Nesfréttir - 01.02.2023, Blaðsíða 17

Nesfréttir - 01.02.2023, Blaðsíða 17
Hársnyrtistofan Salon Nes á Austurströnd 12 á Seltjarnarnesi hélt upp á tíu ára starfsafmæli á Austurströnd 12 á síðast liðnu hausti. Salon Nes á sér þó lengri aldur. Stofan var stofnuð á Austurströnd 1 árið 1983. Iris keypti stofuna árið 2005 og var þar til 2012 að hún flutti á Austurströnd 12 og komst þar á jarðhæð. Hún fagnaði þessum tímamótum sunnudaginn 4. september á liðnu hausti og hélt upp á afmælisdag- inn. „Við buðum fólki í kaffi og kökur til að fagna þessum áfanga. Við vorum líka með candyfloss og andlitsmálun og fengum fjölda gesta. Þetta heppnaðist vel og var mjög gaman,“ segir Iris í spjalli við Nesfréttir. Iris er ættuð af Skaganum. Fædd á Akranesi 1960 og ólst þar upp með foreldrum sínum fyrstu sjö ár ævinnar. Þá fluttist fjölskyldan til höfuðborgarinnar í eitt ár og þaðan á Látraströnd 12 á Seltjarnarnesi þar sem foreldrar hennar byggðu æsku heimili okkar. Þar sem hún segir að gott og gaman hafi verið að vera. Eftir 16 ár þar fluttist hún á Austurströnd 4 en býr nú við Eiðistorgið í göngufæri frá hársnyrti­ stofunni. „Ég get því sagt að ég sé löngu orðin meiri Seltirningur en Skagamaður. Allavega í mér.“ En af hverju varð hún hársnyrtir. „Ég fór á starfskynningu síðasta veturinn minn í Való. Þar var meðal annars verið að kynni hársnyrtifræðin og þar vaknaði áhugi minn á þeim. Þá var erfitt að komast í nám. Áhuginn á faginu var mikill en ég slapp inn. Mig minnir að um 50 umsóknir hafi verið teknar inn af 150.“ Vil endurvekja Kolaportsstemningu á Eiðistorgi Iris býr við Eiðistorgið og starfar í göngufæri frá torginu. Hún hefur því mikinn áhuga á miðbæ Seltirninga. Hún segir of lítið um að fyrirtæki starfi í þessum þjónustukjarna. Sumt hafi komið og farið og oft stoppað stutt við. „Það vantar líf á torgið. Iris rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi verið sölustarfsemi á torginu á laugardögum um helgar. Þar hafi fólk getað sett upp litla sölubása eða söluborð og boðið ýmsa varn­ ing. Talsvert líf hafi oriði til í kringum þetta. Fólk komið við skoðað og verslað. „Ég myndi vilja finna leið til þess að endurvekja þetta í einhverri mynd. Búa til „Kolaportsstemningu“ á Eiðistorgi. Þetta á að vera hægt. Það þarf bara aðila til þess að hrinda því af stað. Torgið er dýrmætt en því miður ílla nýtt. Þarna gæti myndast torgstemning fyrir Seltirninga og Vesturbæinga. Hlakka til að vinna með dóttur minni Iris snýr sér aftur að Salon Nes. Hún hefur starfað mikið ein á stofunni en gerir ráð fyrir að dóttir hennar sem er að ljúka hársnyrtinámi núna í febrúar komi og starfi með henni að hluta. Ég hlakka til þessa samstarfs. Morguninn líður og Iris þarf að snúa sér að starfinu. Fyrsti viðskipta vinurinn er á leiðinni í hús. Nesfrétt ir 17 Salon Nes í tíu ár á Austurströnd 12 - vel fagnað á liðnu hausti Iris Gústafsdóttir hársnyrtir. Góð þjónusta / Fagljósmyndun / Sanngjörn söluþóknun Ykkar menn á Nesinu Ólafur Finnbogason lögg. fasteignasali Sími: 822 2307 olafur@miklaborg.is Páll Þórólfsson lögg. fasteignasali Sími: 893 9929 pall@miklaborg.is Ertu í hugleiðinugm um að minnka eða stækka við þig? Erum með kaupendur og seljendur óskráðra eigna sem skoða skipti. Hafðu samband og fáðu frítt skuldbindingalaust verðmat.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.