Nesfréttir - 01.02.2023, Blaðsíða 11
Nesfrétt ir 11
fyrir endurbótunum sem mér
finnst afar mikilvægt er að verði til
fyrirmyndar og gert af sama metnaði
og þegar að Félagsheimilið var reist
á sínum tíma. Markmiðið nú er að
öll hönnun, útlit og ásýnd taki mið
af upphaflegri hönnun en uppfylli
þarfir og kröfur nútímans.“
Fer mikið í stofnanir
bæjarins
„Margir hafa tekið eftir því að
ég legg mig fram um að vera
bæði sýnilegur og aðgengilegur í
bæjarfélaginu eins og ég hafði boðað.
Ég fer mikið í stofnanir bæjarins og
reyni að fylgjast með okkar frábæra
fólki við störf – kíkja við í leikskólana,
skólana og íbúðir aldraðra o.s.frv. Ég
fer í laugina okkar á hverjum morgni
og mæti á eins marga Gróttuleiki og
ég get. Grilla bæjarstjóraborgara fyrir
Gróttuleikina sem er skemmtilegt
sjálfboðaliðaverkefni og hef nýtt
grillkunnáttuna á bæjarhátíðinni.
Hef svo mætt mun oftar í kirkju en
undanfarin ár og finnst það gott. Ég
finn og fæ að heyra að þessi sýnileiki
minn hefur jákvæð áhrif og er
mjög ánægður með það.
Að svara ekki getur skapað
óþarfa óánægju
„Ég hef alltaf unnið þannig að
ég sé ávallt innan seilingar ef fólk
þarf að ná í mig, er markaðs og
sölumaður sem drífur mig áfram.
Að setja sig í spor viðskiptavinarins
er lykilatriði að mínu mati og ég
vil að við hjá bænum veitum alltaf
úrvalsþjónustu. Ég er oft til svara
inn á íbúasíðunni ef ég veit eitthvað
um það sem er þar til málefnalegrar
umfjöllunar og varðar bæjarmálin.
Ég óska þó ekkert endilega eftir því
að vera „taggaður“ í allt sem þar
er til umfjöllunar og bendi aftur á
ábendingagáttina á heimasíðunni
sem rétta og besta farveginn.
Framhald á bls. 12.
Þór í heimsókn hjá ungum Seltirningum á degi leikskólans.
Seltjarnarnesbær vill ráða ungt fólk til sumarstarfa 18 ára og eldri (fædd 2005 og eldri). Um er
að ræða almenn garðyrkjustörf, verkamannastörf, jafningjafræðslu, skapandi sumarstörf og ýmis
afleysingastörf. Skilyrði fyrir ráðningu er að eiga lögheimili á Seltjarnarnesi.
Einnig er auglýst eftir ungmennum 20 ára og eldri (2003 og eldri) í störf yfirflokkstjóra, flokkstjóra og
leiðbeinenda, sem og í leikskóla, á bæjarskrifstofu og á bókasafn.
Sækja skal um störfin á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is - Störf í boði.
Vakin er sérstök athygli á að sótt er um sumar- og leikjanámskeið Gróttu á heimasíðu alfred.is
Umsóknarfrestur er til og með 13. mars 2023.
Nánari upplýsingar um hvert starf og starfstímabil eru á umsóknasíðu á seltjarnarnes.is
Vinnutími Vinnuskóla verða 7 stundir á dag, 4 daga vikunnar fyrir umsækjendur
sem fæddir eru 2006 og 2007.
Vinnutími verða 3,5 stundir á dag, 4 daga vikunnar fyrir umsækjendur sem fæddir eru 2008 og 2009.
Ekki er unnið á föstudögum. Vinnutímabil Vinnuskólans er frá 13. júní til 20. júli.
Umsóknarfrestur er til 26. apríl 2023.
Vinnuskólinn verður settur 12. júní kl. 11:00 í Valhúsaskóla.
Sótt er um störfin á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is. – Störf í boði.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu og í þjónustuveri Seltjarnarnesbæjar í síma 5959 100.
SUMARSTÖRF HJÁ SELTJARNARNESBÆ 2023
VINNUSKÓLI 8. - 10. BEKKUR OG 17 ÁRA F. 2006