FLE blaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 22

FLE blaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 22
22 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022 Árið 2021 var gerð breyting á lögum um tekjuskatt varðandi frádrátt frá tekjum vegna gjafa og framlaga til almannaheilla. Breytingarnar eru tvenns konar; annars vegar er heimilaður frádráttur einstaklinga frá tekjum vegna gjafa til góðgerðara- mála og hins vegar er gerð breyting á heimildum rekstraraðila til frádráttar frá tekjum vegna framlaga til sömu málaflokka. Hámarks frádráttur lögaðila hækkar úr 0,75% af tekjum í 1,5% af rekstrartekjum. Jafnframt hækkar framlag til kolefnisjöfnunar um sömu prósentutölu. Samhliða þessum breytingum er komið á sérstakri almannaheillaskrá þar sem tæmandi eru talin þau félög sem styðja má með framlögum þannig að lækkun á tekju- skattstofni fáist. Með þessu má segja að umgjörðin utan um frádráttarbærni slíkra framlaga sé orðin mun skýrari en áður var. Skilyrði fyrir því að komast á skrá Skattsins um almannaheilla- félög má segja að séu þrenns konar. Í fyrsta lagi er skilyrði um félagsformið, í öðru lagi varðandi starfsemi og í þriðja lagi varð- andi ráðstöfun styrkjanna. FÉLAGSFORM Einungis óhagnaðardrifin almenn félög, sjóðir og stofnanir koma til greina sem almannaheillafélög. Hér koma því ekki til greina þau félagsform sem almennt eru notuð í atvinnurekstri (þrátt fyrir að þau teljist óhagnaðardrifin), þ.e. hlutafélög, einka- hlutafélög, samlagsfélög, samlagshlutafélög, sameignarfélög og samvinnufélög. STARFSEMI Sú starfsemi sem viðkomandi lögaðili þarf hafa með höndum til að komast á almannaheillaskrá er talin upp í lögunum í 7 liðum en hún er: 1. Mannúðar- og líknarstarfsemi. Dæmi: Meðferðarstofnanir, mannréttindastarfsemi, sambýli fatlaðra og öldrunarheimili. 2. Æskulýðs- og menningarmálastarfsemi. Dæmi: Starfsemi íþróttafélaga, bókmennta- og listafélög og starfsemi safna. 3. Starfsemi björgunarsveita, landssamtaka björgunarsveita og slysavarnadeilda og einstakra félagseininga sem starfa undir merkjum samtakanna. 4. Vísindaleg rannsóknarstarfsemi. Hér fellur undir viðurkennd vísindaleg rannsóknarstarfsemi. 5. Starfsemi sjálfstæðra háskólasjóða og annarra mennta- sjóða. Hér falla undir menntasjóðir sem eru sjálfstæðir gagnvart hinu opinbera. 6. Neytenda- og forvarnastarfsemi. Dæmi: Samtök sem vinna að neytendamálum og forvörnum, til að mynda forvörnum gegn vímuefnum og sjálfsvígum. 7. Starfsemi þjóðkirkjunnar, þjóðkirkjusafnaða og annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga. Hér fellur undir starfsemi þjóðkirkjunnar og trúfélög samkvæmt lögum um trúfélög og lífsskoðunarfélög nr. 108/1999. ALMANNAHEILLAFÉLÖG Kjartan Arnfinnsson, endurskoðandi hjá Debet og Ágústa Katrín Guðmundsdóttir, endurskoðandi hjá Endurskoðun og reikningshaldi Skilyrði fyrir því að komast á skrá Skattsins um almanna- heillafélög má segja að séu þrenns konar. Í fyrsta lagi er skilyrði um félagsformið, í öðru lagi varðandi starfsemi og í þriðja lagi varðandi ráðstöfun styrkjanna

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.