FLE blaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 4

FLE blaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 4
4 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022 PERSÓNAN HÓLMGRÍMUR Hverra manna ertu og hvaðan ertu? Ég er bóndasonur að norðan. Foreldrar mínir Bjarni Hólmgrímsson og Sigríður Guðmundsdóttir voru bændur og bjuggu á Svalbarði á Svalbarðsstönd í Eyjafirði. Hvernig var að alast upp? Ég er svo heppinn að ég átti í raun alveg yndislega barnæsku. Ólst upp í stórri og góðri fjölskyldu og í minningunni alla vega var alltaf gaman. Að mínu mati voru það ákveðin forréttindi að fá að alast upp á sveitabæ þar sem ýmislegt var nú brallað sem ég er nú ekki viss um að væri allt leyft í dag. Í hvaða skólum varstu? Það var nú ekki kominn leikskóli á Svalbarðsströnd þegar ég var að alast upp en ég gekk í Grunnskóla Svalbarðsstrandar, var þar í 1. - 6. bekk en síðan fór ég í Hrafnagilsskóla í 7.-9. bekk. Eftir grunnskóla fór ég í Menntaskóla Akureyrar og eftir það lá leiðin suður í háskóla þar sem ég fór í viðskiptafræði í HÍ. Hvar hefur þú búið? Fyrstu 20 ár ævinnar bjó ég í sveitinni en flutti svo til Reykjavíkur þar sem ég bjó fyrst í Vesturbænum og síðan í Grafarvogi samtals í um 12 ár með um eins árs hléi þar sem ég bjó í Winnipeg í Kanada þar sem ég var að vinna hjá Deloitte í skiptiprógrammi. Fyrir um 16 árum fluttum við hjónin svo til Akureyrar þar sem við höfum búið síðan. Eiginkona og börn? Eiginkona mín heitir Guðný Margrét Sigurðardóttir, alltaf köll- uð Gréta. Hún er hjúkrunarfræðingur og vinnur á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Við eigum fjögur börn, Katrínu sem er 21 árs og er að læra læknisfræði í HÍ, Kára sem er 18 ára og er í Menntaskólanum á Akureyri, Bjarna sem er 17 ára og er í Verkmenntaskólanum á Akureyri og Sigurð sem er 10 ára og er í Brekkuskóla á Akureyri. Hvað gerir þú utan vinnunnar? Heimilið er stórt þannig að lífið utan vinnu snýst mikið um fjöl- skylduna og heimilisstörf. Þá hef ég alltaf reynt að láta heilsu- Hólmgrímur og kona hans Guðný Margrét FLE Á BJARTA FRAMTÍÐ FYRIR SÉR VIÐTAL VIÐ HÓLMGRÍM BJARNASON NÝJAN FORMANN FLE Ég tel að það sé mikilvægt að endurskoðendur á Íslandi eigi sér félag saman sem meðal annars vinnur að hagsmuna- og framfaramálum á starfssviði endurskoðenda og er vettvangur skoðanaskipta um fagleg málefni stéttarinnar

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.