. Það hefur oft gefið á bátinn og við erum ekki alltaf öll sammála um alla þætti þegar kemur að sjávarútvegi. En við erum stolt af okkar fyrirtækjum og starfsfólki og áttum okkur flest á því að sjávarútvegur er undirstaða þessa samfélags sem við þekkjum í Eyjum í dag. Gríðarlegar tækniframfarir hafa orðið undanfarna áratugi í grein- inni og ný viðhorf farin að ryðja sér til rúms, sbr. fullnýting afla sem var ekki efst á forgangslist- anum fyrir nokkrum áratugum. Sjávarútvegur er nýsköpunar- grein og leita fyrirtækin sífellt að nýjum tækifærum til framtíðar. Samfélagsleg ábyrgð stórra sjávarútvegsfyrirtækja er mikil og nauðsynlegt fyrir stjórnendur þeirra að hafa í huga að um- fanginu og áhrifunum fylgir alltaf ábyrgð. Þau þurfa að gefa til baka til samfélagsins til að efla lífsgæði þeirra sem hjá þeim starfa. Það er hagur fyrirtækjanna að bæjarfélagið þar sem þau starfa sé aðlaðandi og freistandi til búsetu, ekki síst fyrir ungt og vel menntað fólk. Fyrirtækin hafa þannig beinan hag af því sjálf að leggja af mörkum til samfélagsins og bæta það. Gott dæmi um jákvætt og upp- byggjandi samstarf er MATEY sjávarréttahátíðin sem haldin var 7.- 10. september. Þar lögðu saman krafta sína ferðaþjónustan, sem er ört vaxandi stoð í atvinnu- lífinu í Eyjum, sjávarútvegurinn og tengd fyrirtæki og stóðu að glæsilegri matarhátíð. MATEY heppnaðist frábærlega og var góð kynning og frábær matar- og menningar upplifun fyrir þá sem þátt tóku. Samstarf og samhugur er það sem við þekkjum vel hér í Eyjum og var þessi hátíð vel til þess fallin að kenna okkur sem tókum þátt nýja hluti, t.d. að borða makríl sem er nú ekki daglega á borðum Íslendinga. Við þurfum að kynnast sjávar- útveginum og fyrirtækjunum og fyrir hvað þau standa. Hátíð sem þessi er hluti af því. Sjávarútveg- urinn snýst ekki bara um kvóta- kerfið. Að upplýsa og fræða um þessa atvinnugrein, m.a. hvað hún þýðir fyrir samfélag eins og Vest- mannaeyjar, er stór hluti af því að koma umræðunni um sjávarútveg á annað plan og stuðla að því að skapa meiri sátt um hann meðal landsmanna allra. Sjávarútvegssamfélagið í Eyjum! Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Íslenskur sjávarútvegur hefur um áratuga skeið verið burðarás í atvinnulífinu um land allt. Þessi mikilvæga atvinnugrein hefur skapað þjóðinni mikil útflutnings- verðmæti og fleytt okkur fram á sviði nýsköpunar og tækniþróun- ar. Þá er greinin algjör undirstaða atvinnu víða á landsbyggðinni. Þetta vitum við en umræðan um greinina er engu að síður oft ansi neikvæð. Sú umræða er óheppileg þar sem við getum verið stolt af svo mörgu varðandi okkar sjáv- arútveg, hann er arðbær, nýting stofna er byggð á vísindum og svona mætti lengi telja. Það liggur hinsvegar þungt á þjóðarsálinni þessi tilfinning um óréttlæti þegar fréttir berast af arðgreiðslum stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna. Auðlindin er sameign okkar, ætti þá ekki meira að renna til samfé- lagsins? Metnaðarfull stefnumótun Ég hef talað um mikilvægi þess að auka samfélagslega sátt um sjáv- arútveg og það var hvatinn að því að ég setti af stað metnaðarfulla stefnumótun í sjávarútvegsmálum. Umræða um sjávarútveg er oft byggð á miklum tilfinningum, eðlilega, en stjórnvöld þurfa að byggja ákvarðanir sínar á gögnum staðreyndum og ég bind vonir um að með því að fá sérfræðinga til liðs við okkur í stefnumótuninni, nálgumst við umræðuefnið á breiðari grunni. Öll sjónarmið að borðinu Stefnumótunarvinnan verður gagnsæ og öllum er boðið að taka þátt. Ég finn það sem ráðherra málaflokksins, hversu gott það er að fá tækifæri til að hitta um allt land fólk sem hefur skoðan- ir og þekkingu á sjávarútvegi. Við þurfum öll sjónarmið að borðinu. Starfshóparnir sem eru nú að störfum munu í október og nóvember halda opna fundi úti um land þar sem öllum gefst tækifæri til að ræða þessi mál við hópana augliti til auglitis. Og fyrir þau ykkar sem ekki sjá sér fært um að mæta þar verður í næstu viku opnuð vefsíða þar sem hægt er að senda hópunum athugasemdir og tillögur. Um leið er safnað á einn stað því mikla efni sem þegar liggur fyrir um sjávarútvegskerfið. Áskoranir Fyrstu tillögur hópanna munu liggja fyrir á þessu ári og ég hlakka til að vinna úr þeim. Við blasa ótal áskoranir og sjávar- útvegurinn þarf að ná árangri í loftslagsmálum á eins fljótt og auðið er. Við þurfum að ræða hversu stórum hluta aflans eigi að ráðstafa á félagslegan hátt og við þurfum að fara yfir gjaldtökuna af sjávarútvegi. Samfélagsleg sátt um auðlindina hlýtur alltaf að vera síkvik en stuðla þarf að henni með öllum ráðum. Við þurfum að spyrja okkur hvort að gjaldtakan sé sanngjörn, hvort una megi því að greiddur sé út stórkostlegur arður af auðlind okkar og rekstri stórra sjávarútvegsfyrirtækja á sama tíma og lykilstofnunum á borð við Hafró er of þröngur stakkur skorinn. Þessa umræðu þurfum við að vera óhrædd að taka. Tækifæri Rauði þráðurinn í allri okkar vinnu í matvælaráðuneytinu er að flétta græna hugsun um árangur í loftslagsmálum inn í alla ákvarð- anatöku. Við stefnum auðlindinni í hættu ef við umgöngumst auðlindir hafsins ekki af ábyrgð. Nýtingin verður að vera sjálfbær og til þess þurfum að leggja enn meira upp úr hafrannsóknum. Gerum við þetta, er framtíð íslensks sjávarútvegs björt, okkur öllum til heilla. Aukin sátt um ísl nskan sj varútveg Svandís Sigurðardóttir, sjávarútvegsráðherra

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.