Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Blaðsíða 14

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Blaðsíða 14
14 Framkvæmdafréttir nr. 723 1. tbl. 31. árg. Framkvæmdafréttir nr. 723 1. tbl. 31. árg. 15 Byggja brú á Vesturhópshólaá Brúavinnuflokkur Vegagerðarinnar vinnur að byggingu brúar yfir Vesturhópshólaá á Vatnsnesvegi. Framkvæmdir hófust í haust og vel gekk framan af, en í desember og janúar lá vinna að mestu niðri vegna kuldatíðar. Stefnt er að því að klára framkvæmdir við brúna fyrir sumarið en samhliða er unnið að vegagerð á rúmlega tveggja kílómetra kafla. „Við höfum lítið getað unnið á staðnum síðan í byrjun desember þegar datt í mikið frost hér fyrir norðan. Upp úr miðjum janúar var allt komið á syngjandi kaf í vatni og klaka svo við bíðum enn eftir að geta haldið áfram,“ segir Vilhjálmur Arnórsson yfirverkstjóri brúavinnuflokks Vegagerðarinnar á Hvammstanga þegar haft er samband við hann síðla í janúar. Bygging brúar yfir Vesturhópshólaá og vegagerð á Vatnsnesvegi var fyrst boðin út í byrjun árs 2022. Engin tilboð bárust í verkið og því var ákveðið að skipta verkinu í tvennt, annars vegar brúarsmíði og hins vegar vegagerð. ↑ Brúin yfir Vesturhópshólaá verður eftirspennt plötubrú í einu hafi, 17 m löng, heildarlengd 19,13 m.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.