Feykir


Feykir - 14.09.2022, Side 9

Feykir - 14.09.2022, Side 9
Ég fór með Siva bróður í Fjölbrautarskólaskóla Norðurlands vestra (FNV) haustið 1999. Maður hafði ekki miklar væntingar í tilverunni og ég nennti ekki að læra! En þegar ég útskrifaðist haustið 2002 höfðu draumar kviknað í Skagafirði sem eru enn að rætast. Eins og Jón Marz sagði: ,,Maður varð að manni“. Ég kannast alveg við það að bölva helvítis simpansanum í umferðar- hnútnum í Reykjavík klukkan 07:30 niður á hringbraut dag eftir dag eða í strætisvagni í stórborg einhvers staðar í Evrópu, Asíu eða Langtíburtistan. En Skagafjörður fyrir aðkomumann um aldamótin: Sveitaböllin voru að deyja út á þessum árum. Í stað þess að hafa vikuleg helgarböll fækkaði þeim á þessum fjórum árum sem ég bjó á Sauðárkróki í nánast engin og Bifröst var breytt í leikhús. Ég kynntist frábæru fólki í Skagafirði. Ekki bara í framhaldsskólanum heldur líka á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar og í Steinullinni, þar sem ég vann með frábærum gaurum og fljóðum. Mikið var gaman að kynnast fólkinu og ég gleymi því seint þegar hún Stína Sölva sagði mér frá því þegar rafmagnið kom á ljósastaurana og lugtarvörðurinn hætti að setja hákarlalýsi í lampana. Við Geirlaugur Magnússon heitinn vorum miklir mátar, ég fór vikulega í tvö ár út á Hala að tefla við hann. Ég komst ekki lengra en í eitt jafntefli, hann vann annars hvert einasta skipti. Geirlaugur vann fyrir sér í tvö ár við að tefla í almenningsgörðum í Póllandi með námi (þetta er satt). Ég sakna heilsubótarinnar hjá Árna Stef. Björn Magnússon, Björn Friðrik og Oddný eiga sérstakan sess hjá mér. Steinunn og Ásbjörn og ekki má gleyma Helgu efnafræðikennarana og Helgu á skólaskrifstofunni. Jón skólameistari er mjög eftirminnilegur með afalegt viðmót. Svo var það Gísli Árna í John Travolta bringuhára skyrtunni. Og svo núverandi skólastjórnendur, þau Ingileif og Keli, sem vildu allt fyrir mann gera. Sirrý var þarna líka og Kristján Bjarni (KB). Ég sótti mikið í félagslíf skólans og var viðloðandi félagsstarfinu þar í tvö ár. Ég sá að nemendafélag FNV var ennþá með metakvöld ekki fyrir svo löngu síðan. En við stofnuðum metakvöld, að vestfirskri fyrirmynd, nokkrir í gríni í eðlisfræðitíma með Kristjáni Bjarna (KB), Jóni Marz, Kára Arnari, Gunna Sig. og Gísla Sig. en það var heimsmeistarakeppnin í asnalegum og tilgangslausum íþróttum eins og köfunarkeppni í skúringarfötu, öl- drykkjukeppni, smokkablæstri, keðjureykingarkappi og karaoke fyrir þá sem gátu alls ekki sungið. Eitt sinn plötuðum við KB með okkur á Miðgarðsball en hann hafði það á orði þegar hann mætti þangað, ÁSKORENDAPENNINN | palli@feykir.is Páll Jens Reynisson Vest- og Skagfirðingur Maður varð að manni er gott fólk og ég sakna þeirra í hjartanu, ég sakna reyndar allra sem ég taldi upp hérna að ofan. Þar sem eðlisfræðibekk- urinn minn var svo geggjaður fórum við allir, ásamt Helgu Elísu, í verkfræði. Ég kláraði nám í véla- og iðnaðarverkfræði 2007 í HÍ, heilbrigðisverkfræði 2010 í HR og svo doktorspróf frá NTNU í Þrándheimi Noregi í verk- og læknisfræði 2018. Ég hef unnið á verkfræðistofu og háskólasjúkrahúsum, kennt í háskólum og tekið þátt í þróun á sýndarveruleikakortum fyrir lungnaspeglum í mönnum (sem er hálfgert googlemaps í lungum). Á frábæra fjölskyldu, frábæra konu, haug af krökkum og er aftur í frábæru námi í hinum lífsins skóla. Veganestið frá öllu þessu góða fólki hefur skilað mér langt í lífinu. Dr. Palli Camel Vest- og Skagfirðingur - - - - Ég skora á Vilhjálm Árnason, skólabróður og alþingismann, að skrifa pistil í Feyki. spenntur og runnu á hann tvær grímur, að hann gæti verið faðir okkar allra sem voru þarna. Við fórum í okkar fyrstu vísindaferð nokkur saman með KB í broddi fylkingar suður til Póllands sem var ógleymanlegt eins og Gunni Sig. var búinn segja frá. Við gerðum Jón að forseta! Ég lenti í kór með þessum drengjum sem var einkar skemmtilegt eftir að hafa verið rekinn úr skólakórnum á Ísafirði fyrir að fara í mútur. Hinn svokallaði lopapeysukór tók að sjálfsögðu Skála og syngja ásamt Krummavísum, við tókum þátt í söngkeppni framhaldsskólanna en þurftum að lúta í lægra haldið fyrir Sheep-River- Hooks tríóinu sem sigraði aðalkeppnina. Í Skaffó voru keyptar lífsnauðsynjar og til að fá pening í nemendafélagið hjá Geirmundi Valtýssyni, en samt var komið við í Hlíðarkaup í leiðinni. Ég bjó heima hjá Snorra Birni og Ágústu í þrjú ár, þau og þeirra fólk og er það gríðarstórt og ein- stakt útilistaverk sem sýnir staðsetningu hermanna sem áttust við í Hauganesbardaga árið 1246, túlkað með 1320 grjóthnullungum og járn- krossar á nokkrum þeirra tákna þá sem féllu í þessum mann- skæðasta bardaga Íslands- sögunnar. Þetta einstaka fram- tak Kringlumýrarhjóna er ávinningur fyrir samfélagið allt og fyrir það ber að þakka. Lóðirnar þrjár sem fengu um- hverfisviðurkenningu í ár eru ólíkar en eiga það allar sam- eiginlegt að vekja athygli og aðdáun fyrir snyrtimennsku og góða umhirðu. Lóðirnar eru: Furulundur 4 Varmahlíð, en þar er eigandi Helga Bjarnadóttir. Í garðinum er fjölbreyttur gróður og margar tegundir blóma, húsi og lóð er vel við haldið og natni og snyrti- mennska í hávegum höfð. Eitt blómakerið vekur sérstaka at- hygli en það er barnavagn þar sem fallegum blómum hefur verið plantað. Kirkjugata 7 Hofsósi, eigendur Dagmar Ásdís Þorvaldsdóttir og Ragnar Þór Jónsson. Hús og lóð við Kirkjugötu 7 er dæmi um vel heppnaða endurnýjun á húsi og lóð þar sem einfaldleiki og snyrtimennska er eftir- tektarverð. Allur frágangur einstaklega fallegur og stíl- hreinn hvert sem litið er. Raftahlíð 44 Sauðárkróki, eig- endur Eva Óskarsdóttir og Svavar Sigurðsson. Þessi garður er sannkölluð undraveröld, dæmi um „lítinn garð“ þar sem öllu er haganlega fyrir komið og lóðin ber þess merki að eigendur njóta þess að rækta fjölbreyttan gróður, blóm, tré og runna. Gróðurhús með mörgum tegundum ávaxta- plantna og grænmetis er í garðinum ásamt tjörn með fiskum sem synda innan um vatnaliljurnar. Afrennsli húss- ins hitar upp gólf gróðurhússins og rennur síðan í tjörnina. Afrennsli tjarnarinnar með tilheyrandi áburði er svo notað til vökvunar í gróðurhúsinu og einnig innanhúss, sannkölluð hringrás. Fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar óskaði Hrefna Jóhannesdóttir formaður um- hverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar þeim sem fengu umhverfisviðurkenningar 2022 til hamingju og þakkaði þeim þá hvatningu sem þau væru íbúum. Fyrir hönd Soroptimistaklúbbs Skagafjarðar voru það Lilja Gunnlaugsdóttir, formaður Soroptimistaklúbbs Skaga- fjarðar, og Fanney Ísfold Karls- dóttir, formaður fjáröflunar- nefndar klúbbsins, sem óskuðu þeim sem viðurkenningar hlutu til hamingju og færðu þeim þakkir fyrir að vera okkur hinum fyrirmyndir. Einnig þökkuðu þær sveitarfélaginu fyrir að fá að vinna þetta ánægjulega verkefni og vilja hvetja íbúa Skagafjarðar til að leggja sitt af mörkum til að fegra fjörðinn okkar. Viðurkenningahafar: Svavar Sigurðsson og Eva Óskarsdóttir; Helga Hjálmarsdóttir, Stefán Óskar Hólmarsson, Daníel Þórarinsson og Þórarinn Þórðarson; Arnar Már Elíasson; Sigurður Hansen og María Guðmundsóttir; Helga Bjarnadóttir; Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir; Dagmar Ásdís Þorvaldsdóttir og Ragnar Þór Jónsson. AÐSEND MYND Páll Jens. AÐSEND MYND 34/2022 9

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.