FLE blaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 19

FLE blaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 19
19FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022 ur til staðar og félag velur að notast við endurmatsaðferðina, á gangvirði. Við notkun endurmatsaðferðar er eignin metin á gangvirði og breytingar á gangvirði færðar yfir aðra heildaraf- komu (ef gangvirði er hærra en kostnaðarverð) eða í gegnum rekstur (ef gangvirði er lægra en kostnaðarverð). Eiginleikar rafmynta eru hins vegar í efnahagslegu tilliti samb- ærilegt hrávörum eins og gulli að því leyti að: • Það er hægt að skipta á þeim fyrir vörur og þjónustu en aðeins ef mótaðilinn er samþykkur slíkum viðskiptum; • Virði þeirra mótast af skorti og kostnaði við námugröft þeirra (þátt fyrir að rafmyntir verði til með notkun á tölvu- vinnslu til þess að leysa ákveðin reiknirit en ekki með bókstaflegum námugrefti); • Þær geta verið auðseljanlegar eins og til dæmis gull en innihalda engan samningsbundinn rétt til að móttaka handbært fé eða aðra fjáreign. Reikningsskil rafmynta geta verið flókin út frá eðli þeirra og því mikilvægt að þær upplýsingar sem settar eru fram í skýr- ingarhluta reikningsskilanna veiti lesanda þeirra fullnægjandi upplýsingar til að skilja bæði þær forsendur sem stjórnend- ur félagsins horfa til við flokkun rafmynta sem og við mat þeirra þar sem það á við. Í sömu umfjöllun alþjóðlegu túlk- unarnefndarinnar sem vísað er í hér að ofan kom fram að eftirfarandi skýringarkröfur alþjóðlegu staðlanna eiga við um rafmyntir og eignarhald á þeim. • Félög ættu að veita upplýsingar í skýringum í samræmi við kröfur: o IAS 2:36 til 39 vegna rafmynta sem eru almenn sölu- vara í starfsemi félagsins, þær skýringarkröfur fjalla m.a. um að upplýsa um þær reikningsskilaaðferðir sem félagið hefur innleitt við að meta birgðir, bókfært verð birgða og þeirra birgða sem metnar eru á gangvirði, fjárhæð birgða sem hafa verið gjaldfærðar á tímabilinu, fjárhæðir niðurfærslu og breytingar á henni á tímabilinu og ástæður þeirra og fjárhæð birgða sem eru veðsett- ar; og o IAS 38:118 – 128 vegna rafmynta sem skilgreindar eru sem óefnislegar eignir undir IAS 38, þær skýringarkröf- ur fjalla m.a. um að upplýsa um hvort að líftími eign- anna sé takmarkaður eða ótakmarkaður, afskriftarað- ferðir sem notast er við fyrir óefnislegar eignir með tak- markaðan líftíma, fjárhæð kostnaðarverðs og uppsafn- aðar afskriftir þeirra sem og afstemmingu á bókfærðu verði óefnislegra eigna frá upphafi tímabilsins til loka þess. • Ef félag færir rafmyntir á gangvirði (þ.e félagið beitir endurmatsaðferð óefnislegra eigna eða ef félagið er hrá- vörumiðlari sem metur birgðir á gangvirði að frádregnum sölukostnaði) ber að setja fram þær upplýsingar sem gerð er krafa um í IFRS 13, staðli sem fjallar um mat á gangvirði. • Félag ætti að setja fram þær forsendur sem stjórnendur byggja á við mat á reikningshaldslegri meðferð rafmynta ef þær forsendur hafa veruleg áhrif á þær fjárhæðir sem færðar eru í reikningsskilin (IAS 1:122) • Fyrirtæki ættu að upplýsa um alla verulega atburði sem gerast eftir reikningsskiladag en hafa ekki áhrif á skráð verðmæti á reikningsskiladegi (miðað við kröfur IAS 10). • Í þessu samhengi er viðeigandi að upplýsa um það í skýr- ingum ef breytingar verða á gangvirði rafmyntarinnar eftir reikningsskiladag og þær breytingar eru það verulegar að það gæti haft áhrif á þá ákvörðunartöku sem upplýstur lesandi reikningsskilanna gæti tekið á grundvelli þeirra. Við eignarhald á rafmyntum þarf einnig að horfa til annarra þátta. Einn af þeim þáttum snýr að því hvernig rafmyntirnar eru geymdar. Sumir velja það að geyma sínar rafmyntir í veski sem er í vörslu hjá þriðja aðila. Í þeim tilfellum er mikilvægt að greina hvort eignin falli undir skilgreininguna á því að vera undir yfirráðum félagsins. Við þá greiningu ber einnig að hafa í huga viðeigandi lög og reglugerðir ásamt skilmálum samn- ingsins og annarra samninga sem gætu haft áhrif á réttindi og skyldur félagsins og vörsluaðilans. Sú greining ætti að vera gerð fyrir hvert veski sem er í vörslu þriðja aðila og stjórn- endur ættu jafnvel að íhuga að fá greiningu lögfræðinga á viðeigandi samningum. Lista yfir þætti sem stjórnendur ættu að íhuga við mat á yfirráðum má finna hér að neðan. Rétt er að athuga að þessi listi er ekki tæmandi og því geta verið aðrir þættir sem þörf er á að skoða. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að ekki ætti að horfa á einn þátt sem ákvarðandi þátt við mat á því hvort til staðar séu yfirráð yfir rafmyntum. • Eru lög eða reglugerðir sem eiga við um vörsluaðilann eða eiganda rafmyntanna? Ef slíkt er til staðar, kemur fram í þeim hver sé lagalegur eigandi rafmyntarinnar? • Kemur fram í skilmálum samnings á milli félagsins og vörsluaðilans hvort að félagið framselji eignarhaldið yfir til vörsluaðilans? • Er vörsluaðilinn með réttinn (undir samningsbundnum skilmálum samnings eða lögum og reglugerðum) til að selja, flytja, lána eða veðsetja rafmyntirnar án samþykkis og/eða tilkynningar til félagsins? • Ef til gjaldþrots kemur hjá vörsluaðilanum eru rafmyntirn- ar hluti af þeim eignum sem til skipta koma? Ef svo er, hefur fyrirtækið forgangskröfu í þeim tilfellum? • Getur fyrirtækið leyst út rafmyntirnar á hvaða tíma sem er og undir hvaða ástæðum/aðstæðum sem er? Ef ekki, hvaða þættir eru það sem stýra því að hægt er að taka rafmyntirnar úr vörslu? Eru einhverjir tæknilegir eða aðrir þættir sem geta komið í veg fyrir það að hægt sé að taka rafmyntirnar úr vörslu innan eðlilegs tíma óháð samnings- bundnum eða lagalegum rétti?

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.