Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Síða 34
34 | | 21. september 2022
Breyttir tímar og ný tækni í
fiskveiðum og landvinnslu
voru kveikjan að því að tvö
gamalgróin vélaverkstæði,
Magni og Völundur og
Raftækjaverkstæðið Geisli
stofnuðu Skipalyftuna ehf. í
Vestmannaeyjum árið 1981.
Árið eftir hófst starfsemin í
nýju húsnæði við hlið skipa-
lyftu sem Vestmannaeyjabær
setti upp. Fyrirtækið átti 40
ára afmæli þann 14. nóvem-
ber 2021. Það var þó ekki fyrr
en í sumar að afmælishófið
var haldið í Akóges og mætti
fjölmenni til að fagna merkum
tímamótum. Íris Róbertsdótt-
ir, bæjarstjóri flutti ávarp og
Eyjapeyinn og stórsöngvar-
inn Gissur Páll Gissurarson
skemmti gestum með vöskum
söngsveinum.
Stefán Jónsson, framkvæmdastjóri
var þakklátur gestum sem voru
mættir til að fagna með Skipalyft-
unni á þessu tímamótum. Þó það
hafi dregist. „Fjörtíu ár eru ekki
langur líftími fyrirtækis en að reka
það öll þessi ár á sömu kennitölu
þykir harla gott. Og það hefur
okkur tekist“ sagði Stefán sem í
viðtali rakti sögu Skipalyftunnar
og reksturinn sem hefur tekið
miklum breytingum.
Breytt umhverfi
Í upphafi voru verkefnin næg enda
Eyjaflotinn stór og mikill munur
fyrir útgerðarmenn að þurfa ekki
að sækja annað með viðhald, við-
gerðir og breytingar. Allt ræðst
af gengi í sjávarútvegi. Var bann
við loðnuveiðum 2019 og 2020
mikið högg fyrir Vestmannaeyjar
sem hafa yfir að ráða um 32%
aflaheimilda í loðnu. Færri og
stærri skip hafa breytt rekstrinum
en líka skapað tækifæri. Dæmi
um það eru fjórir 500 rúmmetra
hráefnistankar fyrir Ísfélagið sem
fyrirtækið lét smíða í samvinnu
við Eyjablikk. Tryggja þeir gæði
og ferskleika hráefnis og flýta
löndun uppsjávarfisks sem kemur
sér vel, ekki síst þegar vinnsla á
loðnuhrognum stendur sem hæst.
Starfsemin er í 1.600 fermetra
húsi auk tveggja nýrra húsa upp
á samtals 1.400 fm. Er glæsilegt
vélaverkstæði í öðru þeirra. Fjár-
festingar sem sýna trú eigenda á
framtíð félagsins.
Í dag er Skipalyftan fyrst og
fremst plötusmiðja, véla- og
renniverkstæði og þjónustar skip
sem tekin eru upp í lyftuna. Er
með lager og glæsilega versl-
un með miklu úrvali af vörum
tengdum málmiðnaði, sjósókn
og veiðum. Starfa um 40 manns
hjá Skipalyftunni, þar af þrjú frá
stofnun félagsins, Anna Sigrid
Karlsdóttir fjármálastjóri, Hlynur
Richardsson verkstjóri og Stefán
Örn Jónsson framkvæmdastjóri.
Þegar mest var störfuðu yfir 100
starfsmenn hjá Skipalyftunni og
þurfti m.a. að flytja inn erlent
vinnuafl til að hafa undan. Var
Skipalyftan eitt af fyrstu fyrir-
tækja landsins til að ráða til sín
pólska starfsmenn. Í dag búa og
starfa þúsundir Pólverja á Íslandi í
dag við góðan orðstír.
Reksturinn hefur gengið vel og
hefur fyrirtækið hlotið viðurkenn-
ingu Credit Info, sem eitt af fyrir-
myndafyrirtækjum Íslands árlega
síðan 2014. „Það sem skilað hefur
góðum rekstri Skipalyftunnar er
fyrst og síðast frábært starfsfólk
sem magt hefur haldið tryggð við
félagið,“ sagði Stefán.
Stofnendur voru Gunnlaugur
Axelsson, Tryggvi Jónsson, Pétur
Andersen, Kristján Ólafsson,
Þórarinn Sigurðsson, Tryggvi Jón-
asson, Jón Yngvi Þorgilsson, Njáll
Andersen, Erlendur Eyjólfsson og
Friðþór Guðlaugsson.
Stefán Jónsson
Skipalyftan ein af stoðum
Vestmannaeyja
„Mikið var um breytingar á
skipum á níunda áratugnum og
þar lét Skipalyftan til sín taka. Við
lengdum mikið af skipum, byggð-
um yfir þau og settum á nýjar
brýr. Auk þess að smíða Lóðsinn.
Upptökumannvirkin og fyrirtæk-
ið sönnuðu sig á þessum árum.
Voru allt upp í 80 skip og bátar
tekin upp á ári og flestir voru
starfsmenn 106,“ segir Stefán
þegar rætt var við hann. Stefán er
heimvanur í fyrirtækinu. Byrjaði
að vinna í Magna 1969, fór þaðan
yfir í Krók, aftur í Magna og
þaðan í Skipalyftu.
Krókur var plötuverkstæði í eigu
Magna. Þar réði húsum Jón Þor-
gilsson, faðir Stefáns sem fetaði
í fótspor föður síns sem var einn
af stofnendum Skipalyftunnar
1981. Og Stefán vill horfa fram
á veginn. Upptökumannvirkin
geta í dag aðeins tekið upp fá
skip í Eyjaflotanum og er horft
til þurrkvíar. „Við höfum kynnt
þessa hugmynd og fengið jákvæð
viðbrögð. Ef við ætlum að þjón-
usta þessi stóru og myndarlegu
fiskiskip sem við eigum í dag er
þurrkví það eina sem kemur til
greina. Það verður ekki í dag eða
á morgun en þurrkví er framtíð-
in. Með aðkomu margra er þetta
mögulegt og að því munum við
stefna. Allir munu njóta góðs af,“
segir Stefán sem er nokkuð sáttur
þegar hann lítur til baka.
„Auðvitað hefur verið tröppu-
gangur í rekstrinum en við erum
enn á upphaflegu kennitölunni.
Við skiptum máli fyrir Vest-
mannaeyjar sem 40 manna vinnu-
staður. Tökum nema á samning og
höfum lagt okkur fram um að taka
nemendur í vélstjórn á samning
í vélvirkjun. Það flýtir fyrir þeim
að fá réttindi og við fáum öfluga
starfsmenn.“
Skipalyftan ehf. í Vestmannaeyjum 40 ára:
Góður rekstur frábæru starfsfólki að þakka
Stjórnin: Ólafur, Þórarinn og Stefán.
Þórarinn, Trausti framkvæmdastjóri
Hafnareyrar, Björk eiginkona
Stefáns og Stefán.
Dóra Björk hafnarstjóri, Guðmunda,
Jóhanna og Þórsteina.
Fjölmenni var í afmælisveislunni í Akóges.
Íris bæjarstjóri flutti ávarp og færði
Skipalyftunni blóm sem Stefán tók
á móti.