FLE blaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 15

FLE blaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 15
15FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022 Það virkar nokkuð skynsöm nálgun en félagsstjórnir þurfa að vita nákvæmlega hvaða sjóði er um að ræða. Ólögmæt arðsút- hlutun getur haft í för með sér alvarlegar skattalegar afleiðingar fyrir hluthafa auk skaðabótaábyrgðar stjórnar, hluthafa eða þeirra sem sáu um framkvæmd rangra reikningsskila. Ef litið er til eiginfjárliða í efnahagsreikningi má þar sjá alla lög- bundna sjóði og svo óráðstafað eigið fé. Í framkvæmd hefur því verið horft til óráðstafaðs eigin fjár varðandi arðsúthlutun- arheimildir og hefur það einnig verið staðfest í fjölda úrskurða yfirskattanefndar og dómaframkvæmd. Í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 786/2013 reyndi á kröfu skiptastjóra þrotabús um riftun á arðgreiðslu til fyrrum hluthafa sökum þess að hann taldi að bæði form- og efnisreglum hefði ekki verið fylgt við ákvörðunina. Hæstiréttur hafnaði riftunarkröfunni og taldi ekki skipta máli að nær allar tekjur þrotabúsins hafi verið hlutdeildar- tekjur en nægir fjármunir á óráðstöfuðu eigin fé lágu til grund- vallar arðsúthlutun. Hæstiréttur hefur þó ekki gefið afgerandi skýringar á því hvernig skilgreina eigi frjálsa sjóði hlutafélaga. Í dómum Hæstaréttar í málum nr. 606/2013 og nr. 607/2013, sem voru skattamál gegn fyrrum aðstoðarforstjóra og forstjóra bifreiðaumboðs vegna ágreinings um lögmæti arðgreiðslna, sagði dómurinn orðrétt í báðum málunum: „Við úrlausn um hvort úthlutun fjármunanna úr […] hefði verið gerð úr frjálsum sjóði félagsins samkvæmt heimild í 74. gr. laga nr. 138/1994 var litið til þess að enginn slíkur sjóður hefði verið skilgreindur í ársreikningi félagsins.“ Niðurstaðan í umræddum dómum var að arðsúthlutanir hefðu verið ólögmætar á grundvelli ýmissa formreglna sem voru brotnar. Þessi tilvitnun Hæstaréttar að ársreikningar hafi ekki verið með frjálsa sjóði skilgreinda meðal eiginfjárliða stingur þó í stúf við það sem lesendur ársreikninga eiga að venjast því almennt er enginn liður meðal eigin fjár með þessu heiti. Á fyrra dómstigi í báðum málum var þó vísað til þess að óráðstaf- að eigið fé samkvæmt ársreikningum umræddra félaga hefði verið neikvætt og því engin skilyrði til að greiða út arð. Má því ætla að Hæstiréttur hafi byggt sína niðurstöðu á sama grunni en það skapar óvissu þegar hugtakið „frjáls sjóður“ er ekki tengdur óráðstöfuðu eigin fé í ársreikningi með beinum hætti. Sérstaklega með vísan til síðari dómaframkvæmdar. Með dómi Hæstaréttar nr. 2/2020 vöknuðu grundvallarspurn- ingar um það hvað megi greiða hluthöfum í arð. Deiluefnið í málinu varðaði beiðni International Seafood Holdings, félags í Lúxemborg, um endurgreiðslu á afdreginni staðgreiðslu fjár- magnstekjuskatts vegna arðgreiðslu frá íslensku dótturfélagi. Dótturfélagið hafði á hluthafafundi í desember 2012 ákveðið að greiða út sem samsvaraði 1,5 milljón evra til eina hluthafans, en ársreikningur 2011 sýndi að staða á óráðstöfuðu eigin fé næmi tæpum 3,8 milljónum evra. Á árinu 2016 fól hluthafinn endur- skoðunarfyrirtæki að skila fyrir sig framtali hér á landi og óska eftir endurgreiðslu þessarar afdregnu staðgreiðslu á grundvelli 9. tl. 31. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Ríkisskattstjóri hafnaði endurgreiðslunni með þeim rökum að arðsúthlutunin úr íslenska móðurfélaginu hefði alfarið byggt á hlutdeild í afkomu dótturfélaga sem teldist ekki vera frjáls sjóður. Ríkisskattstjóri tók ekki til greina að þágildandi ákvæði 40. og 41. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga2 segðu að þegar hlutdeildaraðferð væri beitt þá er hlutdeildin færð til tekna eða gjalda sem áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga í rekstrarreikningi heldur vísaði til þess að hlutdeildin væri ekki frjáls sjóður á grundvelli hlutafé- lagalöggjafarinnar. Þessi niðurstaða ríkisskattstjóra var staðfest af héraðsdómi en Landsréttur taldi á hinn bóginn að líta bæri til stöðu óráðstafaðs eigin fjár samkvæmt ársreikningi 2011 sem frjálsan sjóð í skilningi hlutafélagalaga sem myndaði grundvöll fyrir arðsúthlutun. Landsréttur vísaði til þess að eins og laga- ákvæði ársreikningalaga voru á árunum 2011 og 2012 þá var ekki kveðið á um neina afmörkun á hlutdeild félagsins í afkomu dótturfélaga heldur fór hún ósundurgreind undir óráðstafað eigið fé. Með dómi Hæstaréttar var dómur héraðsdóms staðfestur. Hæstiréttur vísaði til þess að enga heimild væri að finna fyrir frekari úthlutun arðs en leiðir af 74. gr. ehfl., þar með talið í tilviki móðurfélaga sem beita hlutdeildaraðferð í reikningsskil- um sínum á grundvelli laga nr. 3/2006, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar í málum nr. 606/2013 og 607/2013 (þar sem félög voru með neikvætt eigið fé). Að auki benti Hæstiréttur á það að ársreikningalögin lúta einungis að reikningsskilum en taka ekki til úthlutunar af fjármunum og „bókhaldslegar færslur“ leiða ekki til rýmri heimilda til arðgreiðslna. Í málinu var vísað til dóms Hæstaréttar í máli nr. 786/2013 og þrátt fyrir að tveir hæstaréttardómarar í máli nr. 2/2020 hefðu einnig dæmt í fyrra málinu, sagði Hæstiréttur að ágreiningsefnin hefðu ekki verið hliðstæð fyrra málinu því þar var ekki byggt á því að að hlut- deild móðurfélags í eigin fé dótturfélags, sem færð hafði verið sem frjáls sjóður í ársreikning skv. 40. gr. laga nr. 3/2006, hefði ekki fullnægt skilyrðum 99. gr. hfl. (74. gr. ehfl) um útgreiðslu arðs. Ef við göngum út frá því að niðurstaða Hæstaréttar í máli nr. 2/2020 hafi verið rétt miðað við ákvæði hlutafélagalöggjafarinn- ar þá stöndum við frammi fyrir réttaróvissu. Frjáls sjóður virkar orðið sem útópísk hugmynd um fjármuni sem eru félagi frjálsir til ráðstöfunar og ekki er hægt að stóla á að óráðstafað eigið fé samkvæmt síðasta ársreikningi sé grundvöllur arðsúthlutunar. Slík breyting á túlkun og fyrri framkvæmd er slæm því hætta er á því að félög verði talin hafa úthlutað arði umfram heim- ildir. Stjórnir fjölda félaga gætu þurft að staldra við og skoða hvort óráðstafað eigið fé innihaldi hlutdeildarhagnað, eða eftir atvikum hlutdeildartap, frá fyrri tíð sem gæti þá haft áhrif á arðsúthlutunarheimildir. Verra er þó ef þetta opnar á þrengri túlkun á því hvaða sjóðir eru „frjálsir“ til ráðstöfunar. Undirrituð kallar eftir lagabreytingum á hlutafélagalöggjöfinni til að útrýma réttaróvissu. Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögmaður og meðeigandi hjá Deloitte Legal ehf. 2. Með lagabreytingu á árinu 2016 var gerð krafa um að færa mismun á þeirri fjárhæð sem var umfram úthlutaðan arð á bundinn reikning meðal eigin fjár en ekki var talið að lögin gætu gilt afturvirk.

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.