Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Blaðsíða 6
6 Framkvæmdafréttir nr. 723
1. tbl. 31. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 723
1. tbl. 31. árg.
7
Nú styttist í að ný umferðarmerkjareglugerð taki
gildi en drög að henni lágu frammi í samráðsgátt á
síðastliðnu ári. Ég, sem þetta rita, hef mikið komið að
vinnu við reglugerðir umferðarmerkja allt frá árinu
1988. Verkefni mín hafa verið hreinteikningar merkja,
ný merki, textagerð og yfirlestur. Ég þekki því þessa
sögu síðustu 35 árin nokkuð vel og svo datt mér í
hug að sjá hvaða heimildir ég gæti fundið um notkun
umferðarmerkja á Íslandi frá upphafi bílaaldar. Í 6.
tbl. síðasta árs birtist grein sem ég tók saman um
kílómetrasteina sem er einn kafli þessarar sögu þar
sem þeir teljast umferðarmerki í víðasta skilningi
þess orðs. Það verður því ekki fjallað um þá í þessari
samantekt. Þessi skrif eru þankar sem ná varla máli
sem sagnfræði en vonandi einhverjum til fróðleiks
og skemmtunar. Sögunni er skipt upp í tvo hluta,
vinstri umferð og hægri umferð. Síðari hlutinn verður
væntanlega birtur í næsta blaði.
Háskamerki
og gulir steinar
Saga umferðarmerkja á Íslandi
– Fyrri hluti, vinstri umferð
Höfundur:
Viktor Arnar
Ingólfsson
Elstu erlendu merkin
Steinar sem merktu vegalengdir voru fyrstu vísarnir
að umferðarmerkingum og nær saga þeirra aftur til
Rómarveldis. Vegvísar á krossgötum voru þekktir á
miðöldum og í Portúgal urðu til umferðarlög árið 1686
og í framhaldi af því voru einhverskonar biðskyldumerki
sett upp í Lissabon. Það var þó ekki fyrr en á
seinni hluta 19. aldar sem sett voru upp „nútíma“
viðvörunarmerki við vegi í Evrópu og var það í framhaldi
af tilkomu stórhættulegra ökutækja sem fóru hratt yfir,
reiðhjólanna.
↑
Mynd 2. Nokkur bannmerki frá Genf 1949.
↑
Mynd 1. Táknin fjögur frá París 1909, a) ósléttur vegur,
b) hættulegar beygjur, c) þverun járnbrautarteina, d) vegamót.