FLE blaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 26

FLE blaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 26
26 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022 þeirra haft áhrif á störf félagsmanna. Því er eðlilegt að félagið reyni að hafa áhrif með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi. Á starfsárinu þótti ekki þörf á að veita neinar umsagnir um þingmál. Endurskoðunarnefndin vann við að skoða aðra stað- festingarvinnu endurskoðenda en hluti af aðgerðum ríkis- valda gegn áhrifum COVID-19 gerði kröfu um staðfestingu frá endurskoðendum. Skoðað var hvernig endurskoðendur voru almennt að sinna þeirri vinnu, hvaða staðal og áritun var beitt, sem og leitað leiða til að samræma vinnubrögð. Eins var fylgst með því sem gerðist á alþjóða vettvangi varðandi nýjan LCE staðal og eins ESEF vegna gildistöku gagnsæistilskipun- ar Evrópusambandsins hér á landi sem snýr að rafrænu skýr- slusniði ársreiknings og staðfestingu endurskoðanda. Fulltrúi úr nefndinni tók jafnframt þátt í stýrihóp á vegum ráðuneytisins um endurskoðun laga um bókhald Gæðanefnd hefur eingöngu starfað að nafninu til þetta starfsár vegna yfirfærslu gæðaeftirlits til Endurskoðendaráðs en mun væntanlega móta og endurmeta starf sitt á komandi starfsári þegar fyrir liggur niðurstaða ráðsins að afloknu þeirra fyrsta ári á grundvelli nýrra lagafyrirmæla hvað varðar gæðaeftirlit. Menntunarnefnd hefur haft lítið fyrir stafni undanfarið vegna COVID-19 ráðstafana í háskólum landsins, en kom þó að skipulagi Haustráð-stefnunnar sem tókst þó að halda með vinnustofufyrirkomulagi í haust. Reikningsskilanefnd hafði töluverða aðkomu að því að móta reglu Reikningsskilaráðs nr. 6 um reikningshaldslega með- ferð leigusamninga í reikningsskilum leigutaka. Nefndin veitti einnig umsögn um áhersluatriði Ársreikningaskrár við eftirlit með ársreikningum 2020 fyrir útgáfu þeirra. Þá hefur formaður nefndarinnar verið í stýrihóp á vegum ráðuneytisins um endur- skoðun laga um bókhald. Skattanefnd vann að undirbúningi Skattadags FLE en mun tækla það verkefni fram á vor að skoða hvað betur má fara varðandi skatteyðublöð og annað sem snýr að endurskoðend- um. Því er ljóst að störf þessara nefnda og framlag þeirra einstak- linga sem þar leggja sitt af mörkum eru afar mikilvæg fyrir félagið og þeim því hér með færðar sérstakar þakkir fyrir sam- starfið á liðnu ári. FRAMTÍÐARMÁL Hér verða nefnd tvö mál sem munu væntanlega hafa mikil áhrif á störf okkar í náinni framtíð. Það er annars vegar nýr staðall um LCE (less complexed entities) sem nú er í umsagnarferli hjá IAASB og svo hins vegar sjálfbærniskýrslur út frá tilskipun EU. Eins og okkur er öllum kunnugt þá hyllir loksins undir að sér- stakur staðall fyrir lítil og einföld félög, eða LCE, líti loksins dagsins ljós. Alþjóðlega staðlaráðið IAASB hefur lagt fram slík- Áhugasamir félagsmenn á ráðstefnu

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.