Feykir - 19.01.2022, Síða 4
AÐSENT | Hjalti Þórðarson skrifar
Djúpar lægðir dundu á landinu kringum
áramótin með hárri sjávarstöðu og allnokkru
tjóni í og við nokkrar sjávarbyggðir. Þessi tjón,
ásamt mörgum öðrum undanfarin ár, hljóta að
vekja fólk til aukinnar
vitundur um hærri
sjávarstöðu og auknar
líkur á enn meira
tjóni í komandi
framtíð. Því miður er
ekkert í þeim efnum
sem getur batnað. Hjá
þjóð sem býr á eyju
með mörgum
tengingum við sjóinn
hefur verið furðulítil
umræða um þessi
mál.
Sjávarborð hefur hækkað um 21-24 sm á
síðastliðnum 140 árum og á þeim tíma með
sívaxandi hraða. Nú um stundir hækkar sjávarborð
um 3-4 mm á ári og sumar spár gera ráð fyrir að
hækkun sjávar verði að meðaltali meira en 5 mm á
ári næstu 20 árin. Sjávarstrendur landsins bera
þess líka víða merki með miklu og auknu sjávarrofi.
Skagafjörður hefur ekki farið varhluta af þessu og
hefur Ægir konungur verið duglegur síðustu árin
að mölva og berja af landinu sem mest hann getur.
Ef skoðuð eru u.þ.b. 20 ára gömul gögn og þau
borin saman við nýleg gögn sjást víða miklar
breytingar.
Sjávarmölin við Miklavatn í Fljótum hefur flust
innar svo nemur tugum metra jafnvel mest um 60-
70 metra. Haganesið vestan við Miklavatn hefur
styst um allt að fimm metra. Þar sem akvegurinn
liggur næst sjónum fyrir neðan Móskóga á
Bökkum hefur ströndin færst innar um allt að
fimm metra og er vegurinn kominn í stórhættu.
Lónsmölin í Sléttuhlíð hefur færst innar á stórum
köflum um 20-40 metra. Norðausturhorn Þórðar-
höfða hefur tapað hátt í 10 metrum. Bæjarmölin
við Höfðavatn hefur á sumum stöðum færst innar
sem nemur 10-30 metrum. Stór hluti Garðssands
er nánast alltaf undir vatni og eru nýlegar upp-
græðslur að fljóta á haf út. Nánast er hætt að bæta
í fjöruna á Borgarsandi þrátt fyrir gríðarlegan
framburð úr Héraðsvötnum. Reykjadiskur á
Reykjaströnd hefur á kafla styst um allt að 5 metra.
Ströndin vestan við Hraun á Skaga hefur á einum
stað færst innar um allt að 10 metra.
Þessi framansögðu dæmi eru þar sem mikil
breyting hefur orðið á ströndinni en til allrar
hamingju hefur megnið af ströndinni ekki breyst á
jafn dramatískan hátt enda hér um örstuttan tíma
að ræða. Heggur þó víðast í hana og hægt að spyrja
hvernig þetta verður eftir önnur 20 ár. Sumar
sjávarstrendur verða jafnvel óþekkjanlegar og fleiri
byggðir sem liggja lágt í meiri hættu en nú er og
erfiðara verður að verja þær. Sést það vel á Sauðár-
króki þar sem himinhár sjávarvarnargarður er
kominn fram með byggðinni, eins heillandi og
hann er eða hitt þó heldur. Ef fram heldur sem
horfir er ólíklegt að hann muni duga til langrar
framtíðar og reyndar öruggt að hann gerir það
ekki. Þrátt fyrir hækkun sjávarmáls eru samt sem
áður enn skipulögð mannvirki nánast út í sjó sem
leiðir bara til aukinna sjávarvarna í komandi
framtíð. Er það skynsamlegt?
Hjalti Þórðarson
landfræðingur
Hækkun sjávarborðs –
verulegt áhyggjuefni
AÐSENT | Lionsklúbburinn Björk skrifar
Lionsklúbburinn Björk á
Sauðárkróki hittist lítið sem
ekkert síðasta vetur en hefur
náð að hittast þrisvar
sinnum það sem af er
þessum vetri. Fundirnir hafa
verið haldnir í Gránu og þar
höfum við notið gestrisni og
góðra veitinga og þökkum
við fyrir það.
Við fengum Önnu Blöndal
umdæmisstjóra til okkar á
einum fundinum og sagði
hún frá markmiðum sínum
og ýmsum verkefnum sem
eru í gangi í hreyfingunni.
Anna heiðraði þrjár konur
fyrir 15 ára starf í þágu Lions
en það eru Andrea Björns-
dóttir, Stefanía Ó. Stefánsdóttir
og Svava Svavarsdóttir. Mar-
grét Guðmundsdóttir fékk
sérstaka viðurkenningu fyrir
góð störf sem svæðisstjóri við
erfiðar aðstæður veturinn
2020-2021. Þar sem þessi
fundur var haldinn í október
var að sjálfsögðu bleikt þema
og sáu Brynja Ingimundar-
dóttir og Kristín Sveinsdóttir
um að skreyta salinn með
fallegum bleikum skreyting-
um og fékk hver kona fallega
náttúrusápu sem seld er til
styrktar krabb.is.
Sigurbjörg Guðjónsdóttir
og Anna Gísladóttir fóru í 2.
bekk í Árskóla í október og
afhentu litabækur um bruna-
varnir í heimahúsum. Með
þeim var Sigurður Bjarni
Rafnsson frá Brunavörnum
Skagafjarðar en þetta sam-
starfsverkefni hefur verið í
gangi í mörg ár.
Í byrjun desember var
haldinn makalaus jólafundur.
Í stað pakkaskipta gekk
baukur og settu konur frjáls
framlög í hann. Verður
ágóðanum veitt í verðugt
málefni. Maturinn var ein-
staklega góður og eftir hann
stigu Svavar Knútur og Aldís
Fjóla á stokk og skemmtu
okkur við góðar undirtektir.
Fyrir jólin hefur klúbburinn
styrkt eina eða fleiri fjöl-
skyldur í samráði við sóknar-
prestinn og nú var ákveðið að
120.000 krónur færu til
barnmargrar fjölskyldu sem
átti um sárt að binda. Íbúar á
Dvalarheimili Heilbrigðis-
stofnunnar Norðurlands á
Sauðárkróki fengu einnig
glaðning því keypt var streymi
á jólatónleika Björgvins á all-
ar sex setustofurnar. Auk þess
fengu allir sem vildu sherry og
Nóa-konfekt. Með því lauk
árinu og við höldum keikar
inn í 2022.
Lionsklúbburinn Björk
Starfið árið 2021
Bleikur fundur Bjarkanna í október. MYNDIR AÐSENDAR
Kátar konur á makalausum jólafundi.
Andlát
Bjarni Har látinn
Kaupmaðurinn Bjarni
Haraldsson á Sauðárkróki lést
aðfaranótt síðasta mánudags á
92. aldursári, en hann hafði
dvalið á HSN á Sauðárkróki
síðustu misseri. Bjarni var
sæmdur heiðursborgara-
nafnbót í Sveitarfélaginu
Skagafirði árið 2019 er haldið
var upp á 100 ára afmæli
Verslunar Haraldar Júlíussonar,
sem kennd er við föður hans.
Aðeins tveir ættliðir hafa rekið
verslunina þau rúmu 100 ár
sem hún hefur verið starfrækt
en Haraldur, faðir Bjarna, setti
hana á laggirnar árið 1919.
Bjarni fagnaði 90 ára afmæli
sínu í skugga Covid þann 19.
mars árið 2020 en stefndi á að
slá upp veislu fyrir bæjarbúa
sem var frestað fram í ágúst
sama ár en út af Covid-
ástandinu þurfti að slá henni
Bjarni Har kátur á atvinnulífssýningu vorið 2018. MYND: ÓAB
aftur á frest sem varð til þess að
hún var aldrei haldin.
Bjarni var tvíkvæntur, en
fyrri kona hans var María
Guðvarðardóttir og áttu þau
saman dæturnar Guðrúnu og
Helgu. Þau skildu 1960. Eftir-
lifandi eiginkona Bjarna er
Ásdís Kristjánsdóttir og saman
áttu þau soninn Lárus Inga.
Feykir sendir aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur. /PF
4 03/2022