Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Blaðsíða 17
16 Framkvæmdafréttir nr. 723
1. tbl. 31. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 723
1. tbl. 31. árg.
17
Byrjum bara að spyrja; hvað í ósköpunum er
vaktstöð?
Árni Gísli: Vaktstöðin sinnir fjölþættum verkefnum.
Við erum með starfstöð bæði hér í höfuðstöðvum
Vegagerðarinnar í Garðabæ og aðra starfsstöð
á Ísafirði. Vaktstöðin í Garðabæ vinnur með
suðvesturhornið á landinu en vaktstöðin á Ísafirði
þjónustar landið utan suðvesturhornsins. Ástæðan
fyrir þessari skiptingu er að umferð er lang mest á
suðvesturhorninu og því gott að aðgreina landið á
þennan hátt. Yfir nóttina sameinast stöðvarnar og
vaktstöð í Garðabæ tekur allt landið.
Við vinnum allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Í heildina eru starfsmenn um tuttugu. Að lágmarki eru
tveir starfsmenn á vakt þegar mjög lítið er um að vera
og að hámarki eru fimm eða sex starfsmenn yfir allt
landið þegar aðstæður krefjast þess. Yfirleitt gerist
það yfir vetrartímann.
Á vaktinni allan sólarhringinn
Í Vegvarpinu, hlaðvarpi Vegagerðarinnar, er fjallað um
ýmis mál sem snúa að starfsemi Vegagerðarinnar.
Í fyrsta Vegvarpi ársins var fjallað um vaktstöð
Vegagerðarinnar sem starfar allan sólarhringinn, alla
daga ársins. Viðmælendur G. Péturs Matthíassonar
voru þeir Árni Gísli Árnason forstöðumaður
upplýsinga og vöktunar og Páll Hróar Björnsson
vaktstjóri á vaktstöð Vegagerðarinnar í Garðabæ.
Stærstu verkefnin hjá vaktstöð eru vöktun jarðganga.
Í umferðarmestu jarðgöngunum eru myndavélar og
vaktstjórar bregðast við ef til dæmis bílar stoppa,
eitthvað hrynur af bílum, eða ef nýta þarf jarðgöng
fyrir forgangsakstur. Miklar kröfur eru gerðar til öryggis
í jarðgöngum og vöktun þeirra er einn þáttur í því að
tryggja að við séum fljót að bregðast við ef eitthvað
gerist.
Hitt stóra verkefnið er vetrarþjónusta en við
erum samræmingaraðili fyrir vetrarþjónustu. Við
köllum út verktaka sem eru með samninga hjá okkur,
erum í samskiptum við eftirlitsmenn á vegum úti og
vinnum í mjög góðu samstarfi við þjónustustöðvar
Vegagerðarinnar um allt land. Starfsfólkið á
þjónustustöðvunum er okkar fólk á staðnum. Við erum
í miklum samskiptum við það ásamt fullt af verktökum,
sem bæði sjá um snjómokstur eða eru eftirlitsverktakar
á ákveðnum svæðum.
↑
Frá upptöku á Vegvarpi um
vaktstöðvar Vegagerðarinnar.
G. Pétur Matthíasson ræddi við
Pál Hróar Björnsson og Árna
Gísla Árnason.