Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Blaðsíða 30
30 | | 21. september 2022
Á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar
síðastliðið vor upplýsti stjórnar-
formaður félagsins, Guðmundur
Örn Gunnarsson um þau áform að
byggja ný skip í stað þriggja eldri
skipa, Drangavíkur, Brynjólfs og
Kap. Fréttir höfðu samband við
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
Binna í Vinnslustöðinni, um stöðu
málsins. ,,Það var okkur mikið
fagnaðarefni þegar Svandís Svav-
arsdóttir, matvælaráðherra kynnti
á samráðsgátt stjórnvalda áform
sín um að leggja fram frumvarp
um niðurfellingu aflvísis. Loksins
kom ráðherra sem hafði kjark og
þor til að leggja slíkt frumvarp
fram,“ sagði Binni glaður.
,,Guðmundur Örn kynnti ásetning
félagsins að endurnýja bátaflota
félagsins með umhverfisvænum
hætti. Hann sagði forsenduna fyirr
slíku væri að að lögum yrði breytt
þannig að unnt væri að smíða
togbáta með stærri og hæggengari
skrúfu, líkt og við höfum á
Breka, Páli Pálssyni og Baldvini
Njálssyni. Þegar við ákváðum að
byggja Breka þá gaf Sævar Birgis-
son, skipaverkfræðingur, þær
forsendur að við myndum spara
25% af olíu með þessum breyting-
um en niðurstaðan er 40 til 50%
minni olíunotkun á hver aflakíló.
Þetta er ekki einungis mikill
olíusparnaður heldur líka mikil-
vægt í baráttunni við minnkun á
útblæstri gróðurhúsalofttegunda.“
Vélar sem brenna olíu og
metanóli
Þið ætlið líka að byggja skip sem
gengur fyrir metanóli? ,,Jú, það
er planið hjá okkur. Vandinn við
metanól er að það er helmingi
plássfrekara en olía. Til að knýja
skip áfram á togveiðum og sigl-
ingu þarf helmingi meira magn
af metanóli en olíu. Skipið þarf
því að vera stærra vegna stærri
tanka. Þessu til viðbótar þarf að
byggja tank utan um tankinn til að
tryggja öryggi. Ef metanóltank-
urinn lekur þarf annan tank til að
taka við lekanum.“
Binni segir vélaframleiðendur
lofa að innan tveggja ára verði
þeir tilbúnir með vélar sem gangi
bæði fyrir metanóli og díselolíu.
„Kosturinn er að við getum keyrt
vélarnar á olíu eins og áður og án
vandræða. Með nýjungum koma
alltaf upp hnökrar og kosturinn er
að geta keyrt aðalvél á olíu og síð-
an bætt inn á hana metanóli jafn
óðum og við öðlumst þekkingu og
reynslu. Þannig getum við fikrað
okkur áfram. Svo er annar vandi
sem enn er óleystur, hvernig á að
geyma og flytja metanól. Það er
ekki búið að þróa innviði landsins
fyrir orkuskiptin. Þar er gríðar-
legt verk fyrir höndum.“
Landsvirkjun sýnt áhuga
Binni segir enn óljóst hvar met-
anólið verði framleitt, hver geri
það og hvað það kostar. ,,En
við erum afar ánægð með að
starfsmenn Landsvirkjunar settu
sig í samband við okkur í vor og
vilja fylgjast með umræðu og
áformum sjávarútvegs í orku-
skiptum. Við höfum fundað með
þeim og munum gera það á næstu
vikum og mánuðum. Við þurfum
auðvitað að vita út í hvað við
erum að fara. Við vitum reyndar
að kostnaðarauki við smíði skips
vegna metanól er ca 150 milljónir
króna. Það er mikil fjárhæð. Við
biðjum ekki um styrk frá ríkinu
þess vegna. Við erum tilbúin að
taka áhættuna. Það er gaman
að bæta því við að þegar við
keyptum Garðar frá Noregi, sem
nú er Gullberg, þá styrktu norsk
yfirvöld útgerðina nánast að fullu
við að skipta út vél sem eyddi
mikilli olíu yfir í vél sem var mun
sparneytnari, “ sagði Binni.
Trillukarlar þurfa ekki að hafa
áhyggjur
Á samráðsgátt stjórnvalda má
sjá að smábátasjómenn berjast á
móti þessum áformun Svandísar.
,,Ég tel mig meðal trillukallanna,
á þar langan feril,“ segir Binni,
léttur í bragði. ,,En, jú auðvitað
eiga þeir allan rétt á að hafa sín
sjónarmið. Vandinn við málflutn-
ing þeirra er bara sá að veiðisvæði
smábáta og togbáta skarast ekki
mikið. Það er aðeins vestur og
NV af Reykjanesi og svo út af
Snæfellsnesi sem veiðisvæði
smábáta og togbáta skarast.
Fyrir okkur sem róum við
Suðurströndina skiptir þetta afar
miklu máli. Togbátar hafa afl og
getu til að sækja ufsa og karfa við
dýpin við Suðurströndina og það
skiptir okkur mestu. Þeir bátar
verða þá ekki að sækja sömu mið
og smábátarnir við SV landið á
þeim tíma. Smábátar hafa kvóta
eins og við sem sækjum á stærri
skipum. Kvótinn skiptir fiskinum
á milli skipa og skipaflokka. Þar
að auki má benda á skýrslu sem
starfshópur sjávarútvegsráðherra
skipaði til að fjalla um þessi mál
en þar var niðurstaðan sú að það
væru hvorki fiskifræðileg né
umhverfisleg rök fyrir því að tak-
marka skrúfustærð skipa,“ sagði
Binni að endingu.
Vinnslustöðin hyggst smíða umhverfisvænni togbáta:
Til mikils að vinna og
Landsvirkjun á hliðarlínunni
Vaskir karlar í Vinnslustöðinni, Brynjar Karl Óskarsson, Magnús Jónsson
og Skúli Georgsson.