Feykir - 19.01.2022, Qupperneq 2
Fjölmargar tilnefningar bárust til fyrirmyndar-
verkefna á árinu 2021 á starfssvæði SSNV en á
heimasíðu samtakanna kemur fram að í desem-
ber hafi verið kallað eftir þeim, annars vegar á
sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og hins
vegar á sviði menningarmála. Stjórn SSNV ákvað
á fundi sínum þann 11. janúar sl. að veita þremur
framúrskarandi verkefnum viðurkenningu.
Verkefni Brúnastaða í Fljótum, Manns og
konu ehf. og Sögufélags Skagafjarðar fengu
viðurkenningar að þessu sinni.
Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fengu
Brúnastaðir í Fljótum viðurkenningu fyrir
vinnslu geitaosta en þeir þykja einstakir og
engum öðrum íslenskum ostum líkir.
Á sviði menningarmála fengu tvö verkefni
viðurkenningar en þau eru annars vegar Maður
og kona ehf. fyrir Shoplifter í Hrútey, sýning-
una Boðflennu, eftir Hrafnhildi Arnarsdóttur,
metnaðarfull sýning sem vakti mikla athygli
innanlands sem utan. Segir í greinargerð SSNV
að sýningin hafi styrkt sérstöðu landshlutans á
sviði sjónlista og haft skýr tengsl við textíl-
menningu svæðisins.
Hitt verkefnið á sviði atvinnuþróunar var
Byggðasaga Skagafjarðar sem Sögufélag Skaga-
fjarðar stóð fyrir en í henni er fjallað um allar
bújarðir í Skagafirði í máli og myndum sem hafa
verið í ábúð frá árinu 1780 til dagsins í dag. Auk
þess innihalda ritin upplýsingar um sveitar-
félögin í firðinum og ýmsan annan fróðleik.
Öll verkefnin hafa hlotið styrki úr Upp-
byggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands
vestra en hægt er að forvitnast nánar um þau á
heimasíðu SSNV. /PF
Framundan er bóndadagurinn sem markar upphaf þorrans,
fjórða mánuð vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann
hefst ætíð á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á
þorraþræl, laugardeginum fyrir konudaginn en þá tekur góa
við. Eins og margir þekkja hefur þessi tími verið notaður til
mannfagnaða í formi þorrablóta þar
sem fólk kemur saman, etur og
drekkur og hefur hið fornkveðna; að
maður sé manns gaman, í heiðri.
Í nútímanum er lítið sem minnir á
líf Íslendinga á þorra fyrri alda. Fyrir
það fyrsta er mjög sjaldséð, jafnvel
fáséð, að nokkur húsbóndi bjóði
þorra í garð með því að rísa úr fleti
eldsnemma bóndadags og rjúki út á
skyrtunni einni og í annarri buxnaskálminni, dragandi hina á
eftir sér. Samkvæmt gamalli sögn áttu þeir að ljúka upp bænum,
hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn og bjóða þorra
velkominn til húsa. Þorra var síðan fagnað með því að bjóða til
veislu.
Í bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson segir að þorr-
inn og góan hafi þótt erfiðastir vetrarmánaðanna þar sem oft
var farið að ganga á matarbirgðirnar. Það þekkjum við ekki í
dag, sem betur fer, þar sem nóg er af mat og flestir sem éta of
mikið. Einhverjir gætu tengt þorrann við hörmungar og hungur
fyrst verið er að éta „skemmdan mat“, súran og kæstan.
En þarna skulum við doka örlítið og spá. Þorramatur er
ekkert annað en stæling á fyrri alda mat þar sem hvorki frysti-
né kæliskápar voru komnir á teikniborðið. Þá var matur
geymdur í skyrmysu sem lækkaði pH gildi matarins og kom í
veg fyrir að óæskilegir gerlar næðu að vaxa. Einnig var matur
þurrkaður, líkt og harðfiskurinn, svo ekki óx gerillinn þar og
svo var kjöt ýmist saltað í tunnur eða hengt upp í hlóðaeldhúsum
eða reykhúsum til að forða því frá skemmdum þar sem gerillinn
náði ekki að vaxa í þeim aðstæðum, ef rétt var að farið. Þá er
verkun hákarlsins sér kafli út af fyrir sig. Á þorranum var sem
sagt ekkert nýmeti að fá – aðeins „þorramat“.
Að kalla þorramat skemmdan mat er móðgun við formæður
okkar og feður, nema þá að hann sé illa verkaður og skemmdur
þess vegna.
Nú horfir svo við að líklega verða engin stór þorrablót í ár
nema eitthvað mikið breytist hjá sóttvarnateyminu fræga, en
væntanlega eiga einhverjir eftir að slá upp sinni eigin
þorraveislu. Þá er gott að hafa eftirfarandi erindi Hávamála í
heiðri:
Óminnishegri heitir
sá er yfir öldrum þrumir.
Hann stelur geði guma.
Þess fugls fjöðrum
eg fjötraður var'g
í garði Gunnlaðar.
Góðar stundir!
Páll Friðriksson, ritstjóri
LEIÐARI
Velkominn þorri og vertu góður!
AFLATÖLUR | Dagana 9. – 15. janúar á Norðurlandi vestra
Alls landað 15 sinnum í síðustu viku
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
Tryggvi Eðvards SH 2 Lína 43.049 Alls á Sauðárkróki 341.429
SKAGASTRÖND
Elfa HU 191 Handfæri 201
Guðrún Petrína GK 107 Landbeitt lína 7.254
Gulltoppur GK 24 Landbeitt lína 9.861
Hópsnes GK 77 Landbeitt lína 8.194 Alls á Skagaströnd 25.510
HVAMMSTANGI
Harpa HU 4 Dragnót 2.953
Alls á Hvammstanga 2.953
SAUÐÁRKRÓKUR
Drangey SK 2 Botnvarpa 208.619
Lundey SK 3 Þorskfisknet 1.556
Málmey SK 1 Botnvarpa 88.021
Steini g SK 14 Handfæri 184
Á Króknum voru fimm bátar/togarar sem
lönduðu alls 341.429 kg og var Drangey SK 2
aflahæst með tæp 209 tonn.
Allir lönduðu einu sinni nema línubáturinn,
Tryggvi Eðvalds SH 2, sem landaði þrisvar
sinnum. Á Skagaströnd voru fjórir bátar á
veiðum með alls 25.510 kg. og var Gulltoppur GK
24 aflahæstur með tæp tíu tonn í tveim löndun-
um þá landaði einnig Hópsnes GK 77 tvisvar
sinnum í síðustu viku. Einn bátur landaði á
Hvammstanga, Harpa HU 4, og landaði hún
tvisvar sinnum með alls 2.953 kg.
Alls var landað 369.892 kg á Norðurlandi
vestra aðra viku ársins 2022. /SG
Fyrirmyndarverkefni á Norðurlandi vestra
Þrjú verkefni fengu viðurkenningu
Gettu betur
Lið FNV aftur úr leik – eða þannig
Spurningakeppni framhalds-
skólanna, Gettu betur, hélt
áfram á öldum ljósvakans á
mánudagskvöldið og þrátt fyrir
tap í fyrstu umferð fékk
keppnislið Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra annað
tækifæri þar sem liðið komst
áfram sem stigahæsta tapliðið
eftir fína frammistöðu gegn
öflugu liði Tækniskólans.
Andstæðingurinn nú var
sprækt lið Fjölbrautaskóla
Vesturlands og í húfi var sæti í
átta liða úrslitum keppninnar.
Í átta liða úrslitum er keppnin
færð úr útvarpi og neti og inn í
stofur landsmanna með hjálp
Sjónvarpsins en langt er síðan
FNV hefur átt lið í átta liða
úrslitum. Það hafðist ekki
heldur í þetta skiptið því Fjöl-
brautaskóli Vesturlands hafði
betur – úrslitin 28-9. /ÓAB
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is
Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir
Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 649 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 795 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Keppendur FNV þau Kristey Rut Konráðsdóttir, Íris Helga Aradóttir, Ásta Aliya
Friðriksdóttir Meldal og Óskar Aron Stefánsson. MYND: FNV.IS
Ostar frá Brúnastöðum. MYND AF FB
2 03/2022