Feykir - 19.01.2022, Qupperneq 8
Sitthvað um sameiningu sveitarfélaga
ÁSKORANDAPENNINN | palli@feykir.is
Það styttist í það
að við sem búum í
Húnavatnshreppi og
Blönduósbæ fáum að
kjósa um sameiningu
þessara tveggja
sveitarfélaga. Ég
hef beðið lengi eftir
þessum degi og var í
raun svo bjartsýnn að
halda að við myndum
vera búin að sameinast
fyrir mörgum árum.
Ég sé mjög marga stóra
kosti við að sameina
þessi tvö sveitarfélög
og það er vert að nefna
að Blönduós getur
ekki án sveitarinnar
verið og sveitin ekki
án Blönduóss verið
og sem ein heild erum
við öflugri á flestum
sviðum.
Hvað er það sem við
viljum fá út úr þessari
sameiningu?
Ég á þrjú börn á
grunnskólaaldri og
út frá þeim hugsa ég
þetta mest, þarna er
lagður grunnur að lífi
okkar framtíðarfólks.
Félagsskapur, samvera,
vinir, tómstundir,
kunningsskapur og
góð menntun er það
sem máli skiptir. Að
krakkarnir fái að
umgangast og vera
með hópi af jafnöldrum
sínum, þau tengjast
böndum sem sum lifa
með alla ævi og rækta
samband sín á milli.
Þau læra og fá að nota
félagsfærni sína þegar
kominn er saman hópur
ungs og efnilegs fólks á
sama aldri.
Það að búa í sveit
eru forréttindi, mikil
forréttindi, en því fylgir
líka að krakkar eru
töluvert einangraðir
heima utan skólatíma,
þú röltir ekki yfir næsta hús og kíkir til
vina þinna. Því er svo
mikilvægt að krakkar
hafi tækifæri til að
njóta þessa tíma meðan
á skóla stendur og
í tómstundum. Hér í
Húnavatnshreppi hefur
börnum fækkað mikið
svo fá börn eru eftir í
skólanum. Það hamlar
þeim félagslega og
einangrar þau einnig
í skólanum, ekki bara
heima fyrir, þau eru í
lítilli dásamlegri kúlu
sem er frábær að
mörgu leyti.
Með sameiningu
sveitarfélaga verða
skólarnir sameinaðir
og einn nýr skóli
sameinaðs sveitarfélags
verður til, þar fá
krakkarnir tækifæri til
að þroskast félagslega,
hafa fleiri jafnaldra,
kynnast fleiri krökkum
og vinahópurinn
stækkar sem síðan
fylgir þeim áfram þegar
í framhaldsskóla kemur
og jafnvel áfram út lífið.
Þeir geta tekið þátt í
ýmsum tómstundum
og stundað flestar þær
íþróttir sem hugurinn
girnist.
Því segi ég já þegar við
göngum til kosninga
um sameiningu þessara
tveggja sveitarfélaga
fyrir framtíðina, fyrir
krakkana.
- Ég skora á Jón Örn
Stefánsson að taka við
pennanum.
Ólafur Magnússon Sveinsstöðum
Ólafur ásamt konu sinni Ingu Sóleyju Jónsdóttur MYND AÐSEND
Í kjallaranum karlinn var
og kvíða í sínum huga bar,
um bú hans fjendur fóru.
Þar uggur mikill sat í sál,
hann sá ei lengur góð sín mál,
því neyðin tók á tóru.
Þar var hann orðinn varnarlaus
og vissulega annað kaus
en standa í stöðu nauða.
Og Gissur ekki góður var
því grálynd hugsun réði þar,
hann þekkti það á kauða.
Svo komu þeir í kjallarann
og karlinn þegar á sér fann
að enginn fékkst þar friður.
Þeir hlustuðu ekki á hann neitt
og engin grið þar fengust veitt,
þeir hjuggu hann hiklaust niður.
En klárt er það að karlinn sá
í krafti sinna verka á
það afl sem enginn heggur.
Hann lifir þar um ár og öld
og á við gleymsku varnarskjöld
sem ver hann eins og veggur.
AÐSENT | Rúnar Kristjánsson
Karl í kjallara
Kristín Sigurrós Einars-
dóttir hefur víða komið
við síðan hún flutti í
Skagafjörðinn fyrir ein-
hverjum árum – meira að
segja unnið á Feyki. Nú
býr hún á Hofsósi en á
ættir að reka í Lundar-
reykjadalinn í Borgarfirði.
Árinu lýsir hún með
eftirfarandi b-orðum:
„Breytingar, bjartsýni
og bugun.“
Stína skipti um starfsvett-
vang í haust, lagði safn-
vörðinn á hilluna og hélt
heim að Hólum þar sem
hún starfar sem þjónustufulltrúi við Háskólann og í afleysingum á kennsluskrif-
stofu þar. „Auk þess eiginkona, móðir, amma og rek fyrirtækið Söguskjóðuna
sem sérhæfir sig í leiðsögn á Norðurlandi vestra,“ segir hún og misnotar aðstöðu
sína til að plögga dulítið í lok árs. Stína er hrútur í skóm númer rúmlega 42.
Hver er maður ársins? Eiginmaðurinn sem lét það eftir mér að kaupa
draumahúsið á miðjum aldri.
Hver var uppgötvun ársins? Náttúrufegurðin í Kelduhverfi.
Hvert var lag ársins? Desember lagið hans Binna Rögnvalds, flutt af frábærri
tengdadóttur.
Hvað var broslegast á árinu? Samverustund okkar systkina og mömmu í
Lundarreykjadal í haust. Held ég hafi hlegið mest á árinu þá helgi.
Hvers heldurðu að þú eigir eftir að sakna frá árinu 2021 – eða ekki? Á eftir að
sakna yngsta sonarins sem verður í fyrsta sinn ekki heima á aðfangadagskvöld.
Á ekki eftir að sakna þess að standa í flutningum.
Varp ársins? Hlaðvarp Héraðsskjalasafnsins.
Hverju viltu skella á brennuna og hvers vegna? Öllu sem ég þarf ekki að
nota úr geymslunni. Vegna þess að ég á ennþá of mikið af dóti þrátt fyrir
umfangsmikla grisjun við síðustu flutninga.
Hver var helsta lexía ársins? Get ekki gert upp á milli Svo lengi lærir sem lifir
og Fátt er svo með öllu illt, að eigi boði nokkuð gott. /ÓAB
Árið 2021 | Kristín Sigurrós
Á ekki eftir að sakna þess
að standa í flutningum
Stína spókar sig í Kelduhverfinu. MYND AÐSEND
Háskólinn á Hólum
Laust embætti rektors á Hólum
Á vef Stjórnarráðsins má sjá
að embætti rektors við
Háskólann á Hólum er laust
til umsóknar. Leitað er að
framsýnum og metnaðar-
fullum leiðtoga í krefjandi og
fjölbreytt starf rektors.
Erla Björk Örnólfsdóttir
hefur gegnt starfi rektors við
Háskólann á Hólum en hún
var ráðin í starfið í febrúar
2012 af þáverandi mennta- og
menningarmálaráðherra,
Katrínu Jakobsdóttur, og hefur
því senn gegnt stöðunni í tíu ár.
Erla Björk hafði áður starfað
sem forstöðumaður Varar –
Sjávarrannsóknarseturs í
Ólafsvík.
Gert er ráð fyrir að ráð-
herra háskólamála skipi í
embætti rektors til fimm ára
frá og með 1. júní 2022 skv.
tilnefningu háskólaráðs. Há-
skólaráð tilnefnir valnefnd
sem metur hæfi umsækjenda.
Umsóknarfrestur er til og með
7. febrúar 2022. Sjá má nánari
upplýsingar á vef Stjórnar-
ráðsins. /ÓABFrá Hólum. MYND: HINIR SÖMU
8 03/2022