Nesfréttir - 01.02.2023, Blaðsíða 18

Nesfréttir - 01.02.2023, Blaðsíða 18
18 Nesfrétt ir G R Ó T T U S Í Ð A N www.grotta.is Sigurjón ráðinn til Gróttu Sjöundi flokkur kvenna lék á móti sem haldið var á heimavelli, í Hertz- höllinni á Nesinu laugardaginn 14. janúar. Grótta tefldi fram tveimur liðum á eldra ári og þremur liðum á yngra ári. Iðkendum í flokknum hafa fjölgað mikið á seinustu vikum. Öll liðin spiluðu vel og bættu ofan á frammistöðu seinasta móts. Þjálfari flokksins er Ari Pétur Eiríksson. Sjöundi flokkur kvenna á heimavelli 170 GETRAUNANÚMER GRÓTTU GETRAUNIR.IS Soffía aftur í Gróttu Markvörðurinn Soffía Stein- gríms dóttir er aftur gengin til liðs við Gróttu á láni eftir að hafa verið í herbúðum Fram frá haustinu. Gróttufólk sem þekkir til Soffíu veit að hún er frábær markvörður sem mun hjálpa Gróttuliðinu mikið í baráttunni í Grill 66­deildinni. Soffía lék sinn fyrsta leik eftir endurkomuna gegn ungmennaliði Vals í dag og varði 14 skot í leiknum eða 34% hlutfallsmarkvörslu. Í janúar lék bæði yngra og eldra ár sjötta flokks kvenna leikið á bikarmótum HSÍ. Stelpurnar á yngra ári í 6. flokki léku í Kaplakrika. Mikil tilhlökkun var hjá stelpunum og stóðu þær sig mjög vel. Miklar framfarir sáust á spilamennskunni í hverjum leik og enduðu þær í áttunda sæti á mótinu. Stelpurnar á eldra ári í léku viku síðar í íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum í Grafarvogi. Þær tefldu fram tveimur liðum og stóðu bæði liðin sig mjög vel. Mikill áhugi er hjá stelpunum í flokknum en gaman verður að fylgjast með þeim í komandi verkefnum. Sjötti flokkur kvenna á bikarmóti Sigurjón Friðbjörn Björnsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hjá Gróttu. Gunnar Gunnarsson sem hafði þjálfað liðið frá því í sumar sagði starfi sínu lausu vegna anna í lok janúar. Sigurjón er 34 ára gamall og er menntaður íþróttafræðingur frá HR. Hann kemur frá HK þar sem hann var aðstoðarþjálfari kvennaliðs HK. Sigurjón eða Sonni eins og hann er jafnan kallaður hefur komið víða við og var aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Olísdeildinni tímabilin 2020­2022. Einnig hefur hann þjálfað meistaraflokka Fjölnis og ÍR. Sonni þjálfar U17 ára landslið kvenna. Arnkell Bergmann Arnkelsson formaður Handknattleiksdeildar Gróttu er gríðarlega ánægður með að Sigurjón sé kominn í Gróttu. „Við erum mjög ánægð með að fá Sigurjón Friðbjörn til okkar í Gróttu. Hann er gríðarlega fær þjálfari sem við erum heppin að fá til okkar.“ Sigurjón Friðbjörn Björnsson ásamt Arnkeli Bergmann Arnkelssyni, formanni handknattleiksdeildar Gróttu. Grótta með níu lið á Auðarmóti Um 50 stelpur úr 6. og 7. flokkur kvenna í fótbolta skelltu sér á fyrsta mót ársins helgina 28.-29. janúar en Auðarmót HK var haldið í Kórnum í Kópavogi. Grótta fór með níu lið á mótið, sex úr 6. flokki kvenna og þrjú úr 7. flokki kvenna og lék hvert lið fimm leiki. Stelpurnar stóðu sig ótrúlega vel og var góð blanda af gleði og baráttu við völd.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.