Feykir - 14.09.2022, Side 12
Í gagnaverinu Borealis Data
Center við Blönduós er unnið
að byggingu áttunda hússins
undir tölvur með mjög öfluga
reiknigetu. Í framtíðinni er
stefnt að því að hýsa ofurtölvur
sem gætu fundið lausnir á
stórum vandamálum, t.d.
umhverfisvá. RÚV sagði frá í
síðustu viku.
Rætt var við Björn Brynjólfsson
forstjóra Borealis Data Center og
nefndi hann dæmi um viðskipta-
vini fyrirtækisins s.s. upplýsinga-
fyrirtæki, banka, rannsakendur,
bílaframleiðendur og þau sem
vinna með gögn. Hann sagði að
undirbúningur væri hafinn að
innleiðingu ákveðinna ofurtölva í
gagnaverið. „Það eru tölvur sem
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
34
TBL
14. september 2022 42. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Huldufé í Hvammi
Kringum og eftir árið 1800
bjó í Hvammi í Fljótum
bóndi sem Þorvaldur hét og
var Gíslason. Eitt sinn á
búskaparárum hans hvarf
honum ein ær grákollótt um
brundtíðina og vantaði hana
í hálfan mánuð. Kom hún þá
sjálfkrafa í féð aftur og varð aldrei blæsma þar um
veturinn. Eitt sinn um sauðburðartímann um
vorið gekk Þorvaldur þar ofan fyrir völlinn að
hyggja að kindum.
Var þá ær þessi þar hjá Geirshúsinu, sem kallað er,
að bera og var lambið hennar alla vega litt, blátt,
grænt, rautt og gult og með fleiri litum. Þorvaldi
þókti þetta undarlegt og stóð yfir ánni meðan hún
var að bera. Síðan gekk hann heim að fá kvenmann
til að mjólka ána, en þegar þau komu ofan eftir var
lambið horfið. Gekk Þorvaldur þá úr öllum skugga
um það sem hann hafði grunað að ærin hefði verið
hjá huldufólksfé um veturinn þegar hún hvarf, og
fengið við hulduhrút. /PF
Þjóðsögur Jóns Árnasonar
Álfar
Blönduós
Ofurtölva í gagnaverinu
Nýtt hús rís á gagnaverslóðinni. MYND: SKJÁSKOT AF RUV.IS Morgunblaðið greindi frá því í síðustu viku að Jón
Gunnarsson, dómsmálaráðherra væri búinn að
ákveða hvar sýslumaður Íslands verði staðsettur eftir
boðaða sameiningu allra sýslumannsembætta
landsins undir eina stjórn. Er ákvörðun ráðherra
m.a. byggð á greiningu Byggðastofnunar.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kynnti í sumar
drög að frumvarpi um sameiningu sýslumannsembætt-
anna níu undir eina stjórn, og segir í frétt Mbl.is að hann
hafi strax lýst yfir að sýslumaður Íslands yrði staðsettur á
landsbyggðinni.
„Jafnframt var Byggðastofnun falið að leggja mat á
staðina og svæðin. Ráðherra hefur nú sent erindi á þing-
flokka stjórnarflokkanna um niðurstöðu sína. Hann
staðfesti við Morgunblaðið að staðurinn væri Húsavík.“
/ PF
Sýslumaður Íslands
Embættið verði
á Húsavík
geta reiknað mjög mikið. Þær eru
með mikinn, við köllum það
orkuþéttleika, þannig að þær
reikna mikið á hvern fermetra
sem þær standa á og eru til þess
gerðar að reikna erfiðustu og
flóknustu vandamálin sem við
stöndum frammi fyrir í dag,“
sagði Björn.
Fram kemur í umfjöllun Ríkis-
sjónvarpsins að í dag starfi 20
manns í gagnaverinu og þar af um
helmingur á Blönduósi. /Huni.is
HÚNABYGGÐ
Leikskóli Húnabyggðar óskar eftir að ráða leikskólakennara, leik-
skólaliða eða starfsmenn með aðra menntun eða reynslu sem nýtist
í starfið á starfsstöð leikskólans á Blönduósi.
Í boði er spennandi og skemmtilegt starf með börnum og er um að ræða 100% stöður
sem og hlutastörf, til framtíðar. Við leikskólann starfar reynslumikill hópur kennara
og starfsmanna sem leggur áherslu á að gera góðan leikskóla betri alla daga.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Leikskólakennaranám eða annað kennaranám sem veitir leyfisbréf til kennslu eða
annarri háskólamenntun (BS, BA eða B.Ed.) sem nýtist í starfi.
• Fáist ekki starfsmenn með kennararéttindi er heimilt að
ráða leikskólaliða eða leiðbeinendur.
• Starfsmaður geti sýnt frumkvæði, sjálfstæði og hafa faglegan metnað fyrir starfi sínu.
• Mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með mannleg samskipti.
• Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi.
• Góð íslenskukunnátta
• Hreint sakavottorð skv. lögum um leikskóla.
Leikskóli Húnabyggðar starfar í tveimur starfstöðvum á Blönduósi (Barnabær)
og einni á Húnavöllum (Vallaból). Leikskólinn er 6 deilda með börn
á aldrinum 12 mánaða til 5 ára, alls um 80 börn.
ATH. Samþykktar hafa verið aðgerðir til að liðka fyrir ráðningum
starfsfólks á leikskóla og verða þær kynntar á næstu dögum.
Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2022.
Sótt er um starfið á heimasíðu Barnabæjar
https://barnabaer.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga.
Allar nánari upplýsingar gefur Þórunn Ragnarsdóttir
leikskólastjóri og Kristín Birgisdóttir, aðstoðarleikskólastjóri
í síma 455-4740 eða með tölvupósti barnabaer@blonduos.is
Viltu vinna
skemmtilegasta starf í heimi?
CMYK%
Cyan = 100 / Magenta = 75 / Yellow = 2 / Black = 18
Cyan = 45 / Magenta = 14 / Yellow = 0 / Black = 0
GRÁSKALI
Black = 40%
Black = 100%
PANTONE
PANTONE 278 C
PANTONE 287 C
Logo / erki
BJÖRGVIN SIGURÐSSON | GRAPHIC DESIGNER FÍT
ÁSVEGI 17 | 104 REYKJAVÍK | ICELAND
T: +354 588 3436 | M: +354 663 0677 | E: 2b@internet.is
Bæjarskrifstofa Blönduósbæjar
Hnjúkabyggð 33
540 Blönduós
Sími: 455 4700
blonduos.is
Húsavík. MYND AF VISITHUSAVIK.COM