Feykir - 14.09.2022, Side 2
„Var nokkuð synningur í Barðinu?“ spyr ein persóna aðra í
grínatriði Fóstbræðra sem sýnt var fyrir margt löngu. Sá sem
spurður er kannast ekki við orðið og hikar: „Synningur?
Kannski!“ „En það hefur verið skúmslegt þar?“ spyr annar.
Viðmælandinn er engu nær um hvað er verið að spyrja en
þarna var að sjálfsögðu verið að inna eftir veðri og veður-
útliti.
Ég rakst á gamalt blogg Sigurðar nokkurs Sigurðarsonar
þar sem hann veltir fyrir sér orðaforða margra þeirra sem starfa
í fjölmiðlum og telur reyndar ansi rýran og tekur dæmi af
ungum veðurfræðingi sem sagði að á landinu væri vindasamt.
„Þeir eldri hefðu líklega sagt að víða væri hvasst enda
fjölmörg orð og orðasambönd til sem lýsa veðri, ekki síst
„vindasemi“. Raunar eru til á annað hundrað orð sem lýsa
vindi,“ skrifar hann og birtir þau. Reyndar eru ekki synningur
né skúmslegt í þeirri fróðlegu upptalningu.
Útnyrðing og útsynning er aftur á móti hægt að finna á vef
Veðurstofunnar. Ég myndi líka standa á gati ef ég yrði spurður
um hvort það væri útsynningur í barðinu.
Góðar stundir!
Páll Friðriksson, ritstjóri
LEIÐARI
Synningur í barðinu
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is
Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir
Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 649 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 795 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
AFLATÖLUR | Dagana 4. – 10. september á Norðurlandi vestra
Landað 52 sinnum í síðustu viku
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
SAUÐÁRKRÓKUR
Drangey SK 2 Botnvarpa 149.923
Greifinn SK 19 Handfæri 1.644
Hafborg SK 54 Þorskfisknet 6.813
Hafey SK 10 Handfæri 3.674
Helga María ER 1 Botnvarpa 161.463
Kristín SK 77 Handfæri 1.736
Lundey SK 3 Þorskfisknet 18.551
Málmey SK 1 Botnvarpa 166.372
Már SK 90 Handfæri 2.302
Viðey ER 50 Botnvarpa 129.577 Samtals á Sauðárkróki 642.055
SKAGASTRÖND
Arndís HU 42 Handfæri 1.248
Daðey GK 777 Lína 58.784
Dúddi Gísla GK 48 Lína 7.101
Elfa HU 191 Handfæri 2.808
Gulltoppur BA 84 Landbeitt lína 23.358
Hrund HU 15 Handfæri 3.711
Hulda GK 17 Línutrekt 23.198
Jóhanna Gíslad. GK 357 Botnvarpa 71.201
Hópsnes GK 77 Landbeitt lína 22.862
Óli á Stað GK 99 Línutrekt 16.784
Páll Jónsson GK 7 Lína 66.310
Sigurfari HU 9 Handfæri 2.442
Sæfari HU 212 Landbeitt lína 2.401
Viktor Sig HU 66 Handfæri 4.895
Samtals á Skagaströnd 307.103
Á Króknum lönduðu tíu bátar/togarar alls
642.055 kg í alls 20 löndunum. Aflahæst var
Málmey SK 1 með rúm 166 tonn.
Á vef fisk.is segir að uppistaða aflans hafi
verið þorskur og ufsi og segir Hermann
Einarsson, skipstjóri, að þeir hafi verið fjóra
sólarhringa á veiðum, þrjá á Þverálshorni og einn
á Horni. Veiðin var góð allan tímann og gott
veður. Aflalægsta báturinn var að þessu sinni
Greifinn SK 19 sem var við veiðar með handfæri
og landaði 1644 kg. Á Skagaströnd voru 14 bátar
við veiðar og var heildarafli þeirra alls 307.103 kg
sem komu að landi í 32 löndunum. Aflahæstur
var línubáturinn Páll Jónsson GK 7 með 66.310 kg.
Enginn bátur landaði á Hofsósi né Hvamms-
tanga og var því alls landað 949.158 kg á
Norðurlandi vestra í síðustu viku í 52 löndun-
um. /SG
Vatnsnesvegur
Erindi umboðsmanns barna
tekið til umfjöllunar
Í kjölfar ábendinga um ástand
Vatnsnesvegar, sem þjónar
meðal annars skólaakstri, sendi
Salvör Nordal, umboðsmaður
barna, þann 24. ágúst, bréf til
Sigurðar Inga Jóhannssonar,
innviðaráðherra, þar sem
meðal annars var bent á
mikilvægi þess að stjórnvöld
forgangsraði fjármagni til
verkefna sem varða réttindi og
hagsmuni barna með beinum
hætti. Er ráðherra hvattur til að
„bregðast við því ófremdar-
ástandi sem myndast hefur á
Vatnsnesvegi og standa við
fyrirheit um uppbyggingu
öruggra og barnvænna
samgönguinnviða um land allt.
Eins og margoft hefur
komið fram í fjölmiðlum
landsins hefur bágt ástand
Vatnsnesvegar valdið vanlíðan
hjá nemendum grunnskóla
héraðsins sem um hann fara
nær daglega með skólabíl. Í
bréfi umboðsmanns má lesa að
brýnt sé að hafa í huga að
skólaakstur þjóni þeim tilgangi
að tryggja öllum börnum
jafnan aðgang að menntun,
óháð búsetu, en sveitarfélög
eiga að skipuleggja skólaakstur
í samræmi við þarfir nemenda
með hliðsjón af öryggi þeirra,
velferð og umhverfisaðstæðum.
„Til þess að sveitarfélög geti
uppfyllt þær skyldur verða
vegir þar sem skólaakstur fer
fram að vera í viðunandi
ásigkomulagi, með tilliti til
Vatnsnesvegur á slæmum degi. MYND: GRUNNSKÓLI HÚNAÞINGS VESTRA
öryggis og líðan barna,“ segir
meðal annars í bréfinu.
Við eftirgrennslan um við-
brögð við bréfinu til innviða-
ráðherra segir Salvör að svar
hafi borist þann 7. sept. og þar
greint frá því að erindið verði
tekið til umfjöllunar við undir-
búning tillögu að nýrri sam-
gönguáætlun, m.a. á vettvangi
samgönguráðs.
Vegabætur hafnar
„Vandamálið er fyrst og fremst
alltof mikil umferð ferðamanna,
sérstaklega í svona vætutíð eins
og var í sumar,“ segir Birgir Þór
Þorbjörnsson, yfirverkstjóri
Vegagerðarinnar á Hvamms-
tanga, um ástand vegarins.
Hann segir að ekki hafi orðið
mikil breyting á þjónustu af
hálfu Vegagerðarinnar þar sem
haldið sé áfram að gera eins og
hægt er til að viðhalda vegin-
um.
„Við berum efni í veginn og
heflum þegar þörf er á og færi
gefst, þó er ekki gott að eiga við
það þegar rignir eins og gert
hefur í sumar,“ segir hann.
Mjög hefur verið kallað eftir
vegabótum á Vatnsnesi undan-
farin ár og vakti það því mikla
athygli snemma árs að ekkert
tilboð barst í vegabætur þar
sem byggja átti 17 metra langa
brú yfir Vesturhópshólaá og
nýbyggingu vegar á um 1,0
kílómetra kafla og endurbygg-
ingu á um 1,2 km löngum kafla
milli Vesturhópshóla og Þor-
finnsstaða. Nú sér fyrir endann
á þeirri bið þar sem ákveðið var
að taka brúarsmíðina úr útboð-
inu og bjóða vegaframkvæmd-
ina út sér.
„Boðið var út aftur í vor og
bárust þrjú tilboð. Búið er að
semja og verktakinn er byrjaður
á vegframkvæmdunum. Brúar-
flokkurinn sem gerður er út
héðan frá Hvammstanga sér
um brúarsmíðina og eru þeir
að undirbúa sig fyrir það,
hefjast handa væntanlega á
næstu dögum,“ sagði Birgir Þór
er Feykir hafði samband fyrir
helgi. / PF
Höfuðdagur 29. ágúst bar
þó nokkuð á góma á fundi
Veðurklúbbs Dalbæjar, sem að
þessu sinni var haldinn 6.
september sl., en hann mun
hafa eitthvað að segja um
veðurfar komandi vikna.
En eins og segir á
Vísindavefnum: „Höfuðdagur-
inn er samkvæmt gildandi
tímatali 29. ágúst. Þann dag á
Heródes konungur að hafa látið
eftir konu sinni að Jóhannes
skírari skyldi hálshöggvinn.
Vitað er til að minningardagur
um aftökuna hafi þekkst þegar
á 5. öld bæði í Samaríu og
Gallíu. Það var hins vegar
páfastóll sem ákvað dagsetn-
inguna 29. ágúst á 7. öld og
nefndi daginn Decollatio
Johannis sem merkir „afhöfðun
Jóhannesar“. Latneska nafn-
orðið decollatio er leitt af sögn-
inni decollare „hálshöggva“, en
collum á latínu er notað um
háls á manni.
Sú þjóðtrú hefur lifað lengi
að veður breytist á höfuðdag og
haldist þannig næstu þrjár
vikur. Árið 1700 var tímatali
breytt. Þá fluttist „gamli“
höfuðdagurinn yfir á 9.
september og trúðu ýmsir á
veðrabreytingar þann dag. Nú
er dagurinn ávallt tengdur 29.
ágúst. Trúnni á höfuðdaginn
fylgdi bæði von og ótti.
Mikilvægt þótti að hafa lokið
heyskap fyrir höfuðdag ef tíð
var góð en einnig lifðu margir í
þeirri von að úr rættist við
höfuðdag ef sumarið hafði
verið vætusamt.“
Og þar sem síðastliðinn
höfuðdagur var nokkuð mildur
og góður hér fyrir norðan þá
eru spámenn Dalbæjar
bjartsýnir á að september verði
áfram mildur og góður. „Um
aðra landshluta þorum við ekki
að spá að þessu sinni,“ segir í
skeyti þeirra til fjölmiðla.
Í ágúst slá menn engið
og börnin tína ber.
Í september fer söngfugl
og sumarljóminn þver.
/PF
Veðurklúbbur Dalbæjar
September áfram góður
2 34/2022