Feykir


Feykir - 19.01.2022, Blaðsíða 10

Feykir - 19.01.2022, Blaðsíða 10
Nyrst á Skaga, út við ysta haf, býr Karen Helga Rabølle Steinsdóttir ásamt Jóni Helga, manni sínum, og tveimur ungum herramönnum. Þau búa nánar tiltekið í Víkum þar sem þau reka sauðfjárbú en Karen vinnur að auki á leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd. Auk þess er hún sporðdreki. Feykir plataði hana til að gera upp árið 2021 sem hún lýsir svona í þremur orðum: „ Leið of fljótt.“ Hver er maður ársins? Held ég verði bara leiðinleg þar og segi foreldrar mínir. Sama hve annríkt þau eiga hafa þau alltaf tíma fyrir gesti, tíma til að aðstoða nágrannana eða hjálpa dótturinni með barnabörnin. Hver var uppgötvun ársins? Portúgalskur matur er sennilega full sterkur fyrir eldri borgara. Hjá okkur var sem sagt drengur frá Portúgal sem sá um eldamennskuna á sauðburði. Strákarnir okkar útvötnuðu spaghetti bolognese í mjólkurglösunum sínum en öldungarnir tveir sem voru hér á sauðburði hölluðust hellst að því að fela kryddbaukana. Hvert var lag ársins? Mest spilaða lagið á Spotify hjá mér er Ding Dong með Eddu Borg og barnakór. Mögulega ekki mitt uppáhalds. Lagið sem kemur fyrst upp í huga mér er Ástrós með Bubba og Bríet. Hvað var broslegast á árinu? Brúðkaupsdagurinn var mikil gleðistund þó hann endaði með öðru sniði en til stóð sökum covid. Við áttum frábæran dag með nánustu fjölskyldu og þeim Baunum sem héldu sig við að koma til landsins. Hvers heldurðu að þú eigir eftir að sakna frá árinu 2021 – eða ekki? Sumarið var óneitanlega einstaklega hlýtt og gott en við bændur munum ekki sakna þurrkanna. Varp ársins? Við höfum lítið horft á sjónvarp undanfarið. Frumburðurinn fór á fluguveiðar í gluggakistunni í vor og skrikaði honum fótur. Hann datt og tók sjónvarpið með sér í fallinu. Það fór ansi illa út úr því en strákurinn slapp með skrekkinn sem betur fer. Svo er ég gift svo skemmtilegum manni að mér nægir að hlusta á hann á kvöldin þegar strákarnir eru sofnaðir. Reyndar get ég mælt með hlaðvarpinu Unruffled með Janet Lansbury þó auglýsingarnar séu þreytandi. Þættirnir hafa auðveldar mér lífið sem foreldri og gert barnauppeldið skemmtilegra. Mjög áhugaverð nálgun. Hverju viltu skella á brennuna og hvers vegna? Mér er nú meinilla við að henda hlutum... Hver var helsta lexía ársins? Það að eiga gæðastund með fjölskyldu og/eða vinum er það sem skiptir mestu máli. Er alltaf að uppgötva þetta og gleyma því á víxl. /ÓAB Árið 2021 | Karen Helga „Við bændur munum ekki sakna þurrkanna“ Karen Helga kát og hress. MYND AÐSEND Feykir náði í skottið á Blönduósingnum Auði Húnfjörð sem starfar nú sem sölumaður hjá Fréttablaðinu, er bogmaður og býr í Hafnarfirði. Hún var beðin um að gera upp árið í stuttu máli en fyrst að skýra tengslin norður. „Föðurættin mín er frá Blönduósi, Húni afi minn og Óskar pabbi minn áttu bakaríið Krútt. Ég flutti frá Blönduósi um aldamótin og er nýlega farin að koma aftur í heimsókn í bæinn þar sem sonur minn og tengdadóttir búa í sveitinni með börnum sínum tveimur,“ segir Auður. Hver er maður ársins? Sóttvarnarlæknir hlýtur að fá þann titil aftur! Hver var uppgötvun ársins? Hvað vegalengdin Hafnarfjörður-Hjaltabakki hefur styst eftir að sonur minn flutti þangað með fjölskylduna sína… Hvert var lag ársins? Styttist í það með Baggalút og Bryndísi Jakobsdóttur fór beint á repeat í hausnum á mér. Hvað var broslegast á árinu? Þegar við systur mættum óvart alveg eins klæddar í fjölskylduveislu. Hvers heldurðu að þú eigir eftir að sakna frá árinu 2021 – eða ekki? Alls ekki grímunnar… þó ég sé ansi hrædd um að hún fylgi okkur eitthvað inn í 2022... Varp ársins? Verbúðin byrjar einstaklega vel! Hverju viltu skella á brennuna og hvers vegna? Covid má fara á brennuna, svo margra hluta vegna. Hver var helsta lexía ársins? Að muna að njóta daganna, við vitum ekkert hverju verður skellt í lás á morgun. Árið í þremur orðum: Úff, innilokun og barnabarnalán. /ÓAB Árið 2021 | Auður Húnfjörð „Verbúðin byrjar einstaklega vel!“ „Hvað var broslegast á árinu? Þegar við systur mættum óvart alveg eins klæddar í fjölskylduveislu og fótósjoppuðum svo litla bróður inn á myndina til að hafa hann með," segir Auður um myndina að ofan. Auður er í miðjunni, Brynjar til vinstri og Guðrún hægra megin. MYND AÐSEND AÐSENT | Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sóknaráætlanir landshlutanna eru stefnumótandi áætlanir sem taka til starfssvæða landshlutasamtaka sveitarfélaga. Um er að ræða einkar vel heppnaða aðgerð þar sem lands- hlutasamtök sveitarfélaga stofna með sér samráðsvettvang og stilla upp áætlun sem setur fram sýn og markmið sem draga fram sér- stöðu svæðanna. Þannig er stutt við ákvarðanir um úthlutun fjár- magns og verkefni sem unnin eru undir merkjum sóknaráætlana. Við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins nú í des- ember lagði fjárlaganefnd til 100 m. kr. styrk- ingu á verkefninu um sóknaráætlanir lands- hluta. Ég fagna að sú tillaga hafi hlotið samþykki. Mikilvægi sóknaráætlana kemur fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar er sérstaklega tekið fram að unnið verði áfram að eflingu sóknaráætlana landshlut- anna. Uppbygging í takt við áherslur heimamanna Sóknaráætlanir hafa sannað sig sem öflugt byggðarþróunartæki og þeir fjármunir sem í þær er veitt nýtast hratt og vel til ýmiss konar uppbyggingar í héraði í takt við áherslur heimamanna. Sóknaráætlanir og uppbygging- arsjóðir gegna lykilhlutverki til þess að efla nýsköpun og menningarstarf á landsbyggðinni. Í kjölfarið á heimsfaraldri kórónuveirunnar var veitt viðbótarfjármagni inn í áætlanirnar til þess að sporna við áhrifum faraldursins. Undirritaður telur mikilvægt að áframhald- andi stuðningur sé til staðar, bæði vegna þess að faraldurinn ætlar að vera þaulsetnari en upp-haflegar áætlanir gerðu ráð fyrir og einnig til að styðja við uppbyggingu vegna áhrifa far- aldursins sem mun væntanlega gæta eitthvað áfram komandi ár. Landshlutasamtökin eru mikilvægur hlekkur Landshlutasamtökin hafa svo sannarlega staðið undir þeirri ábyrgð að verja fjármagni í mikilvæg verkefni til stuðnings atvinnu- og byggðarþróun og nýsköpun með hagkvæm- um og skilvirkum hætti. Þau eru vel til þess fallin að styðja við hverskonar nýsköpun á landsbyggðinni og hagnýtingu hugvits. Með samstarfi sem þessu gerum við atvinnulífið á landsbyggðinni fjölbreyttara og fjölgum spennandi og verðmætum störfum. Við viljum styðja við umhverfi þar sem sköpunarkraftur fólks fær að njóta sín og það getur vaxið og dafnað. Sóknaráætlanir í gegnum landshluta- samtökin stuðla að jákvæðri samfélags- og byggðarþróun í takt við heimsmarkmið Sam- einuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, þær treysta stoðir menningar og auka samkeppnis- hæfni landshluta og landsins alls í leið. Áfram veginn Aukin stuðningur við sóknaráætlanir eru í takt við stefnu Framsóknarflokksins, en við í Framsókn höfum alltaf verið talsmenn öflugrar byggðastefnu. Mikilvægt er að á kjörtímabil- inu verði enn aukið samstarf milli landshluta- samtaka og allra ráðuneyta til þess að tryggja að stærri aðgerðir sóknaráætlana nái fram að ganga um allt land. Þannig byggjum við Ísland framtíðarinnar. Stefán Vagn Stefánsson Höfundur er þingmaður Framsóknar í NV kjördæmi Áfram í sókn Textílmiðstöð Íslands Fundað um mótun samstarfs um Textílklasa Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi vinnur nú að mótun Textílklasa í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Með klasasamstarfinu verður skapað vistkerfi fyrir hagaðila af öllu landinu. Textílmiðstöðin hefur það megin- markmið að vera alþjóðleg miðstöð öflugrar rann- sóknar- og þróun- arstarfsemi í textíl- framleiðslu, textíllistum og handverki í textíl. Fyrsta stafræna textílsmiðjan var opnuð á síð- asta ári sem er nauðsynleg stoð fyrir aðila í textíliðnaði. Textílmiðstöðin er þátttakandi í ýmsum samstarfsverkefni á borð við Horizon2020 í verkefninu CENTRINNO og lausnamótið Ullar- þon. Textílklasi er formlegt samstarf sem fylgir ákveðnu utanumhaldi en nán- ar má lesa um það á heimasíðu SSNV þar sem einnig er hægt að skrá sig á opinn fund sem boðaður hefur verið um mótun sam- starfs um Textílklasa þann 27. janúar kl. 13:00- 16:00 og fer hann fram á netinu. /ÓAB 10 03/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.