FLE blaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 25

FLE blaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 25
25FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022 innheimtu greiðslna. Svo má ekki gleyma félagslega þættinum sem er mjög mikilvægur því ekki viljum við í framtíðinni ein- göngu hittast í rafrænum heimi. Haldin voru sex morgunkorn á starfsárinu og voru þau öll án mætingar. Þrjú þeirra voru tekin upp sérstaklega en ekki streymt, heldur veitt aðgengi að hverju þeirra fyrir sig á sér- stakri Facebook síðu. Fjölluðu þau um, IFRS 16 eða leigusamn- inga, skattlagningu íslenskra launþega sem vinna erlendis og í þriðja lagi um sviksemisáhættu. Að meðaltali 50 félagsmenn nýttu sér þennan möguleika sem er ásættanlegt en við gerðum okkur væntingar um meiri þátttöku. Tveimur morgunkornum var síðan streymt í rauntíma og án mætingar og var þátttakan þar í góðu lagi. Sjötta morgunkornið var síðan unnið í samvinnu við Festu- mið- stöð um samfélagsábyrgð og var því eingöngu streymt í raun- tíma. Félagið bar allan kostnað af þessu korni og var það í boði án endurgjalds bæði fyrir félagsmenn FLE sem og Festu. Áhorf var afar gott eða rúmlega 180 fylgdust með streyminu. Heildarþátttaka á morgunkorn, hvort heldur í streymi eða upptöku var tæplega 500 sem verður að teljast harla gott, en kornin gáfu 12 einingar. Þess má geta að á fyrra starfsári voru einungis haldin tvö korn. Félagið stóð fyrir fjórum ráðstefnum á starfsárinu Reikningsskiladegi, Skattadegi, Endurskoðunardegi og Haustráðstefnu sem var eingöngu streymt og ekki með vinnu- stofufyrirkomulagi eins og áður greinir. Heildarþáttaka á þess- ar ráðstefnur var rúmlega 730 og þar af mæting í sal um 60. Þessar fjórar ráðstefnur gáfu 18 endurmenntunareiningar. Til þess að ljúka upptalningunni þá stóð félagið fyrir sex nám- skeiðum og fræðslufundum þar sem heildarþátttakan var lið- lega 400 félagsmenn, en mæting í sal var um 100. Þessir sex atburðir gáfu 18 einingar. Að lokum má geta þess til gamans að þátttaka á eitt nám- skeiðið varð með ólíkindum eða tæplega 170 félagsmenn sem var eingöngu streymt, en tekið upp með aðgengi síðar, en það námskeið fjallaði um arðgreiðslur. NEFNDARSTÖRF Innan félagsins eru starfandi sex fastanefndir: Álitsnefnd, Endurskoðunarnefnd, Gæðanefnd, Menntunarnefnd, Reikningsskilanefnd og Skattanefnd. Álitsnefndinni berast ýmis álitamál ár hvert, flest þeirra frá Nefndasviði Alþingis og svo er fylgst með samráðsgátt stjórn- valda, en þar birtast mál sem eru í vinnslu og getur framgangur Stjórn FLE 2020-2021 í anda COVID-19

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.