Þjóðólfur - 01.12.1954, Side 12

Þjóðólfur - 01.12.1954, Side 12
- 12 - TVEIR DAGAR í KAUPAVINNU. "Jaeja0 stelpur mínar, þá held eg„ að mál se að vakna, " segir hogvær rödd, og eg sé grilla í höfuð húsmóður minn- ar milli heyyfirbreiðslnanna, sem við Runa köllum rekkjutjöld, en aðrir bara druslur. Rúna er 13 ára og ("'N elzta dóttir ,_, rvs bóndans. Við urðum perluvin- konur strax fyr sta daginn. Ég umla eitthvað, rís upp og fer að fika mig fram úr„ en Rúna hrýtur af mikilli vellíðan, Ég þríf það, sem hendinni er næst, og kasta í hana. Hún rýkur upp, og rautt og úfið hár hennar er fiðrugt og stendur út í loftið. "Þú hrauzt, " segi ég mjög hneyksluð, Hún anzar því ekki, en fer að paufast fram úr og -- boms, stígur beint ofan á grammófóninn, argar upp og hlassar sér beint ofan á lappirnar á mér og dæsir. Loksins komumst við niður í eldhúsið. Það er glaðasólskin og við gleypum matinn í flýti og förum í kapphlaup út í fjós, þar sem við auk hús- móðurinnar flýtum okkur við mjaltirnar og förum síðan heim í bæ aftur. En brátt erum við drifnar út á ný, og nú tökum við hrífurnar. Við snúum helj- arstórum flekk, sem endist okkur fram á mat. Þegar búið er að borða, för- um við upp og reynum að koma lagi á draslið, sem ævinlega saínast í kring- um okkur. Við sofum á gólfinu uppi undir þaki og tjöldum í kringum okkur með áðurnefnd- um yfirbreiðsl- um og 4 koff- ortum, sem eru náttborð. Við höfum líka grammófón og gamlar plötur, og er það okk- ar eina dægra- stytting auk bóka. Næst eiga litlu krakkarn- ir, Bjarni, Sigga og Gummi að fara út með okkur og snúa. Við erum í hvarfi frá bænum, svo að strákarnir nota tækifærið og byrja að stríða Siggu, sem verður fokvond, og úr þessu verður svo alls- herjarslagur, sem endar þó á vopna- hléi og mikilli atorku við heyskapinn. Svona líður tíminn fram á kaffi. Við förum heim, drekkum og förum síðan út aftur. Þá er farið að taka saman. Við krakkarnir sætum litlar hornskakk- ar sátur, en fullorðna fólkið gerir stóra þétta galla, sem okkur firmast Frh,. á bls. 6.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.