Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Blaðsíða 12

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Blaðsíða 12
12 Framkvæmdafréttir nr. 723 1. tbl. 31. árg. Framkvæmdafréttir nr. 723 1. tbl. 31. árg. 13 Þetta var þá eina merkið sem táknar forgang og hefur líklega haft svipaða þýðingu og stöðvunarskylda í dag. En það var ekkert merki sambærilegt við biðskyldu og það hefur valdið því að stöðvunarskyldan var ekki virt. Í Morgunblaðinu 15. ágúst 1948 birtist þessi texti: „Víðast hvar erlendis er það háttur góðra ökumanna að draga mjög úr hraðanum, er þeir nálgast götuhorn. Hér „hverfa menn fyrir horn“ á þeysi spretti. „Stanz, aðalbraut, stopp“ stendur á skiltunum við aðalbrautirnar. En hversu margir eru þeir, sem raunverulega stansa, setja vélina í fyrsta gang, og horfa svo til beggja handa, og fara ekki inn á brautina, nema ekkert farartæki sé í nánd? Þeir eru því miður miklu færri en hinir, sem láta bílinn renna inn á aðalbrautina í þeirri von að nú sé „séns”, en þrýsta svo hemlunum í botn, er þeir sjá bíl, sem er hættulega nálægt, og standa síðan með hálfan bílinn inn á aðalbrautinni öðrum til ama.“ Úr þessu var bætt þegar fyrsta reglugerðin um umferðarmerki var gefin út árið 1959 en það er fyrsti vísirinn að því heildar merkjakerfi sem er í gildi í dag. Athygli vekur að Z merkið hverfur, annað tákn er fyrir hættulegar beygjur en merki með upphrópunarmerki þýðir „önnur hætta“. Reyndar er líklegt að Z merkið hafi staðið uppi í einhver ár eftir þetta á meðan á endurnýjuninni stóð. Aðvörunarmerki eru 10 talsins í reglugerðinni og bannmerki 17. Í reglugerðinni er líka kafli um yfirborðsmerkingar. Þegar hér er komið sögu fer að vekja athygli sú staðreynd að þótt ákveðið tákn gildi það sama í flestum löndum skv. alþjóða samþykktum þá getur teikning táknsins verið mjög mismunandi á milli landa. Ekki er gott að segja hvort teikningar í reglugerðinni frá 1959 hafi átt erlendar fyrirmyndir en ljóst er að þær hafa verið meira til viðmiðunar en að fara hafi átt nákvæmlega eftir þeim við framleiðslu merkja. Í reglugerðinni er teikning af bókstöfum og tölustöfum sem nota skal á umferðarmerkjum en því var ekki betur fylgt en svo að í þessari sömu reglugerð eru merki með annarri stafagerð. Það mun líka hafa tíðkast næstu 30 árin að veghaldarar, Vegagerðin og bæjarfélög, keyptu umferðarmerki jafnt frá innlendum sem erlendum framleiðendum og var þá teikningin samkvæmt staðli hvers lands. Umferðarmerki á Íslandi voru því góð sýnishorn mismunandi teikninga nokkurra Evrópulanda og var það ekki fyrr en með reglugerð árið 1995 að teikning íslenskra umferðarmerkja var stöðluð. Meira um það í næstu grein sem hefst með breytingu í hægri umferð árið 1968. ↖ Mynd 12. Nokkur „aðvörunarmerki“ í reglugerðinni 1959. ← Mynd 13. Stöðvunarskyldumerki skv. reglugerð 1959 í eigu minjasafns Vegagerðarinnar. ↓ Mynd 14. Myndir í reglugerðinni 1959. Eins og sjá má hefur ekki verið farið eftir fyrirmynd sjálfrar reglugerðarinnar um stafagerð á öllum merkjum.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.