Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2022, Qupperneq 2
Fram,
fram,
fylking?
Þungum þönkum þenkjar nú
H-listafólk eftir herlegheit
helgarinnar. En hin sérstöku
áhugamannasamtök um prófkjör
sýndu ekki nægilegan áhuga að
sinni til þess að haldið yrði slíkt
kjör hjá flokknum sjálfum.
Félagsskapurinn var í fyrstu
stofnaður sérstaklega sökum
þeirrar óánægju að aðrir flokkar
nýttu ekki aðferð prófkjörsins
við listaval í aðdraganda síðustu
sveitarstjórnarkosninga. Unnendur
prófkjörsins enduðu þó þá sjálfir á
að stilla upp á lista sinn en ætluðu
sér í prófkjör nú. Fregnir hafa svo
borist af því að ekkert verður af
áætluðu prófkjöri stjórnmálaflokks
H-listans sökum framboðsskorts
á frambjóðendum í framboð.
Framboðsfresturinn rann út og
takmarkaður áhuginn dugði ekki
til. Óljóst er nú með öllu hvernig
hin sérstöku áhugamannasamtök
um prófkjör muni raða á lista sinn
fyrir vorið. Ætla má að hinir fáu
frambjóðendur fari þá í fýlu á ný
og flykkist eitthvað annað.
Hvern hefði
grunað?
Á síðasta fundi bæjarráðs ræddi
forsvarsfólk Vegagerðarinnar
um ófyrirsjáanlega stöðu
Landeyjahafnar. En svo virðist
vera að dýpka þurfi höfnina svo
hægt verði að nýta hana áfram.
Þannig hafi sandur komið sér fyrir
innan garðanna, eitthvað sem
ekki hefði mátt búast við. Þær
nýstárlegu hugmyndir voru ræddar
að kanna þann möguleika á að
koma fyrir föstum dælubúnaði við
hafnarmynnið en fyrst skal huga
að útboði dýpkunar að lokinni
úttekt hafnarinnar. Í réttri röð skal
verkið unnið. Boðnir og núnir ætla
þeir sér að bjarga málunum þegar
þeir tími gefst. Á meðan látum
við eins og um nýjan farsa og
frumfluttar fréttir sé að ræða líkt
og í hvert skipti sem við horfum á
endursýnda Friends-þætti um borð
í skipinu góða. Þá er bara að brosa
yfir þeim bröndurum sem heyrst
hafa áður.
SKÚRINN
Útgefandi: Eyjasýn ehf. - kt. 480278-0549
Ægissgötu 2 - 900 Vestmannaeyjum.
Ritstjórn og ábyrgð: Sindri Ólafsson og Margrét Rós
Ingólfsdóttir - sindri@eyjafrettir.is - margret@eyjafrettir.is.
Umbrot: Sæþór Vídó - svido@svido.is
Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn.
Prentun: Stafræna Prentsmiðjan ehf.
Sími: 481 1300
Netfang: frettir@eyjafrettir.is.
Auglýsingar: auglysingar@eyjafrettir.is
Veffang: www.eyjafrettir.is
EYJAFRÉTTIR er áskriftarblað.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og
annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
Íþróttabandalag Vestmannaeyja
hélt árlegt uppskeruhóf sitt á
þriðjudagskvöldið. Það var Sunna
Jónsdóttir handknattleikskona
sem var valin íþróttamaður Vest-
mannaeyja 2021. Íþróttafólk æsk-
unnar voru valin Andri Erlings-
son golfari, handknattleiks- og
knattspyrnumaður fyrir yngri hóp
en fyrir þann eldri var það Elísa
Elíasdóttir handknattleikskona.
Lista yfir aðrar viðurkenningar má
sjá hér að neðan:
2022 silfur merki ÍBV:
Davíð Þór Óskarsson
Jóhanna Alfreðsdóttir
Jónas Guðbjörn Jónsson
Salóme Ýr Rúnarsdóttir
2022 gull merki ÍBV:
Bergljót Blöndal
Magnús Sigurðsson
Ólafur Týr Guðjónsson
2022 Heiðurskross ÍBV úr gulli
æðsta heiðursviðurkenning
Íþróttabandalags Vm.
Jóhann Jónsson
2022 sérstök viðurkenning
Stefán Jónsson
Nú þegar styttist í sveitarstjórnar-
kosningar eru stjórnmálaflokkarn-
ir komnir á fullt að huga að sínum
framboðum.
H-listinn blæs af prófkjör
Í kringum áramót ákvað H-listinn
að viðhafa prófkjör. Á dögunum
barst þó tilkynning um að próf-
kjörið hafi verið blásið af vegna
ónógrar þátttöku. Íris Róberts-
dóttir bæjarstjóri og Jóna Sigríður
Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi
höfðu tilkynnt um framboð sín.
H-listinn fer því nú í að stilla upp
lista. Samkvæmt heimildum Eyja-
frétta verða þær Aníta Jóhanns-
dóttir og Kristín Hartmannsdóttir
à meðal frambjóðanda en óvíst
er með þátttöku Elís Jónssonar
forseta bæjarstjórnar.
Oddvitaslagur hjá Sjálfstæðis-
flokknum?
Prófkjör mun að öllum líkindum
fara fram þann 26. mars hjá Sjálf-
stæðisflokknum. Hildur Sólveig
Sigurðardóttir oddviti flokksins
hefur lýst því yfir að hún vilji
leiða framboðið. Eyþór Harðarson
sem skipaði fjórða sæti listans
fyrir síðustu kosningar hefur lýst
því yfir að hann bjóði sig fram
í forystu listans. Nafn Gríms
Gíslasonar er hávært í umræðu
um hugsanlega frambjóðendur
en einnig er rætt um þátttöku t.d
Margrétar Rósar Ingólfsdóttur og
Gísla Stefánssonar en enn sem
komið er hafa einungis Hildur og
Eyþór gert framboð sín opinber.
Framboðsfrestur er til 7.mars.
Allt á fullu hjá Eyjalistanum
Eyjalistinn er á fullu að stilla upp
á framboðslista. Njáll Ragnarsson
mun leiða listann og hafa þær
Helga Jóhanna Harðardóttir og
Arna Huld Sigurðardóttir áhuga
á að bjóða sig áfram fram. Þá
mun miðflokksmanninum Guðna
Hjörleifsson hafa verið boðið að
taka sæti á listanum.
Óvíst með fjórða framboðið
Líkt og Eyjafréttir greindu frá
á vef sínum þá skoðar Flokkur
fólksins að bjóða fram, með
Georg Eið Arnarson í broddi fylk-
ingar. Hvort af verði mun skýrast
á næstu dögum.
Flokkarnir komnir á fullt
Sunna íþróttamaður
Vestmannaeyja 2021