Þjóðólfur - 01.12.1947, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 01.12.1947, Blaðsíða 5
5 framhald af bls. 4»' tirbreytingar lítil, aðeins hraun og mosi; og aftur hraun og aftur mosi í f-ullar tvsr klukkustundir. iíargir munu hafaorð- j ið srið lúnir sem eðlilegt var, því hvergi var vatn að fá á leiðinni, nema skammt frá Næfurholti, eins og flestir muna. Vatn hefði að sjálfsögðu orðið sú | dýrmætasta hressing sem hægt hefði verið i að hugsa sér þarna á "öræfunum" þegar Rauðölduhnjúk var náð reis upp töluverð deila um það hvort halda skyldi áfram upp að hraunfossinum ofar í hrauninu eða ganga aðeins upp á hnjúkinn og skyggnast þaðan yfir eldana. Síðari kosturinn var tekinn, enda myrkur óðum að skella á svo hættulegt gat orðið að freista aðganga lengur yfir hraunið en þörf gerðist, Frá Rauðölduhnjúkum var dásamlegt að sjá gosið, þo margt hafi verið skrifað um Heklu og gosið, síðan það byrjaði er það allt dauður bókstafur ! á móts við það sem þarna blasti við sjónum. Þeir sem veittu því næga athygli ; munu vart gleyma þeirri sjón, svo fjar- j skyld er hún öllu því sem daglega ber fyrir augu það mun án efa marga bresta frásagnarsnilli til að lýsa henni svo við megi una. Þeir sem svo heppnir voru í að hafa kíka, stóðu eðlilega betur að vígi en þeir sem þá höfðu ekki. f kíkunum gat maður sóð hvernig glóandi hraunbjörgin þeyttust með yfir- nátturúlegum krafti upp úr hinum ægilega j gíg og hvernig hraunleðjan vall niður hlíðar fjallsins með geysi hraða. Það mun varla ofaukið það sem sagt hefur verið um þetta, að það só það tilkomumesta sem nokkur imður getur ( vænzt að sja, ? Eftir að hafa horft á þetta nokk- i urn tíma fóru hóparnir smám saman að þokast niður hraunið, en þá var það í áttina til bílanna, en ekki frá þeim og það var jú töluverður munur. f hrauninu mun flestum hafa"gengið ; hægt róðurinn"enda farið að skyggja að j miklum mun. Allt endaði þó slysalaust og í farartækin komust allir. í hinu hljóða fjallahúmi gat að heyra margt, allt frá háum örgum niður í lágt ástar- i hvískur áður en bílarnir fóru af stað, En brátt hófst aksturinn aftur og hin sama munaðarkennda værð, sem gerði vart við sig á austurleiðinni sveif að nýju á þátttakendur. 1 heim- leiðinni gerðu menn sór margt til skemmtunar, Faðmlög, sönglög og kvæða- lög voru til staðar og einskis svifist í þeim efnum. Lífið á leiðinni saman stóð þess- vegna af þessu þrennu og svo auðvitað því sama sem áður getur, nefnilega "bröndurum" o.fl. ^ti ± myrkrinu sáust annaðslagið ljós þeirra bæja sen þotið var framhjá, og roðinn af Heklueldum yfir fjallabrúnunum, Reykjavík gerði að lokum vart við sig með 1 jó’sadýröinni sem henni til- heyrir. iið síðustu staðnæmdust allir við gamla skþlann og hurfu með þau orð á vörunum að ferðin hafði gengið að óskum. H.P. í stærðfræðitíma í II. A, Steinþór! (nokkuð háfleygur) "ÞÓ að náttúran'só lamin með lurk leitar hún út um síðir." íslenzka í I - A, Björn Þ. að lesa upp í stíls Vestfirzki maðurinn ansaði ekki gríska s jómanninum. Þórir Einarss Hann hefur bara ekki skil- ið hann. Nattúrufr. II. B. Finnurs Þessi blöð heita kronublöð hvað heita hin? Skúlis TÚkallblöð. Steinþór; Verið ekki að glapa ut í geim— inn þið "skaffið" enga "geimgeisla" með augunum. Stærðfræði í II. C. Steinþórs (horfir ut um gluggann)s Það stoppa allir þarna úti á götunni þegar þeir heyra þessa miklu rödd í mór.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.