Feykir - 19.01.2022, Side 6
þeim fyrstu sem greindust
í hópsmiti sem kom upp á
Sauðárkróki snemma í maí. Á
forsíðu 19. tölublaðs var sagt frá
ástandinu á heimilinu en hann
sat í einangrun á efri hæð íbúðar
sinnar í Raftahlíðinni ásamt syni
sínum Fannari á meðan Regína,
kona hans, og börn þeirra tvö
Birgitta og Sigurbjörn voru í
sóttkví á neðri hæðinni. Pétur
sagði þetta fyrirkomulag hafa
gengið áfallalaust en öllum hafi
leiðst í þessu ástandi.
Pétur sagði að þetta hafi
verið í fyrsta skiptið sem einhver
hafi hringt í sig og sagt að hann
væri jákvæður en var svo ekkert
sérstaklega jákvætt. „Þetta var
náttúrulega mjög neikvætt þar
sem við reyndumst Covid já-
kvæðir“.
Skert bankaþjónusta
á Blönduósi
Útibú Arion banka á Blöndu-
ósi lokaði um mánaðamótin
apríl-maí og þar með í fyrsta
skipti í 130 ár sem engin
bankaþjónusta hefur verið í
boði í bænum. Áfram verður þó
alhliða hraðbanki á Blönduósi
þar sem hægt er að taka út og
leggja inn seðla greiða reikn-
inga, enduropna PIN númer og
millifæra. Valdimar Hermanns-
son bæjarstjóri sagði þetta mikil
vonbrigði og taldi sveitarfélagið
að öllum líkindum færa við-
skipti sín í annan banka.
Handbendi fékk
Eyrarrósina
Eyrarrósin, viðurkenning fyrir
framúrskarandi menningarverk-
efni utan höfuðborgarsvæðis-
ins, var afhent í sautjánda sinn
sunnudaginn 16. maí, við hátíð-
lega athöfn á Patreksfirði. Frú
Eliza Reid forsetafrú og vernd-
ari Eyrarrósarinnar veitti verð-
launin.
Handbendi brúðuleikhús á
Hvammstanga hlaut viðurkenn-
inguna að þessu sinni og er það
í fyrsta sinn sem Eyrarrósin
fellur í skaut verkefnis á
Norðurlandi vestra. Greta
Clough, stofnandi og listrænn
stjórnandi Handbendis tók
á móti viðurkenningunni og
verðlaunafé að upphæð kr.
2.500.000. Viðurkenningunni
fylgir að auki boð um að standa
að viðburði á Listahátíð 2022 og
framleitt verður vandað heim-
ildamyndband um verkefnið.
Vel sóttir íbúafundir
Dagana 18. og 19. maí voru
haldnir íbúafundir á Blönduósi
og Skagaströnd vegna samein-
ingar sveitarfélagana í Austur-
Húnavatnssýslu. Um 20 manns
sóttu fundinn á Blönduósi sem
haldinn var í félagsheimilinu og
um 35 fundinn á Skagaströnd,
en hann fór fram í Fellsborg.
Fundunum var einnig streymt
beint á netið, en um 120 manns
fylgdust með báðum fundunum
þar.
„Á fundunum var farið yfir
stöðugreiningu og framtíðar-
sýn samstarfsnefndar sem hún
hefur nú skilað af sér til sveitar-
stjórna. Mikill áhugi var á fjár-
hagsmálefnum sveitarfélag-
anna, þ.á.m. skuldastöðu,“ segir
í frétt í 21. tbl. Mánudaginn þar
á eftir var haldinn íbúafundur á
Húnavöllum og annar daginn
eftir í Skagabúð en kosið var um
sameininguna þann 5. júní.
Júní
Strandveiðibátum
fjölgaði á Skagaströnd
Aflabrögð voru með eindæm-
um góð á Skagaströnd síðasta
vor, að sögn Alexöndru
Jóhannesdóttur, sveitarstjóra,
þar sem dragnótarbátar veiddu
vel snemmvors þangað til
hrygningarstopp var sett á. Eins
voru færabátar að veiða ágætlega
á sama tíma. „Það eru um 25
bátar sem gera út á strandveiðar
frá Skagaströnd og þeim hefur
farið fjölgandi. Aflabrögð hafa
verið nokkuð góð, tíðarfar gott
og flestir gátu nýtt alla daga í
maímánuði sem er sjaldgæft.
Hingað til hefur veður verið
stærsta breytan í þeim efnum.
Samantekt LS á verði þorsks sem
veiddur var á handfæri sýnir að
verð í maí er 29% hærra en það
var á sama tíma í fyrra sem er
ánægjulegt,“ sagði Alexandra í
samtali við Feyki.
Sameiningartillagan
felld á Skagaströnd og
í Skagabyggð
Þann 5. júní var kosið um sam-
einingartillögu fjögurra sveitar-
félaga í Austur-Húnavatnssýslu;
Blönduósbæjar, Húnavatns-
hrepps, Skagabyggðar og Skaga-
strandar. Tillagan var felld á
Skagaströnd, þar sem 69,2% íbúa
sögðu nei við sameiningu, og í
Skagabyggð sögðu 54,7% íbúa
nei. 89,4% íbúa Blönduósbæjar
sögðu já við sameiningu og í
Húnavatnshreppi sögðu 56,6 %
íbúa já.
Jón Gíslason, formaður
sameiningarnefndar og oddviti
Húnavatnshrepps, sagði úrslitin
mikil vonbrigði og undir það tók
Dagný Rósa Úlfarsdóttir, oddviti
Skagabyggðar.
„Viðbrögð mín eru fyrst og
fremst vonbrigði með niður-
stöður hér í Skagabyggð og á
Skagaströnd og komu þær mér
á óvart. Ég taldi að íbúar væru
á þeirri skoðun að gott væri
að sameinast öllum hinum
sveitarfélögunum í A-Hún.
Mikil vinna er að baki hjá
samstarfsnefnd og því eru það
vissulega vonbrigði að þetta
sé niðurstaðan,“ sagir Dagný
Rósa og bætti við að best væri
að vera ekki með svartsýnisraus
hvað það varðar á þessari stundu
heldur horfa fram á veginn og
vinna úr niðurstöðum.“
Stefnir í 12 holu völl á
Hlíðarenda
Mikil fjölgun hefur verið á
nýliðum hjá Golfklúbbi Skaga-
fjarðar undanfarin ár og virtust
vinsældir koma stjórn klúbbs-
ins á óvart. „Við höfum engar
sérstakar skýringar á því aðrar
en þær að Skagfirðingar virðast
vera að taka við sér aðeins
seinna en gerist annars staðar á
landinu hvað varðar vinsældir
og áhuga á golfi,“ sagði Andri
Þór Árnason, ritari klúbbsins í
viðtali við Feyki en að hans sögn
hafði verið algjör sprenging í
nýjum meðlimum golfklúbba
á landsvísu undanfarin ár eða
áratugi.
Andri sagði að nú þegar
væri búið að teikna upp þrjár
nýjar holur við völlinn en lengi
hafa verið uppi hugmyndir um
stækkun vallarins í 18 holu
völl.
Beinafundur við
Víkur á Skaga
Um miðjan júní fundust bein
í fjörunni við bæinn Víkur á
Skaga sem í fyrstu voru talin vera
mannshandleggur. Ábúandi á
bænum tilkynnti um fundinn
og voru björgunarsveitarmenn
kallaðir út til að leita umhverfis
Maí
Stefán R. Gíslason
samfélagsverðlaunaður
Í upphafi rafrænnar Sæluviku
í Skagafirði var upplýst hver
hlaut samfélagsverðlaun Sveitar-
félagsins Skagafjarðar það árið
og féll sá heiður Stefáni R.
Gíslasyni, tónlistarkennara og
kórstjóra í Varmahlíð, í skaut.
„Ég er ekki verðlaunamiðaður
maður og ekki gott að segja það
svona þegar ég er nýbúinn að fá
verðlaunin. Ég sækist ekki eftir
þeim en ef ekki ég þá einhver
annar. En ég er mjög ánægður
með þetta,“ sagði Stefán inntur
eftir viðbrögðum við heiðrinum.
„Þetta hvetur mann til að hugsa
til baka en það vantar aðeins tvö
ár í að þetta séu 40 ár í þessum
slag.“
Hreppsnefnd Akrahrepps
ekki einhuga um
sameiningarviðræður
Ekki var samstaða innan hrepps-
nefndar Akrahrepps um að
þekkjast boð Sveitarfélagsins
Skagafjarðar til formlegra við-
ræðna um sameiningu sveitar-
félaganna tveggja í Skagafirði en
hreppsnefndin tók málið fyrir
á fundi sínum í lok apríl. Einar
Gunnarsson varaoddviti taldi
Akrahrepp hafa fjárhagslegt bol-
magn, mannauð og þekkingu til
að reka gott samfélag áfram.
Í tillögu byggðaráðs Svf.
Skagafjarðar var stungið upp á því
að til stuðnings sveitarfélögun-
um í viðræðuferlinu yrði leitað
liðsinnis óháðra ráðgjafa til að
meta kosti og galla mögulegrar
sameiningar og þau tækifæri
sem í henni gætu falist.
Ekkert jákvætt
við að vera jákvæður
„Ég óska engum þessa viðbjóðs
sem ég er með,“ sagði Pétur
Ingi Björnsson sem varð með
SAMANTEKT
Páll Friðriksson
Nú rifjum við upp fréttir sem Feykir færði lesendum annan ársþriðj-
ung síðasta árs, frá maí og út ágúst. Þetta var tímabil bjartsýninnar,
sérstaklega í Covid-baráttunni þar sem flestir töldu að hún hefði bor-
Fréttaannáll 2021 | Annar hluti
Kosningar og jákvæðir
framtíðarstraumar
Stefán R. Gíslason með samfélagsverðlaun sín. MYND: PF
ið árangur. Þórólfur sóttvarnarlæknir taldi samt ástæðu til að vara fólk við að fara glanna-
lega og ritstjóri tók undir með honum í leiðara í lok júní: „Ég er alla vega farinn í sumarfrí og
mun ferðast innanlands með sprittið á kantinum. Ekki vill maður Delta afbrigðið!“ En nú
vitum við betur og bæði Delta og Ómíkron búið að gera okkur lífið leitt. Í næsta Feyki klár-
um við svo yfirferðina þegar beru mánuðirnir verða teknir fyrir, september til desember.
Aðstaða fyrir smábáta er orðin hin glæsilegasta enda fjölgar strandveiðibátum á
Skagaströnd. MYND: ÁRNI GEIR INGVARSSON
6 03/2022