Nesfréttir - 01.02.2023, Blaðsíða 2
ÚT GEF ANDI: Borgarblöð ehf, Eiðistorgi 13-15, 172 Seltjarnarnes, Pósthólf 171. S: 511 1188 • 895 8298
RITSTJÓRI: Krist ján Jó hanns son • ÁBYRGÐAR MAÐUR: Krist ján Jó hanns son
BLAÐAMAÐUR: Þórður Ingimarsson UM BROT: Valur Kristjánsson
NETFANG: borgarblod@simnet.is • HEIMASÍÐA: borgarblod.is
Nesfréttir koma út mánaðarlega og er dreift frítt í hvert hús á Seltjarnarnesi
2 Nesfrétt ir
www.borgarblod.is
Leikskólamálum
stefnt í höfn
Full ástæða er til að fagna undirritun samnings um hönnun
leikskóla á Seltjarnarnesi. Leikskóli bæjarfélagsins hefur
lengi búið við ófullnægjandi húsnæði. Af þeim sökum var efnt til
verðlaunasamkeppni um nýtt skólahúsnæði árið 2018.
Glæsilegar hugmyndir bárust og hlaut tillaga Andrúms fyrstu
verðlaun. Mörgum brá nokkuð og fannst sem bæjarfélagið
myndi ekki hafa bolmagn til þess að reisa leikskólabyggingu af þeirri
stærð og gerð sem tillagan gerði ráð fyrir.
Nú verður lagt af stað með áframhaldandi hönnun leikskólans
og samkvæmt nýgerðum samningi Seltjarnarnesbæjar
og Andrúms er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki seinni
hluta árs 2025.
Einnig á að ráðast í endurbætur á Mánabrekku og Sólbrekku
sem vissulega þarfnast viðhalds. Með því má verða unnt að
veita börnum frá 12 mánaða aldri leikskólavist.
Með því sem nú er fyrirhugað að ráðast í verður séð fyrir
leikskólamálum um lengri framtíð þótt Nesbúum muni fjölga
á næstu árum. Einkum með tilkomu Gróttubyggðar.
Leið ari Vilja draga úr hraða
á Norðurströnd
Skipulags- og umferðar-
nefnd Seltjarnarness hefur
falið sviðsstjóra skipulags-
og umhverfissviðs að skoða
aðgerðir til að draga úr
hraða í samræmi við gildandi
umferðaröryggisáætlun á
Seltjarnarnesi. Lögð hefur
verið fram hugmynd um
vöktun umferðarhraða á
Norðurströnd sem unnin er af
Lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu í byrjun árs.
Mikið hefur verið um
hrað a kstur á Norðurströnd og umferðarslys hafa orðið öðru hvoru. Betur
fór en á horfðist nú fyrir skömmu þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri
átt, lentu saman. Tveir bílar munu hafa verið í kappakstri og annar verið að
taka fram úr hinum þegar hann ók á mikilli ferð framan á bál sem kom úr
gagnstæðri átt. Samkvæmt sjónarvottum hafði ökumaðurinn, sem var að
taka fram úr, verið í einhvers konar kappakstri við annan ungan ökumann
á Norðurströnd og töldu sjónarvottarnir að þeir hafi verið á hátt í hundrað
kílómetra hraða. Fimmtíu kílómetra hámarkshraði er við Norðurströnd.
Þór Sigurgeirsson bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi óskaði eftir fundi með
lögreglunni strax daginn eftir vegna slysins. Bæjarbúar vilja að gripið verði
til aðgerða til að koma í veg fyrir hraðakstur. Fyrir nokkrum árum ók ungur
maður bíl af BMW gerð á slitnum dekkum og í hálku framan á kennslubíl á
Norðurströnd þar sem nemandi var undir stýri. Ungi ökumaðurinn ók yfir á
öfugan vegarhelming. Má heita mildi að ekki urðu slys á fólki af því athæfi.
Blindur kafli, allt frá Gróttu í vestri að bæjarmörkunum, sem er um það bil
tveggja og hálfs kílómetra vegalengd. Þór Sigurgeirsson segir allt of mikið
um hraðakstur og að grípa þurfi til aðgerð.
- of mikið um hraðakstur og slys
Frá slysstað á Norðurströnd.
Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.