FLE blaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 27

FLE blaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 27
27FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022 an staðal til umsagnar og stendur það ferli fram í janúar 2022. Þá tekur við ákveðinn endasprettur eða innleiðingarferli hjá ráð- inu þar sem farið verður yfir athugasemdir og ábendingar frá umsagnaraðilum sem getur staðið yfir í allt að 18 mánuði og standa því vonir til að staðalinn taki gildi á árinu 2024. Þetta er búið að vera langt og strangt ferðalag sem má segja að Norræna endurskoðendasambandið hafi ýtt úr vör þegar það lagði ákveðinn þrýsting á alþjóðlega staðlaráðið með því að legga fram drög að staðli sem á sínum tíma fékk heitið SASE. Þess má geta að á vettvangi NRF er vinnuhópur að störfum þar sem fulltrúi frá Endurskoðunarnefnd FLE á sæti í og er stefnt að því að Norræna endurskoðenda-sambandið sendi alþjóðlega staðlaráðinu samnorræna umsögn um hinn nýja staðal. Tilskipun Evrópusambandsins, eða CRSD tilskipunin (corporate sustainability reporting directive) hvað varðar skýrslur um sjálf- bærni (sustainability reports) fyrir félög tengd almannahags- munum frá því í apríl 2021 mun taka gildi á árinu 2023. Evrópusambandið hefur jafnframt óskað eftir því við EFRAG (Europian financial reporting advisory group) að leggja fram grunn að tilllögum fyrir væntanlegan staðal. Það er mál manna að hér sé á ferðinni ein mesta áskorun seinni tíma fyrir endurskoðendur en um leið mikil tækifæri og muni jafnvel stuðla að auknum áhuga efnilegra námsmanna á því að starfa sem endurskoðendur. Fram undan er því ákveðinn aðlögunar- og undirbúningstími og því fylgja ýmsar áskoranir og verða nefndara þær fimm helstu sem komið hafa fram á fundum og samtölum á vettvangi NRF og Accountancy Europe : Í fyrsta lagi er mikilvægt að endurskoðendur og endur- skoðunarfyrirtæki geri sér grein fyrir því að innan 18 mánaða þurfa þau að vera búin að gera viðeigandi ráðstafanir hjá sér til að vera tilbúin þegar tilskipunin tekur gildi árið 2023. Í öðru lagi þá er ákveðin óvissa til staðar eins og staðan er núna þar sem ekki liggur fyrir ákveðinn staðall, en að öllum líkindum mun IFRS stofnunin sem og ISSB (international sustainability standard board) koma þar að málum á næstu misserum þegar fyrir liggja skýrari kröfur frá EFRAG. Þar kemur m.a. til álita hvaða upplýsingar skuli gefa, nákvæmni þeirra og eðli. Þegar staðalinn lítur dagsins ljós og hefur verið formlega samþykktur af Evrópusambandinu verður hann hinn laga- legi grunnur fyrir skýrslur um sjálfbærni. Á grundvelli þess staðals þarf einnig að taka afstöðu til hvers konar stað- festingu endurskoðendur munu gefa og samkvæmt hvaða staðli, þ.e. limited assurance eða resonable assurance. Til Ungliðanefnd sá um gleðistund félagsins, frá vinstri: Anna Kristín, Sif og Steina Dröfn

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.