Feykir - 19.01.2022, Page 7
fjöruna en fundu ekkert sem
gæti tengst beinunum.
Beinin voru send suður til
kennslanefndar ríkislögreglu-
stjóra sem taldi líklegt að um
selabein væri að ræða. „Aftur-
hreifinn er ansi líkur hand-
leggsbeinum úr manni. Það er
ekki óalgengt að bæði bein úr
stórum álftum og selshræjum
séu mistekin sem mannabein,“
var haft eftir Runólfi Þórhallssyni,
forstöðumanni kennslanefndar
ríkislögreglustjóra.
Vonbrigði með niðurstöðu
sameiningakosninga
Á fundi byggðarráðs Blönduós-
bæjar þann 9. júní lýsti ráðið
yfir vonbrigðum sínum yfir
þeirri niðurstöðu sem varð í
íbúakosningu um sameiningu
sveitarfélaga í Austur-Húna-
vatnssýslu þar sem sameining var
felld í tveimur sveitarfélögum,
Skagabyggð og Sveitarfélaginu
Skagaströnd, en samþykkt í
öðrum tveimur, Húnavatnshrepp
og Blönduósbæ.
Byggðarráðið gleðst þó yfir
afgerandi niðurstöðu kosningar
í Blönduósbæ sem sýnir að
þeirra mati samstöðu íbúa til
framþróunar.
„Mikilvægt er að nýta þá
miklu vinnu sem unnin hefur
verið að undanförnu, til þess að
þróa samfélagið áfram,“ sagði í
fundargerð ráðsins.
Nýr veitingastaður við
höfnina á Skagaströnd
Harbour restaurant & bar
opnaði á Skagaströnd þann
17. júní en hann er staðsettur í
gömlu iðnaðarhúsi á höfninni á
Skagaströnd. Eigendur staðarins
eru systkinin Stefán Sveinsson
og Birna Sveinsdóttir ásamt
mökum sínum þeim Hafdísi
Hrund Ásgeirsdóttur og Slavko
Velemir.
Í langan tíma hafði sárvant-
að veitingastað á Skagaströnd
þannig að hjónin ákváðu að
hætta að bíða og tóku málin í
sínar hendur. Framkvæmdir
fóru af stað í lok árs 2020 og þar
með létu þau sinn draum og
annarra bæjarbúa rætast að opna
veitingastað.
Aurskriða féll í Varmahlíð
Um fjögurleytið þann 29. júní
féll stór aurskriða úr hlíðinni
fyrir ofan Laugaveg í Varmahlíð
á milli tveggja húsa og á þau,
Laugaveg 15 og 17, og urðu tals-
verðar skemmdir á húsum.
Enginn slasaðist en svæðið
var strax flokkað sem hættu-
svæði, götum í nágrenninu lokað
og öll hús frá Laugavegi 13 og til
norðurs og samsvarandi hús á
Norðurbrún voru rýmd.
Gamla Blöndubrúin verður
göngubrú út í Hrútey
Það er óhætt að segja að mikill
spenningur og eftirvænting hafi
verið í þeim sem mættir voru
að fylgjast með þegar gömlu
Blöndubrúnni var komið fyrir á
varanlegum stað sem göngubrú
út í Hrútey. Ekkert dugði nema
stærsti krani landsins í verkið en
brúin vegur liðlega 30 tonn og er
um 40 metrar á lengd.
Gamla brúin var vígð árið
1897 og þjónaði sínu hlutverki
Greta Clough, stofnandi og listrænn
stjórnandi Handbendis tók á móti viður-
kenningu Eyrarrósarinnar. MYND AÐSEND
versins og sjálfbærni þess.
„Ísland er góður staður fyrir
aðila sem leita eftir öruggum
og umhverfisvænum gagna-
verslausnum. Við teljum okkur
vera að mæta þessum kröfum
með gagnaverinu á Blönduósi,
en reksturinn hefur gengið
vonum framar frá opnun árið
2018. Við hlökkum til að geta
mætt vaxandi eftirspurn eftir
umhverfisvænum gagnavers-
lausnum með þessari aukningu.“
Blómafjós vekur athygli
Feykir sagði frá skemmtilegri
frétt Magnúsar Hlyns Hreiðars-
sonar sem birtist á vef Bænda-
blaðsins þar sem rætt var við
Sigrúnu Hrönn Þorsteins-
dóttur í Flugumýrarhvammi
en þar hafði hún skreytt fjósið
með fallegum blómum sem hún
ræktaði sjálf.
„Það er að okkar mati
gífurlega mikilvægt að ganga
vel um og hafa snyrtilegt á
bújörðum. Við megum ekki
gleyma því að við erum að
framleiða matvæli og ásýndin
verður bara að vera í lagi. Við
höfum alla tíð lagt áherslu á
að ganga vel um og reynt að
venja börnin okkar á það líka.
Auðvitað hvet ég aðra bændur
að hafa snyrtilegt í kringum sig
en auðvitað geri ég mér grein
fyrir því að það eru ekki allir fyrir
blómarækt,“ sagði Sigrún.
Merkilegur fornleifafundur
á Þingeyrum
„Það er ekki oft sem það finnst
gripur úr gulli eða hringar
eins og þessi, og eins þetta
höfuðfat er mjög merkilegt
þannig að ég tel þetta vera
með merkilegri fundum síðari
ára í fornleifafræðinni,“ sagði
Steinunn Kristjánsdóttir, prófess-
or í fornleifafræði við Háskóla
Íslands, í viðtali við Óðin Svan
Óðinsson, fréttaritara RÚV og
Feykir greindi frá í seinasta blaði
ágústmánaðar.
Ástæðan fyrir því að maður-
inn í gröfinni var talinn vera Jón
Þorleifsson er sú að munirnir
sem fundust á honum eru taldir
gefa vísbendingu um það.
„Þegar gröfin var opnuð, þá
kom í ljós að þessi einstaklingur
sem þarna var grafin bar
hring úr gulli, þetta er svona
innsiglishringur sem er með
ákveðnu tákni og það leiddi
okkur á sporið um hver þetta gat
verið. Hann var líka með forláta
húfu á höfði,“ segir Steinunn.
Framhald á upprifjun ársins
2021 verður í næsta Feyki.
Vegurinn verður sífellt skuggalegri og vonandi verður hafist handa við jarðgangagerð
áður en illa fer. MYND: ÁSTA SIGFÚSDÓTTIR
á Blönduósi til ársins 1962 þegar
ný brú yfir Blöndu var tekin í
notkun og sú gamla flutt fram í
Svartárdal. Brúin var síðan flutt
aftur á Blönduós árið 2001 og var
geymd í Kleifarhorninu þar sem
hún var sandblásin og máluð að
nýju.
90 ára afmæli USVH
Ungmennasamband Vestur-
Húnvetninga, USVH, fagnaði
90 ára afmæli sínu lok júní í
Kirkjuhvammi á Hvammstanga.
Haldið var fjölmennt frjáls-
íþróttamót fyrir alla aldurshópa,
spilaður fótbolti og hinar ýmsu
veitingar voru á boðstólum.
Í tilefni tímamótanna sam-
þykkti byggðarráð að veita
sambandinu 500.000 kr. styrk til
áhaldakaupa.
Júlí
Hræðast að keyra
Siglufjarðarveg
Mikil umræða hefur átt sér stað á
síðustu árum um Siglufjarðarveg
og hversu hrikalegt vegarstæðið
er, sértaklega við Strákagöng og
víða á Almenningum, eftir að
Trölli.is birti frétt og myndir af
vegarstæðinu.
Trölli.is fékk póst frá veg-
faranda sem leist ekki á blikuna,
þrátt fyrir hásumar og engin
snjóflóð eða vetrarfærð. „Í ljósi
nýjustu frétta af aurskriðum
í Varmahlíð og Tindastóli, þá
stendur manni alls ekki á sama
um Siglufjarðarveginn,“ er haft
eftir vegfarandanum.
Af myndum af vegarstæðinu
að dæma má það vera öllum ljóst
að vegarstæðið er hrikalegt og
má lítið út af bera svo illa fari.
200 milljóna króna
styrkur frá KS
Kaupfélag Skagfirðinga ákvað
á fundi sínum þann 1. júní
að veita sveitarfélögunum í
Skagafirði sérstakt framlag
til samfélagslegra verkefna í
Skagafirði sem hljóðar upp á
200 milljónir króna til tveggja
ára. Eru þær hugsaðar sem
stuðningur við verkefni á
vegum sveitarfélaga í Skagafirði,
sem ætluð eru til að bæta
búsetugæði í héraði, m.a. með
því að leggja og bæta göngustíga,
malbika sérstök svæði, fjölga
útivistarsvæðum, byggja upp
skíðasvæði í Tindastóli, bæta
félagsaðstöðu íbúa og margt
annað hvað varðar umhverfi og
búsetugæði almennt í héraðinu.
Með þessu m.a. vill fyrirtækið
undirstrika samfélagslega
ábyrgð sína og skapa sem bestar
aðstæður og umhverfi fyrir íbúa
Skagafjarðar. „Við viljum sýna
það með þessu eins og ýmsu
öðru, að við viljum byggja upp
öflugt skagfirskt samfélag og
við viljum fyrst og síðast eiga
gott samstarf við alla sem að
byggja þetta hérað og við viljum
sýna að það skiptir Kaupfélagið
miklu máli að vel takist til,“ sagði
Þórólfur Gíslason í tölu sem
hann hélt við afhendinguna sem
haldin var í Húsi frítímans þann
7. júní.
Nýr lögreglustjóri á
Norðurlandi vestra
Birgir Jónasson var skipaður í
embætti lögreglustjóra á Norður-
landi vestra frá 19. júlí.
Í tilkynningu frá Dómsmála-
ráðuneytinu kom fram að Birgir
hafi lokið meistaraprófi og MBA
gráðu í lögfræði og prófi frá
Lögregluskóla ríkisins.
Ágúst
Aukin raforka til
gagnaversins
Landsnet og Etix Borealis, sem
rekur gagnaver á Blönduósi,
hafi undirritað viljayfirlýsingu
um aukinn flutning á raforku
til gagnaversins. Aukningin
fer fram í áföngum, þar sem
í fyrsta áfanga verður nýtt
svokallað snjallnet (smartgrid)
til að auka flutninginn og tryggja
rekstraröryggi flutningskerfisins.
Haft var eftir Birni Brynjúlfssyni,
forstjóra Etix Everywhere
Borealis að það sé ánægjulegt
að geta nýtt snjallnet til að
bæta nýtingu flutningskerfisins
og þannig auka rýmd gagna-Aurskriðan tók með sér hluta úr götunni á Norðurbrún. MYND: GRÉTA MARÍA
Andri segir að þegar sé búið að teikna
upp þrjár nýjar holur við Hlíðarendavöll.
MYND AÐSEND
03/2022 7